Vikan


Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 39

Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 39
Já, strákur, mér finnst sem ég heyri ljóöiö og horfi á fólkiö: Þarna stendur kósakkinn meö bandóruna, gósseigandinn situr á teppinu, hann byrgir andlitiö og grætur, umhverfis stendur þjónustufólkiö og rekur oln- bogann hvert I annaö, Bogdan gamli hristir höfuðiö . . . Og þaö dynur i skóginum eins og núna, lágt og sorglega klingir band- úran, og kósakkinn syngur um húsfreyjuna, sem grætur yfir eiginmanninum tvan: Frúin grætur, frúin stynur yfir höföi herra tvans Safnast saman svartar krákur. A-ha, gósseigandinn hafði ekki skilið sönginn, hann þerraði tárin og sagði: ,,Nú, farðu að koma þér af stað, Roman! Karlar, stigið á bak hestunum! Og riddu með þeim, Opanas - nú hef ég fengið nóg af söngvum þinum . . . Þetta var gott kvæði, en þannig gengur það aldrei til hér i heimi eins og sungið er.” Hjarta kósakkans hafði mýkst við sönginn og augu hans voru móðu hulin. ,,Ó, herra, , herra,” sagði Opanas, „gamalt fólk segir, að sannleikann sé að finna bæði i söngvum og æfintýrum. Munurinn er sá, að i æfintýrum er sannleikurinn eins og járn: langa lengi velkist hann mann frá manni og er farinn að ryðga . . . En sannleikurinn i kvæði er sem gull, sem mölur og ryð fá ei grandað . . . Svo segir gamalt fólk! ” Gósseigandinn baðaði út höndunum. ,,Jæja, kannski er það svoleiðis i þinum átthögum, en hjá okkur er það öðruvisi . . . Farðu nú bara, Opanas, nú leiðist mér að hlýöa á þig.” Kósakkinn stóö andartak, þvi næst féll hann allt i einu til fóta gósseigandans. „Hlustaðu á mig, herra! Stigðu á bak hestinum og riddu aftur til húsfreyju þinnar, hjarta mitt segir mér illar fréttir.” En þá þaut gósseigandinn upp i reiöi og sparkaöi i kósakkann, eins og hann væri að sparka i hund. „Ræfill! þú ert ekki almenni- legur kósakki, þú ert kerling. Reyndu að koma þér burt, annars skaltu hafa verra af . . . Og hversvegna standið þið djöflar allir hérna? Er ég ekki húsbóndi ykkar lengur? Jæja, þá skal ég sýna ykkur nokkuð, sem jafnvel feöur ykkar hafa ekki séö for- feður mina gera.” Opanas reis á fætur eins og þrumuský og skipti augnaskotum viö Roman. Roman stóð aðeins til hliðar og studdist fram á byssu sina, eins og ekkert væri. Þá sló kósakkinn bandúrunni af öllu afli við tré - og hún hrökk i þúsund mola, og það fór stuna gegnum skóginn. „Djöfullinn i neösta helviti má reyna aö koma vitinu fyrir svona mann,” sagöi hann, „sem ekki þiggur ráð af góövild gefin . . . Þú þarft ekki lengur á trúum þjóni aö halda, herra.” Gósseigandanum vannst ekki timi til aö svara, hann snaraðist á bak og reið burt. Meðreiðar- sveinarnir fóru einnig á bak. Roman sveiflaöi byssunni á öxlina og fór sina leið, og um leið og hann fór fram hjá kofanum, hrópaði hann til Oksönu: „Láttu drenginn fara að sofa, Oksana. Það er timi til kominn. Búðu lika upp rúm fyrir gósseigandann.” Allir voru farnir af stað inn i skóginn, þessa hérna leið, og gósseigandinn gekk inn i kofann, hesturinn hans stóð bundinn við tréö. Rökkrið seig yfir, það dunaði i skóginum, regnúðinn var þéttur, já, alveg eins og núna . . . Oksana lagði mig á heyloftið og signdi sig . . . Ég heyrði að Oksana grét. A -æ, á þessum aldri skildi ég ekki mikið af þvi, sem gerðist i kringum mig. Ég hnipraöi mig saman i heyinu, hlustaði á stunur stormsins i skóginum og sofnaði. Allt i einu heyrði ég æpt við kofann . . . það var einhver, sem gekk að trénu og leysti hest gósseigandans. Hann frisaði og trampaði og hljóp inn i skóginn, og brátt dó hófadynurinn út . . . svo heyrði ég aftur hófatak færast i áttina að kofanum. Einhver hleypti upp að honum, stökk úr hnakknum og hljóp að glugganum: „Herra, herra!” heyröist gömul rödd Bogdans. „Hó, herra, ljúktu strax upp! Kósakkinn hefur eitthvað illt i hyggju, hann sleppti hestinum þinum lausum i skóginn.” Varla hafði Bogdan sleppt orðinu, fyrr en einhver hljóp á hann aftan frá. Ég heyrði eitt- hvaö detta og varð hræddur . . . Gósseigandinn hljóp út um dyrnar með byssu, en i anddyrinu greip Roman hann og fleygði honum til jarðar . . . Það rann upp fyrir gósseigandanum, að hann var kominn i slæma. klipu, og hann sagði: „Láttu mig vera, Roman! Hefur þú gleymt öllum vinar- brögðum minum við þig?" Og Roman svaraði: ,,Ég man vel hvað þú hefur gert mér konu minnar vegna. Nú ætla ég að endurgjalda þér það." Gósseigandinn hrópaði: ,,Gættu min, Opanas, tryggi þjónninn minn! Ég elska þig sem minn eiginn son." En Opanas svaraði: ,,Þú hefur rekið tryggan þjón frá þér eins og hund. Ijú hefur elskað mig eins og svipan elskar hrygginn, og nú elskar þú eins og hryggurinn elskar svipuna . . . Ég þrábað þig, - en þú vildir ekki hlusta . . .” Svo fór gósseigandinn að sárbiðja Oksönu: „Gættu min, Oksana, þú hefur gott hjartalag.” Oksana hljóp út og barði saman hnefunum: „Ég þrábað þig, herra, og varpaði mér fyrir fætur þér, og baö þig að hlifa mér sem ungri konu og smána mig ekki sem gifta konu. Þú hafðir enga meðaumkun, og nú biður þú sjálfur ... Æ, hvað á ég að gera?" „Frelsaðu mig," æpti gósseigandinn, „þið skuluð allir tortimast i Siberiu min vegna . . ." „Þú skalt ekki hafa áhyggjur af okkur, herra," sagði Opanas. Roman kemst út i mosa- þemburnar á undar fvlgdar- sveinum þinum, og ég er. þökk sé þér, einstæðingur, af höfði minu þarf ég ekki að hafa áhyggjur. Ég axla byssuna og fer út i skóginn, safna nokkrum hraustum mönnum saman. og þá kárnar gamanið . . . A nóttunm komum við út úr skóginum og höldum út á þjóðveginn. og lendum við á þorpi. höldum við rakleitt i gildaskálann. Hæ. Roman. hjálpaðu herranum á fætur, við skulum bera hans náð út i rigninguna." Gósseigandinn baröist um og hljóðaði. Roman urraði eins og björn, og kósakkinu þeytti háðsyrðum. Svo drógu þeir hann út. En ég Varð hræddur. hraðaði mér inn i kofann og hljóp til Oksönu. Hún sat þar á bekk - hvit sem lin . . . Meðan á þessu stóð hafði storminn hert i skóginum : Trén sörguðu mörgum röddum. vind- urinn vældi og eldingarnar leiftruðu. Ég sat hjá Oksönu a eldhúsbekknum. og þá heyrði eg allt i einu stunu i skóginum () o-o. svo kveinandi og þegar ég minn- ist hennar núna. verður mor þur.gt um hjartarætur. þott mörg séu árin siöan . . . „Oksana. min góða." spuröi og. hver getur það verið. sem stynur svona i skóginum?" Hún tók mig i fatig sér og vaggaði mér. „Soíðu." sagði hún. „það er enginn . . . það aðeins dynur i skóginum . . ." Já, það dunaði sannarlega i skóginum. ah. hvað hann dunaði Þegar við höfðum setið um stund, heyrði ég hvell eins og byssuskot. „Góða Oksana." sagði eg. „hver er að skjóta?" Og húti. auminginn. vaggaði mér og sagði i siíellu: „Vertu hægur. barn, þetta er 37. IBL'. VikAN t

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.