Vikan


Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 8

Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 8
„Sjálfsmorðinginn vill lifa, en er óánægður með lífsskil- yrðin . . .“ Eitthvað þessu líkt er haft eftir Schopenhauer, en það er Nils Rettersöl, sem hef- ur það eftir. Hann hafði verið á fundi í ríkistryggingunum, þar sem verið var að ræða hið mikla vandamál um ofnotkun vanabindandi lyfja og að hætta að greiða niður „taugapillum- MENNING, TRÚARBRÖGÐ OG SJÁLFSMORÐ — Fyrst getum við athugað siðvenjur hinna ýmsu þjóða í sambandi við þetta, heldur prófessorinn áfram. —■ í lönd- um kristinna manna og mú- hameðstrúar eru sjálfsmorð bönnuð af trúarlegum ástæð- um, en til dæmis í hindúatrú og búddatrú eru þau viðtekin og í sumum tilvikum álitin æskileg. í Austurlöndum er ekki óalgengt að hershöfðingi, sem hefur tapað orrustu, eða maður, sem kemst í ærumeið- andi aðstöðu, fremji sjálfsmorð. Japanir hafa sitt harakiri og hafa jafnvel aðstoðarmenn til að fremja verknaðinn. Á Indlandi er það kallað suttee, þegar ekkja leggst á bálið með látnum eiginmanni sínum. Henni eru þó veittir nokkrir klukkutímar til um- hugsunar, en ef hún í sorg sinni samþykkir, þá getur ekk- ert bjargað henni frá hræði- legum dauða á bálinu! Þetta hefur þó verið bannað á þessari öld, en það var samt um 1930 SJAUSMORISTILRAIN B FLOTH. SEM FIESTIR SJO EFTIR ar“ í sjúkrasamlögum. Blaða- maður hafði tal af honum, meðan hann beið eftir flugvél og bað hann að segja frá ein- hverju af þeim málum, sem liggja honum mest á hjarta, en þau eru: Sjálfsmorð, pilluát og eiturlyf j anotkun. Hann segir: — Sjálfsmorð er mikið og viðkvæmt vandamál. Að skrifa um það, getur kann- ski verið dropinn, sem fyllir hinn bitra kaleik. En við lækn- ar getum ekki réttlætt það að tala ekki um slíkt mál, þegar það snertir svo marga. Hér í Noregi er reiknað með að álíka margir fremji sjálfsmorð og þeir sem farast í umferðarslys- um, eða um 500 á ári. En það eru yfir 5.000 sem gera sjálfs- morðstilraunir. að uppþot varð vegna þess að yfirvöldin reyndu að koma í veg fyrir að slík athöfn væri framkvæmd. Aztekarnir í Mexíkó, sem voru háþróaðir menningarlega fyrir Krists burð, tignuðu sjálfsmorðsgyðjuna Ixtab. En svo við nálgumst okkar eigin menningu, þá getum við litið á grísku heimspekingana. Við vitum að stóikarnir báru sam- an plúsa og mínusa, ef mínus- arnir voru í meirihluta, var líf- ið ekki þess virði að lifa því. Þeir ákváðu sjálfir hvort þeir kysu dauðann. Og allar götur síðan hafa heimspekingar og skáld fjallað mikið um sjálfs- morðsvandamálin, þar á meðal núlifandi menn eins og Mal- raux. — í Noregi var lengi ákveð- in refsing fyrir sjálfsmorðum, þ. e. a. s. afkomendum var refs- að með því að leggja hald á arfinn og það var fyrst árið 1902 sem refsiákvæði voru af- numin, þau ákvæði að sá, sem framdi sjálfsmorð, fékk ekki kirkjulega greftrun. En í Eng- landi voru sjálfsmorðstilraunir refsiverðar fram að árinu 1961. Þá vann ég á taugadeild í Lond- on, segir prófessorinn, — og það var ekki óalgengt að sjúkling- ar, sem við höfðum vakið til lífsins aftur, fóru beint af sjúkrahúsinu í fangelsi! í Noregi er tala sjálfsmorða frekar lág á venjulegan mæli- kvarða í Evrópu. Við reiknum með 8 tilvikum á hverja 100 þús. íbúa á ári (tilraunir þó miklu fleiri) á móti 20 tilfell- um í Danmörku og Svíþjóð. í Tékkóslóvakíu og Ungverja- landi er talan aftur á móti 25. í Sovétríkjunum eru engar skýrslur um sjálfsmorð, þar er á þau litið sem auðvaldsfyrir- bæri. í kaþólskum löndum eru sjálfsmorð sjaldgæfari og er álitið að skriftir eigi þar drjúg- an þátt í. En að vísu er ekki öruggt að byggja of mikið á skýrslum. það eru mörg sjálfsmorð, sem ekki eru skrásett og sumum er haldið stranglega leyndum. SJÁLFSMORÐ TÍÐUST MEÐAL ÞEIRRA HÆST OG LÆGST SETTU — Hverjir fremja sjálfs- morð? Það vitum við nú nokk- 8 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.