Vikan


Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 9

Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 9
Mjög fáir reyna sjálfsmorð án þess að hafa möguleika á að lifa það af - láta örlögin ráða. Það eru fleiri karlmenn, sem deyja, en „jafnréttið“ hefur jafnað þetta, svo að nú eru það álíka margar konur sem fremja sjálfsmorð í stórborgunum. En það eru miklu fleiri konur sem gera sjálfsmorðsTILRAUNIR . . . Hér fer á eftir' úrdráttur úr viðtali við dr. med. Nils Retterstöl, pófessor við Neevegaarden-sjúkrahúsið í Bergen en hann hefur manna mest unnið að vandamálum taugasjúklinga og eiturlyfja- neytenda og skrifað um það margar ritgerðir og bækur. f Noregi deyja álíka margir fyrir eigin hendi og í umferðarslysum ... uð vel, segir prófessorinn. — Við vitum að það er nokkuð algengt hjá háttsettu fólki, fólki, sem hefur mikla ábyrgð og býr við mikið taugaálag og á hinn bóginn meðal þeirra sem búa við aumust kjör. Það er greinilega meira um sjálfsmorð í borgum en í sveit- um, meira um þau meðal.ein- hleypra en fjölskyldufólks og fleiri meðal þeirra sem eru sjúkir andlega eða líkamlega og greinilega eru sjálfsmorð al- gengust meðal drykkjusjúklinga og eiturlyfjaneytenda. Þar sem færri sjálfsmorð eru meðal giftra en ógiftra, mætti ætla að félagsskapur sé mönnum mik- ils virði, en einhleypir geta haft gömul vandamál og eru einmitt ógiftir þeirra vegna. Sjálfsmorð eru óalgeng með- al barna, en frá kynþroska- skeiði og fram eftir aldri eykst fjöldi sjálfsmorða fram undir 40—50 ára og tíu árum síðar hvað karlmenn snertir. Þar verður aftur á móti hlé fram undir 70 ára aldur. Áður og fyrr var fjöldi sjálfsmorða á elliárum miklu tíðari en nú og það bendir til að ellitrygging- ar hafa eitthvað að segja, þótt þær séu gallaðar á mörgum sviðum. KARLMENN FRAMKVÆMA FREKAR SJÁLFSMORÐ, EN KONUR GERA FLEIRI SJÁLFSMORÐSTILRAUNIR — Við skulum athuga svo- lítið 50—60 ára aldursstig karl- manna, þá koma oft í ljós lík- amlegar þjáningar, sem margir halda að séu ólæknandi og eru það kannski. Og eftir því sem árin líða bætast oft sálræn vandræði ofan á. Það geta ver- ið heilasjúkdómar, sem orsaka ellihrumleika, ofnotkun áfeng- is eða óhóflegt pilluát og alls- herjar öryggisleysi. Það að þessi einkenni geri vart við sig tíu árum fyrr hjá konum, þrátt fyrir hærri með- alaldur, er ekki eingöngu að kenna breytingaskeiðinu, held- ur líka breyttum lifnaðarhátt- um. Konan hefur fram að þessu haft jafnvel of mikið að gera, en skyndilega er hún orðin ein, stundum í sambúð við alltof störfum hlaðinn eiginmann. Hún hefur alls ekki búið sig undir slíkar breytingar, hefur ekki hugsað fyrir nýjum við- fangsefnum, nýju starfi eða áhugamálum. Karlmenn framkvæma sjálfs- morð á annan hátt en konur, oftast grípa þeir til að skjóta Framhald á hls. 46. 37. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.