Vikan


Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 46

Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 46
forvitni, sem aðeins þjóðhöfð- ingjar og heimsfrægar leik- stjörnur verða aðnjótandi ann- ars staðar á hnettinum. Og hvergi varð ég var við þessa sljóu deyfð, sem víða ríkir meðal annarra kynþátta og stafar sjálfsagt fyrst og fremst af því, að það kemur út á eitt hvort fólkið starfar eða ekki, — það hefur ekkert upp úr sér hvort eð er. Að fólkinu frátöldu og skilt- um með kínversku letri er mið- borgin með Evrópusniði. Um úthverfin get ég ekkert sagt, þar eð ekki gafst tími til að skoða sig um sjálfstætt, en það var reyndar öllum heimilt. Ég kom hvergi auga á þessi sér- kennilegu kínversku hús, sem sjá má á myndum og sem virð- ast í formfegurð sinni næstum svífa í einhverjum dularfullum huldubláma. Og bifreiðar þeyttu horn sín. Sjálfir höfðum við fjórar gljáfagrar bifreiðar til afnota, og þegar við komum að barna- höllinni, stóðu öll börnin í röð- um meðfram inngöngunni og klöppuðu ákaft fyrir þessum vestrænu kempum. Einnig hér var þess vandlega gætt, að eng- inn villtist inn á aðra hluta svæðisins en þann, sem var til sýnis. Sá enskumælandi hafði nú tekið sérstöku ástfóstri við mig og gerði ýmist að stjaka við mér eða toga í mig. Fyrst vorum við leiddir inn í mót- tökusal, þar sem setzt var við langborð og öllum boðið grænt te í krús eða fanti með loki yfir. Ég hefði gjarnan viljað drekka úr krúsinni í kurteisis- skyni við gestgjafana, en þar sem vatnið í Shanghai er væg- ast sagt illdrekkandi, tókst mér aðeins að koma niður þrem sopum. Hér sem og í dúkaverk- smiðju. sem við heimsóttum síðar, stalaði forstöðumaðurinn til okkar á kínversku og túlk- urinn túlkaði. Sá grunur lædd- ist að mönnum, að forstöðu- maðurinn þyrfti ekki að styðj- ast við túlkinn fremur en hann kysi, en það var engin ný bóla eða sósíalistísk uppfinning, heldur gamalt diplómatískt trikk. Börnin sýndu okkur teikn- ingar sínar og leirfígúrur, og allt bar það fáguðum og brot- hættum listasmekk vitni. Við hlustuðum á barnakór syngja kínversk þjóðlög og spila á kín- versk strengjahljóðfæri. Því- næst fengjum við ásamt börn- unum að spreyta okkur á að leita að jarðsprengjum með nokkurs konar fálmara (hann var einna líkastur bónkústi) og heyrnartólum á eyrum. Sprengjan var falin undir borði, og ef einhver hitti á að strjúka yfir hana með fálmar- anum, þá hvein í heyrnartól- unum. Það fór víst ekki fram- hjá mörgum, að þessi uppeldis- stöð hafði í aðra röndina á sér hermennskusnið, enda þótt börnin væru aðeins 6—12 ára gömul. Það er auðvitað þeirra eigið málefni — eða eins og túlkurinn orðaði það: í örygg- is- og sjálfvarnarskyni. Kín- verjar eru nú heldur ekki einir um að vígbúast af kappi í sjálfsvarnarskyni. Ekki er samt hægt annað en hugleiða, hví- líkt afl er þarna verið að virkja, og var það þó nægilegt fyrir. Eða eins og Japanir, sem alltaf eru í jarðnæðishraki, orða það: Að berjast við Kínverja er eins og að lemja með priki í rúm- dýnu! Þá fengum við að spreyta okkur í borðtennis á móti kín- versku börnunum, og sigruðu þau okkur flest með glæsibrag. Heimsókninni þarna lauk svo með því, að við settumst 'inn í samkomusal barnahallarinnar og horfðum á ýmis ballettatriði, sem börn á ýmsum aldri döns- uðu og léku. Ballett virðist vera vinsælt tjáningarform í Kína. Hvar sem sjá mátti út- stillingar frá leikhúsum borg- arinnar, þar var alls staðar verið að sýna ballett. Heldur virtist efnið í þeim einhæft, venjulega ung hetja, sem stökk hæð sína í loft upp, ýmist með riffil í hönd eða kreppta hnefa, og svo einhverjar ólánssamar manneskjur skríðandi i duft- inu, skjálfandi af hræðslu við þennan gustmikla boðbera hinnar réttlátu reiði. Menn gátu sér þess til, að fígúrurn- ar í duftinu ættu að tákna auð- valdið. Börnin börðu líka lítils- háttar á auðvaldinu þarna uppi á senunni. Túlkurinn nefndi það reyndar „óvini fólksins" og að ballettatriðið sýndi, hvernig hinir litlu rauðu hermenn rækju óvini fólksins af hönd- um sér. Flest voru þessi ball- ettatriði mun friðsamlegri, svo sem: Hinir litlu rauðu hermenn mjólka kýr, og hinir litlu rauðu hermenn dansa slæðudans. Bömin tóku þátt í þessari sýn- ingu af lífi og sál. En þar sem ballett er ekki mín sterka hlið, læt ég útrætt um þetta atriði heimsóknarinnar. Eg vil aðeins geta þess, að enn á ný settumst við niður við langborð og okk- ur var borið grænt te í fönt- um, á meðan forstöðumaðurinn lét móðann mása á kínversku og túlkurinn snaraði jafnharð- an á sænsku. Allt leiðsögufólk og viðmæl- endur okkar voru tiltölulega ungar og dugnaðarlegar mann- eskjur, og verð ég að segja þeim til hróss, að ef hver einasta er- lend skipshöfn, sem sækir Shanghai heim, fær sömu við- tökur, þá vinnur þetta fólk svo sannarlega fyrir kaupi sínu. Börnin stóðu fyrir utan og klöppuðu ákaft, þegar við fór- um. Einnig hafði múgur manns safnazt utan við hliðið og virti okkur forvitnilega fyrir sér, er við ókum úr hlaði. Hvergi varð maður var við annað hjá fólk- inu en fyrst og fremst forvitni og vingjarnlegheit. Það var að- eins í ballettinum, sem Kín- verjar gerðust herskáir. Ef maður gefur sér tíma til að staldra við og horfa yfir all- an þennan aragrúa af fólki, sem þó er aðeins lítið brot af þjóðinni, hlýtur maður að við- urkenna, að sósíalisminn er við þess hæfi. í stuttu máli sagt er hér iðinn, starfsamur og vax- andi heimur í sköpun. En held- ur er hann litlaus, þunglama- legur og óskáldlegur fyrir minn smekk. Og þegar öllu er á botninn hvolft, þá er ánægju- legt til þess að vita, að maður tilheyrir aðeins smáþjóð og get- ur hvenær sem er óhikað geng- ið niður á næsta götuhorn og skammazt og rifizt við kunn- ingjana um pólitík hreint eins og maður hefur þol og vit til. Frekar missa allt en frelsið. ☆ SJALFSMORÐS- TILRAUN . . , Framhald af bls. 9. sig. Það er mjög óvenjulegt að konur grípi til slíkra ráða, þær nota fremur pillur. En það er eitt, sem konur ættu að íbuga, segir prófessor- inn, — og það er að tala þeirra kvenna, sem svipta sig lífi, hef- Ur stórlega aukizt við aukið jafnrétti. Sjálfsmorðstilraunir eru mörgum sinnum fleiri meðal kvenna. Það eru reyndar ekki til neinar tölur um þetta, þar sem fæst þessara tilrauna kom- ast í hámæli. Oft er þessum konum ekki ljós ástæðan til þess að þær taka til óyndisúr- ræða, oft er það flótti frá veru- leikanum og oftast eins konar áfrýjun, til eiginmanns eða ná- kominna ættingja, vinnuveit- anda eða vinar. Hættuástand skapast oft við hjúskaparslit og önnur álíka vandamál í sambúð. Oft er hægt að rekja ástæðuna fyrir því að tekið er til örþrifaráða til æskuáranna, — að einstakl- ingurinn, sem í hlut á, hafi allt- af haft tilhneigingu til að flýja vandamálin. Öryggi á uppvaxt- arárunum er ákaflega þýðing- armikið fyrir hvern einasta mann. Ég vil leggja áherzlu á þetta. Það er ekki krafizt neinna prófa til að verða for- eldrar! Foreldrar geta átölu- laust hlaupið hvort frá öðru og lifað lífinu eins og ekkert hafi skeð, en það kemur niður á barninu. GLEÐI EF SJÁLFSMORÐH) HEPPNAST EKKI! -—- Ef einhver hefur reynt sjálfsmorð, þá er það mjög mik- ilvægt að vandamálin séu tek- in til athugunar og reynt verði að hjálpa viðkomandi einstakl- ingi á sem raunhæfastan hátt, bæði með aðstoð sérhæfra manna og náungans kærleiki getur gert mikið gagn, ekki sízt þeim sem einmana eru . . . Ef sá sem gerir sjálfsmorðs- tilraun lendir á sjúkrahúsi, þá kemur sálfræðingur fljótt til hjálpar, jafnvel meðan á lífg- unartilraunum stendur, eins og t. d. þegar dælt er úr maga sjúklingsins, áður en sjúkling- urinn er fluttur á taugadeild. Nú orðið er ekki eingöngu hugs- að um að lífga frá dauðum, heldur líka að hjálpa einstakl- ingnum til að lifa lífinu. Og hvernig gengur það? Prófessorinn veit mikið um þá hlið málsins, bæði af eigin reynslu og rannsóknum ann- arra: — Flestir eru ánægðir yfir lífgjöfinni! Það eru ákaflega fáir, sem fremja sjálfsmorð síðar. Yfir 95% lifa og deyja á eðlilegan hátt. Já, margir eru jafnvel færari um að lifa lífinu á eftir, vegna þess að þeir hafa fengið hjálp til að horfast í augu við vandamálin. Það lítur út fyrir að Schop- enhauer gamli hafi haft á réttu að standa. VIB SITJUM HVERT A SÍNUM FJALLSTINDI — Það hefur sýnt sig að mjög fáir reyna sjálfsmorð, ef ekki er undankomumöguleiki fyrir hendi. Þeir eiga von á heim- sókn. nota fúna snöru eða synda ekki nógu langt út . . . Það er eins og þeir vilji fela sig örlögunum, því að í flest- 46 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.