Vikan


Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 36

Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 36
heiminum. Já, þannig gekk það til'með mig, já, já! Nú, svo var það, að sveitin fór að hugsa: „Hvað getum við gert við drenginn? . . . Gósseigandinn fékkst við sama spursmálið.og þá kom Ramon skógarvörður út úr skóginum og sagði við bændurna: „Lofið mér að taka strákinn með mér heim i skógarskýliö, ég skal ala hann upp . . . þaö verður þá ekki eins einmanalegt fyrir mig i skóginum, og brauðið sitt fær hann . . .” Já, svona sagði hann þetta, og sveitin svaraði: „Taktu hann bara.” Þá tók hann mig með og siðan hef ég átt heima i skóginum. Þar fóstraði Ramon mig . . . En hvaöhann var skuggalegur útlits, sér var nú hvað! Tröll að vexti með svört augu, Qg svört var sál hans bak við tillitið, hann hafði lika eytt allri sinni ævi i skóginum. Fólk sagöi, að björn- inn væri sem bróðir hans, og úlfurinn eins og systkinabarn. Hann þekkti allar skepnur og hræddist þær ekki, en hann sniðgekk fólk og tók ekkert tillit til þess. Já svona var hann - það veit Guð! Þegar hann á stundum leit á mig, þá fannst mér sem köttur kitlaði mig i hnakka- grófinni með skottinu . . . Jæjæ, góðhjartaður maður var hann svo sem, þvi er ekki hægt að neita, hann annaðist vel um mig: Það var alltaf feiti i bók- hveitigrautnum, skyti hann önd, lagði hann hana lika á borð. Bezt er að hver njóti sannmælis, hann gaf mér riflega aö borða. Þannig bjuggum við báðir tveir. Ramon fór til skógar og lokaði mig inni i varðskýlinu, svo að villidýrin ætu mig ekki. Og seinna fékk hann sér konu, Oksönu. Gósseigandinn gaf honum hana. Hanngeröi boðeftir Roman og sagði við hann: „Giftu þig, Romasý! ” Fyrst svaraði Roman: „Hvern fjandann á ég að gera með konu? Til hvers ætti ég að hafa konu i skóginum, ég hef strákinn hjá mér? Nei,” sagði hann, „ég vil svei mér ekki gifta mig!” Hann var heldur ekki vanur að umgangast stúlkur, það er lóöið! Nú, en gósseigandinn hafði lika bein i nefinu . . . Þegar ég minnist hans, drengur, hugsa ég meö sjálfum mér, að svoleiöis fólk er ekki lengur til - nei, nú þekkjast ekki slikir gósseigendur - þeir eru útdauðir . . . Jæja, svo ég taki dæmi: þú segist nú lika vera af heldra fólki,kominn . . . kannski er það lika satt, en þess fremur vantar þig það . . . það rétta . . . þú ert bara eins og hver annar strákur og ekkert annað. En hann var ósvikinn þessi, einn hinna horfnu . . . ég skal segja þér nokkuð: það kemur fyrir i heimi hér, að mörghundruð manns óttast einn mann, og hvernig! Littu á, strákur, littu á valinn og kjúklinginn: báöir eru úr eggi komnir, en valurinn stefnir upp á við, aha! Varla lætur hann heyrast svo i sér uppi i loftinu, að ekki aðeins kjúklingarnir heldur einnig gamlir hanar taka til fótanna aftur og fram . . . þvi að valurinn er aðals-fugl, en hænsnin eru bara skríll. Ég man frá þvi að ég var smádrengur, aö um það bil þrjátiu filefldir bændur voru að aka stórvið úr skóginum. Góss- eigandinn kom riðandi á hestinum sinum og sneri upp á yfirskeggið. Hesturinn dansaði undir honum og hann leit stoltur I kringum sig. Ih! Ekki höfðu bændurnir fyrr komið auga á hús- bóndann en þeir fóru að hlaupa um allt, keyra eykin út I snjóinn og rifa af sér skinnhúfurnar. A eftir áttu þeir I miklum erfið- leikum að draga timbrið upp úr snjónum, en gósseigandinn reið áfram, - já, þarna getur þú séð, bara af þvi að honum einum fannst vegurinn vera of þröngur. Hleypti hann aðeins i brýnnar, urðu bændurnir hræddir, en hlæi hann - urðu allir kátir, setti hann upp fýlusvip - þá urðu allir gneipir. Næstum enginn þorði að setja sig gegn vilja húsbóndans. Ramon var eins og áður segir alinn upp i skóginum og kunni ekki rétta hegðun, og gósseigandinn reiddist honum heldur ekki. „Ég vil,” sagöi hann, „að þú giftir þig - af hverju - veit ég bezt sjálfur. Farðu með Oksönu.” „Nei, ég vil það ekki,” svaraði Ramon, „ég þarf ekki á neinum aö halda, jafnvel ekki Oksönu. Fjandinn má giftast henni, en ekki ég . . . það vantaði nú bara! ” Gósseigandinn skipaði að sækja hnútasvipu, og þegar Ramon hafði verið lagður til, spuröi gósseigandinn hann: „Viltu giftast, Ramon?” „Nei,” svaraði hann, „það vil ég ekki!” „Látið hann hafa vel úti látið á hrygginn,” sagði gósseigandinn. Og það var ekkert smáræöi, sem hann fékk, og þó að Ramon væri hörku karl, varð honum þetta þó um megn. „Hættið,” sagði hann, „nú er nóg komiö! Vildi að fjandinn tæki hana! Þvi á ég aö þola þetta vegna einnar konu. Færiö hana hingað, ég skal giftast!” Opanas Schwidski, hesta- sveinn, átti heima á garði góss- eigandans. Hann kom einmitt þar að sem þeir voru að þvinga Roman til að gifta sig. Þegar hestasveinninn heyrði um óhamingju Romans - kastaöi hann sér fyrir fætur góss- eigandans og kyssti þá . . . „Náðugi herra,” sagði hann, „þvi að vera aö pina hann? Ég skal heldur giftast Oksönu orðalaust ...” „Nú, þessi þarna vill sjálfur giftast henni! Þvllikur gæðamaður, það er nú meira!” Roman var kátur og brosandi. Hann stóð upp fór i buxurnar og sagði: „Það er gott. Bara að þú heföir komið dálitiö fyrr, maður minn! Svona er húsbóndinn alltaf! . . . Hversvegna ekki fyrst að spyr- jast fyrir, hverjir kæra sig um að giftast, i staðinn fyrir að ráðast strax á einhvern. Er slik hegðun,” spurði hann, „eins og kristnum manni sæmir? Foj!” Jæja, ennþá lét hann ekki undan siga fyrir góss- eigandanum, slikur harðjaxl var Roman. Þegar hann varö reiður fyrir alvöru - pá var ekki gott að koma of nærri honum, jafnvel þó að sjálfur húsbóndinn ætti I hlut. En sjáðu til, húsbóndinn var klókur. Hann hafði dálitið annað i huga, hann skipaði, að Roraan skyldi aftur lagður á jörðina. „Heimskinginn þinn,” sagði hann, „ég vil aðeins það sem þér er fyrir beztu, og þá ertu hort- ugur. Þú býrð aleinn eins og björn i hýði, og það er til litils aö heimsækja þig . . . Bætið nokkrum köggum við þennan bjána, þangað til hann fer að öskra: Byrjið! Og þú, Opanas, þú skalt hypja þig til ömmu and- skotans. Þér var ekki boðið til veizlunnar, svo þú skalt ekki setjast við borðið, þú sérð þó hvaða veitingar Roman fær. Þin bfður slikt hið sama.” En nú varð Roman reiður að marki. Hann var vandlega hýddur, þvi i gamla daga - veiztu - kunnu menn réttu handtökin á svipunni, Roman lá og vildi ekki segja: Þetta er nóg. Hann hélt lengi út, en loks hrópaði hann þó: „Pabbi hennar getur ekki reiknað með, aö kristinn maður sé kvalinn svona vegna konu og það án þess að telja svipuhöggin. Þetta er nóg. Guð gefi að hendur ykkar visni, þið handbendi djöfulsins. Fjandinn hefur kennt ykkur handtökin á svipunni! Haldið þið aö ég sé kornbindi, fyrst þið þreskið mig á þennan hátt. Ef svo er, þá gifti ég mig heldur.” Gósseigandinn hló. „Jahérna,”sagöihann, „svona á að hafa það! Ef þú átt eitthvað erfitt með að sitja I brúðkaupinu, þá kemur þar á móti að þú getur dansað þeim mun meira . . .” Gósseigandinn var háðfugl, svo ekki sé meira sagt, skemmtilegur maöur, ekki satt? Enseinna henti hann verulega andstyggilegt, Guð gefi að hverjum kristnum manni verði hlift við sliku. Kannski þorir maður ekki einusinni aö óska Gyöingi þvfliks . . . Já, það er nú meining min . . .” Svona var Roman giftur. Hann fór með ungu konuna sina út i vaktskýlið, og fyrsta kastið var hann uppi með skammir við hana og ásakaði hana fyrir svipu- höggin, sem hann hafði fengið: „Þú ert ekki þess virði,” sagöi hann, „að maður sé pindur á þennan hátt þin vegna.” Þegar Roman kom heim úr skóginum var hann vanur að reka hana út úr kofanum: „Farðu bara! Ég vil ekki hafa neinn kvenmann hérna inni. Ot með þig! Ég þoli ekki aö kona sofi hérna hjá mér i kofanum. Það gerir vont loft,” sagði hann. Æ - æ! Nú, en smám saman lét hann undan. Oksana þreif kofann, hreinsaði eldunarilátin og raðaði þeim á hilluna, allt var skinandi hreint svo að unun var á að horf.a. Roman sá, að hún var dugleg húsmóðir - og smám saman vandist hann henni. Já, hann vandist henni ekki aðeins, strákur, hann fór að elska hana, svo sannarlega er ég ekki að ljúga. Þannig fór fyrir Roman. Að lokum, er hann hafði fengið ást á henni, sagði hann: „Nú, gósseigandinn hefur kennt mér góða lexiu. Ég var nógu vitlaus, hvað ætli ég hafi fengið mörg svipuhögg, og eins og ég lit núna á málin, hef ég ekkert við það að athuga, þvert á móti, var þetta mér mátulegt.” Þannig gekk það. Svo leið nokkur timi, ég veit ekki hvað langur. Oksana lagðist á bekkinn og fór að stynja. Um kvöldið varð hún veik, og þegar ég vaknaði um morguninn, heyrði ég eitthvað umla veikri röddu. Aha, hugsaði ég - það er liklega fætt barn. Og það var tilfellið. Barnið lifði ekki lengi, aðeins frá morgni til kvölds. Um kvöldið hætti það að umla, og Oksana fór að gráta en Roman sagði: „Um barnið þarf ekki að hugsa meira, og fyrst að það lifir ekki, er engin ástæða til að sækja prestinn. Viö skulum grafa það undir furutrénu.” Þannig mæltist Roman, og hann lét ekki sitja við orðin tóm, heldur framkvæmd I verki: hann gróf litla gröf og jarðaði barniö. Littu þangað sem gamli tréstubburinn stendur, sem eldingin brenndi. Það er sama furutréð, sem Roman gróf barnið undir. Veiztu strákur hvað ég ætla að segja þér: ennþá flýgur þar litill fugl og flautar, þegar sól er gengin til viðar og kvöld- stjarnan blikar yfir skóginum. Ah, söngurinn sem þessi smáfugl syngur sker mann i hjartaö. Þaö er óskirð sál, sem krefst sins kross. Sagt er að hinir lærðu, sem lesa á bækur, geti veitt slikum sálum frið, svo að þær hætti að flögra um kring . . . já, við eigum heima hérna I skóginum og vitum ekki neitt. Smáfuglinn flýgur um 36 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.