Vikan


Vikan - 31.08.1972, Blaðsíða 37

Vikan - 31.08.1972, Blaðsíða 37
HELLESENS HLAÐIÐ ORKU.... ...var sleppt úr fangelsinu f dag. Fangclsisstjórinn sagöi að maðurinn, sem fyrir fjórum árum hefði verið dæmdur i fangelsi fyrir morð, hefði verið sleppt fyrir timann vegna góðrar hegð- unar. Latimer gat komizt undan bíaðamönnum.... Stephen! Hann var þá frjáls! I fyrstu stóð hún sem negld við gólfið, svo fór hún að skjálfa. Nei hún mátti ekki láta neitt æði gripa sig. Hvað kom það henni við þótt Stephen væri frjáls? Skynsemin sagði henni að hún þyrfti ekkert að óttast, hann myndi ekki reyna aö hafa upp á henni, það yrði örugglega það siðasta sem hann tæki til bragðs. Jafnvel þótt svo óliklega vildi til, að hann leitaði til hússins, sem hann átti i Bell- dale, myndi hann aldrei iáta sér detta i hug að koma til Strangers Mill. Hann hlaut að vita að hún var nú gift. Smám saman varð hún rórri. Þetta var að visu óþægileg tilfinn- ing, einmitt núna, þegar hún hélt sig vera að losna við óttann. En hún hafði aldrei verið hrædd við Stephen. Það eina sem hún var hrædd við, var að missa vitið, en hún var laus við þá hræðslu nú. Hún kallaði á Rufus og hann kom hlaupandi til hennar. Hún ætlaði að horfa á þessa gömlu Bogart kvikmynd. Bill kæmi eftir hálf- tima og þá væri allt i lagi. Hún reyndi að hafa hugann við myndina, — en þegar Rufus fór, allt i einu, að gelta, greip óttinn hana á ný. — Þetta er ekkert, flónið þitt! sagði hún við hvolpinn, en hlust- aðisamt. Það var eins og eldhús- dyrnar hefðu verið opnaðar, en hún var samt ekki viss. Það hlutu að vera taugar hennar sem gerðu hana svona bjánalega hrædda. En hvolpurinn varð ennþá óðari og hún stökk upp úr stólnum. Rufus datt niður á gólfið og þaut fram i anddyrið og þegar hún ætl- aði að elta hann, slokknuðu ljósin og sjónvarpið þagnaði. — ó, guð minn, stundi hún hátt. Þetta var eins og hinir skelfilegu draumar, sem hana hafði alltaf dreymt, eftir morðið á förður. hennar. Það var eins og þessi hræðilega martröð og óttinn yrðu að veruleika, gripu i hana með klónum, svo hún lamaðist alger- lega. Fela mig, hugsaði hún, alveg frá sér af ótta, ég verð að fela mig og i ofvæni skreið hún bak við hægindastól. En þá’ heyrði hún ekkert, nema andköfin i sjálfri sér og hún reyndi að halda þeim niðri, svo hún kæmi ekki upp um felustað sinn. Rufus var hættur að gelta, hversvegna var hann hættur þvi? Ef þetta var einhver sem hann þekkti, þá hefði mátt heyra gleði- læti hans. Hann hefði verið óró- legur, jafnvel þótt einhver hefði klappað honum, ef það var ókunnug manneskja. Ef það var enginn, þá ætti hann að koma aftur til hennar. Meðan hún hélt niðri i sér and- anum, hlustaði hún ákaft. Bóka- herbergið var bak við dagstofuna og þaðan komst maður út á ver- öndina. Hún stóð varlega upp, þreyfaði sig fram að dyrunum, en nam við og við staðar, til að hlusta. Hún tók lika af sér skóna og þá, þegar hún lagði sig alla fram, til að komast undan á flótta, var hún ekki eins ofsalega hrædd. Hún var komin fram að dyr- unum að bókaherberginu og ætl- aði að fara að snúa snerlinum, þegar hún heyrði að einhver hvislaði nafnið hennar. — Janet, hvislaði röddin aftur og hún æddi gegnum opnar dyrnar, án þess að hirða um að skella hurðinni á eftir sér. Hún þrýsti sér upp að veggnum og smeygöi sér áfram að franska glugganum, sem lá út að veröndinni, renndi sér bak við gluggatjöldin og fálmaði eftir læsingunni. — Janet! Röddin var hærri nú og henni varð ljóst að hann var kominn inn i bókaher- bergið og var á ieið að glugg- anum. Hún fór lengra út i hornið, þar sem gluggatjöldin voru þétt- ari. Hún heyrði að hann tautaði eitthvað með sjálfum sér og vissi að hann var að leita eftir snúr- unni, til að draga gluggatjöldin frá. Hún fór þá út úr horninu og smaug á bak við sófann og þegar hún gægðist varlega upp fyrir hann, gat hún séð manninn, sem bar við grámuna fyrir utan gluggann. Þegar hún virti hann þarna fyrir sér, sneri hann sér við og hún flýtti sér að beygja sig niður. Hafði hann heyrt til hennar? Séð hana? Myndi hann leita um allt herbergið? Hún gat ekki komizt bak við pianóið, nema hann kæmi auga á hana. Hún gat ekki heldur farið sömu leið til baka. Hún var föst i gildru, ef hann færi ekki frá glugganum og hún gat ekki vitað það, nema að hætta á að gá aftur. Hún tók i sig kjark og g ^gðist upp fyrir. Hann stóð kyrr, en hún gat ekki séð hvort hann sneri að henni eða frá. Meðan hún var að virða hann fyrir sér, gekk hann yfir gólfið og út um dyrnar, sem hann lokaði rækilega á eftir sér, jafn hljóðlegá og hann hafði opnað þær. Janet bað hljóða bæn og flýtti sér að fela sig bak við glugga- tjöldin tsezia iiuuaieioni vai gegiiaiu dyrnar að veröndinni, kringum húsið og út að bilnum, sem stóð i heimkeyrslunni. En hún þorði ekki að reyna við dyrnar. Þær voru læstar með lokum bæði efst og neðst og þessutan lika læstar með lykli. Ó, hefði hún aðeins látið sér nægja að setja aðra lok- una fyrir um kvöldið. Það eina sem hún hafði hugsað um, var að loka vel að sér. Nú formælti hún hræðslu sinni. En það þýðir litið að iðrast, sagði hún viðsjálfa sig. Hugsaðu. Hugsaðu heldur. Hvernig á ég að komast undan? Hvað er klukkan? Klukkan hafði verið niu, þegar hún hlustaði á frétt- irnar. Hve lengi hafði hún horft á sjónvarpið? Hálftima? Hve langt var siðan hann hafði komið inn i húsið? Hún gat ekki fengið sig til að hugsa um hann með nafni, það var eins og hún gæti haldið þessum hræðilega ótta i skefjum, ef hún gerði það ekki. Nú gat varla liðið á svo löngu þangað til Bill kæmi. Bill! Hann myndi koma inn i húsið, án þess að gruna nokkuð. Hún gat ekki stað'ð þarna kyrr og beðið. Hún ' varð að komast fram og stöðva Stephen, —stöðva manninn, áður enBillkæmi. Eldhúsið! Það var betra að komast gegnum eld- húsið. Hann hlaut að hafa komið 35. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.