Vikan


Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 51

Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 51
Vorið 1920 lágu þeir Knud Ras- mussen Grænfaldsfari og Peter Freuchen landkönnuður og rithöf- undur á skipi sínu „Disko“ í God- havn á Grænlandi. Fengu þeir þá heimsókn af Græn- lendingnum Karl Thygesen, sem var dönskumælandi. Hann tjáði þeim félögunum að hann mundi heimsækja Danmörku þá um sumarið. „Þá verður þú að koma til mín út til Hundested,“ sagði Rasmussen, „og þá skait þú fá þrjá daga, sem þú munt aldrei gleyma." „Komdu því næst til mín út á Emehöje,“ sagði Peter Freuchen, „og þú skalt fá hjá mér þrjá daga, sem þú aldrei getur munað eftir!“ OoO Ungur maður í einkennisbúningi Hjálpræðishersins var á leiðinni til Innvernes, sem er neðarlega í Skot- landi. Á móti honum í klefanum sat gamall Háskoti, er horfði á hinn unga hermann forvitnum augum. — Loks stóðst sá gamli ekki mátið og spurði: „Hvaða herdeild tilheyrir þú, ungi maður, ég minnist ekki að hafa séð þennan einkennisbúning fyrr.“ „Ég er í Hjálpræðishernum," sagði ungi maðurinn, „og er á leið til Innvernes til að berjast við djöfulinn. —- Því næst berst ég við hann í Aberdeen, svo í Edinborg og svo áfram.“ „Þetta líkar mér,“ hrópaði gamli Skotinn og lyfti sér í sætinu. „Bara hrektu djöfulinn suður á bóginn -— en skildu ekki við hann fyrr en hann er kominn alla leið yfir til Englands!" OoO Fjórir Skotar og einn íri fóru eitt sinn í skemmtireisu til Parísar. Þeir fengu sér hressingu á einum af hin- um mörgu útiveitingahúsum. Allt í einu segir einn Skotinn: — Ég borga allt saman. Félagarnir urðu undr- andi, en daginn eftir stóð í Parísar- blöðunum: „Hörku slagsmál! Ofsareiður Skoti réðist með barsmíð á írskan búk- talara.“ VÍSIR flytur nýjar fréttir. Vísiskrakkarnir bjóða ] fréttir sem skrifaðar yoru 2 'á klukkustund fyrr. VÍSIR fer í prentun kl. hálf-ellefu að morgni

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.