Vikan


Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 3

Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 3
37. tbl. - 14. september 1972 - 34. árgangur Bak við bambus- tjaldið í tólf daga Vikan heim- sækir ungan matvæla- fræðing Rifbeina- steik á sjö vegu Kína er mikið í kastljósinu um þessar mundir, og þeim fjölgar, sem þangaS hafa komið. Gisli Kol- beinsson segir frá stuttri dvöl í borginni Shanghai og hvernig ríki Maós kom honum fyrir sjónir. Greinin birtist á bls. 24. Konum, sem gegna ábyrgðarmiklum störfum í þjóðfélaginu, fjölgar jafnt og þétt. Á bls. 28 er spjallað við Guðrúnu Hallgrímsdóttur, mat- vælafræðing, en hún er stjórnarformaður Sölu- stofnunar lagmetis- iðnaðarins. Það er alltaf eitthvað gott að borða í Eldhúsi Vik- unnar. Að þessu sinni eru birtar uppskriftir að rif- beinasteik á sjö mismun- andi vegu. Þetta er tilval- inn sunnudagsmatur um næstu helgi. Sjá bls. 26. KÆRI LESANDI! „Systir Anna Risberg, forstöðu- Icona sjúkrahússins, hafði alltaf staðið með mér í erfiðleikunum. Hún stóð upp frá borðinu og gekk út að glugganum. Það var eitthvað notalegt við þessa lág- vöxnu og nokkuð þrekvöxnu konu. Eins og svo oft áður hvarfl- aði það að mér, hve vel liún hefði sómt sér sem húsmóðir. Hún var móðurleg og hjartahlý, en samt svo traustvekjandi, að það hlaut að vera gott að leita til hennar í stormum lífsins. Það hafði líka verið stormasamt í kringum mig undanfarið. Hún sneri sér við og horfði á mig. „Að vísu skil ég vel, hvernig þér líður,“ sagði hún, „en að fara héðan af sjúkrahúsinu, nei, það mundi ég ekki gera í þínum spor- um. Bezta leiðin til að kæfa leið- inlegan orðróm er að láta serh maður heyri hann ekki . . .“ Þetta er upphafið að nýju fram- haldssögunni okkar, Rensjöholm. Hver er þessi leiðinlegi orðróm- ur, sem kominn er á kreik um sögulietjuna? Svarið við því fæst ekki nema með því að fylgjast með þessari spennandi sögu frá byrjun. Hún er rækilega mynd- skreytt og fyrsti hlutinn birtist á bls. 16. EFNISYFIRLIT GREINAR BLS. Sjálfsmorðstilraun er flótti, sem flestir sjá eftir 8 Ég sé rennblautt hár drengsins límast við höfuð hans, grein um sænska miðilinn, Onnu Frid 10 Tito, þriðji hluti ævisögu forseta Júgóslavíu 20 Bak við bambustjaldið í tólf daga. Gísli Kol- beinsson segir frá Shanghai í Kína 24 VIOTÖL Ég hafði alltaf hugsað mér að starfa innan fiskiðnaðarins. Vikan ræðir við Guðrúnu Hallgrímsdóttur, matvælafræðing 28 SÖGUR Þegar dynur í skóginum, smásaga eftir Vla- dimir Korolenko. Þýðandi: Halldór Stefáns- son, myndskreyting: Sigurþór Jakobsson 12 Rensjöholm, ný og spennandi framhaldssaga eftir W. D. Roberts, fyrsti hluti 16 Konan i snörunni, framhaldssaga, 4. hluti 32 ÝMISLEGT Rifbeinasteik á sjö mismunandi vegu. Eld- hús Vikunnar, umsjón: Dröfn H. Farestveit, húsmæðrakennari 26 3M - MÚSÍK MEÐ MEIRU, umsjón: Edvard Sverrisson 14 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Síðan siðast 6 1 fullri alvöru 7 Mig dreymdi 7 Myndasögur 35, 47, 50 Krossgáta 49 Stjörnuspá 44 FORSÍÐAN Sumarið varð heldur snubbótt hjá okkur þetta árið eins og svo oft árið. Samt reyndum við að njóta þess eftir beztu getu. Og það gerði litla stúlkan á forsíðunni okkar líka. Hún heitir Anita Björk og myndin er tekin í Ásbyrgi. (Ljósm. Mats Wibe Lund). VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson og Matt- hildur Edwald. Útlitsteikning: Sigurþór Jakobs- son. Auglýsingastjórar: Sigríður Þorvaldsdóttir og Sigríður Olafsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing. Síðumúla 12. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöð ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 blöð misserislega. Áskriftarverðið greiðist fyrir- fram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, mai og ágúst. 37. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.