Vikan


Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 32

Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 32
KONAN í SNÖRUNNI FRAMHALDSSAGA EFTIR BRUCE GRAEME FJÓRÐI HLUTI Auðvitað hafði hún hitt Vilmaes á þessum gönguferðum sínum, sem gestgjafinn hafði talað um. En hversvegna þetta pukur? Hversvegna gat hún ekki hitt hann svo allir sæju? Að þessu loknu fór Everley til White, sem leigði út bifreiðar og fann þar manninn, sem hafði ekið sjúkravagninum. Hann mundi vel eftir þvi, þegar hann hafði ekið stúlkunni til að lita á húsið. Það var 24. júni. Hún hafði leigt sér bilinn fýrir siðari hluta dagsins, og fengið hjá honum skrá yfir nokkur hús, sem hún ætlaði að skoða. Seinast höfðu þau skoðað Wargrave House, og stúlkunni virtist litast betur á þaö en þau, sem hún hafði þegar skoðað. — Af hverju haldið þér þaö? — Af þvi að hún stóð þar við miklu lengur en nokkursstaðar annars. Ég beið með bilinn niðri á brautinni og man, að ég var farinn að undrast um hana. Liklega hefur hún verið allt að þvi klukkutima. En ef til vill hefur henni litizt bezt á landið kring um húsið, þvi að hún var ekki mjög lengi inni, en hinsvegar var hún lengi að hringsóla allt i kring, og mér sýndist hún vera með kort i hendinni. Þegar hún kom aftur, sagði hún, að það væri verst, hve húsiö væri hrörlegt. Everley hugsaði með sjálfum sér, að stúlkan hefði leikið þennan uppgerðarleik sinn út i æsar. Hafði hún ætlað sér eitthvaö sérstakt með húsio, þrátt fyrir allt? Hafði hún verið að leita að einhverjum afskekktum stað, þar sem hún gat hitt Vilmaes i laumi? Væri svo, gat hún ekki fundið heppilegri stað en þetta hús, sem var afskekkt og alræmt fyrir draugagang, svo að allir forðuðust það. Hann var að hugsa um þetta á leiðinni til umboðsmannanna fyrir húsið, Morley & Briggs. 7kafli. Þegar Everley kom þangað, var honum visað inn I einka- skrifstofu annars eigandans, hr. Briggs, sem var nú annars einka- eigandi, þvi að félagi hans, Morley, var ekki lengur .i lifenda tölu. Hr. Briggs var stór maður og ræðinn, og aðalatvinna hans var að selja kvikfénað á upp- boðum, á markaðnum i Waldhurst. Af þvi stafaði þaö, að röddin var glymjandi, og hann virtist ekki kunna tök á að draga neitt úr henni, jafnvel inni I sinni eigin skrifstofu. — Geriö þér svo vel, fulltrúi! öskraðihann, er hann sá Everley. — Hvað er nú á seiði? Hefur einhver verið að flytja grisina i leyfisleysi? Setjizt þér niður og segið mér, hver syndaþrjóturinn pr’ — 1 þetta skipti er’nú ekki um svin að ræða, svaraði Everley, — heldur ætlaði ég að tala um þá hliðina af verzlun yðar, sem snertir útleigingu á húsium. Hr. Briggs hló, svo að glumdi i gluggarúðunum. — útleigingu? Þaö virðist ekki vera i yðar grein, fulltrúi! Segið mér ekki, að þér ætlið aö fara að segja af yður og setjast i helgan stein! Sé svo, þá hef ég fullt af litlum, þægilegum húsum handa yður. — Onei, ekki ætla ég nú að fara aösegja af mér. Og, okkar I milli sagt, ætla ég að setjast að annars- staöar, þegar þar að kemur. Ég ætlaði að leggja fyrir yður nokkrar spurningar. 1 fyrsta lagi: Þér hafið með að gera þetta svokallaða Wargrave House i Moreby? Hr. Briggs gretti sig. — Já, þvi miður, og litur út fyrir, að við ætlum að sitja uppi meö þaö stundarkorn enn. Húsið hefur einkennilegt orð á sér, svo að það litur ekki vænlega út með að leigja það. Þér hafið væntanlega ekki leigjanda handa mér? — Það er ég hræddur um ekki, sagði Everley og brosti við. — Þessháttar fólk kemur ekki til min. En mér þætti gaman að vita, hvort margir hafa spurt um það, uppá siðkastið? Hr. Briggs yppti öxlum. — Svona álika og vant er. Það er sumt fólk, sem gerir ekki annað, allt sitt Hf, en líta á hús, sem þaö ætlar sér ekkert með. Undarleg skemmtun, finnst yöur ekki? Við höfum lofað fólki að skoða það, öðru hverju, en meö engum árangri. Og ég get vel sagt þaö við yður, að húsið er ekki þannig, aö það gangi i augun á fólki. — Þvi gæti ég vel trúað, eftir þvi, hvernig mér lizt á það. Þér létuð sýna það stúlku, að nafni ungfrú Bartlett, fyiir nokkru, var ekki svo? — Það hefur sjálfsagt veriö, að minnsta kosti kannast ég við nafnið. En það get ég séð undir eins. Hann greip bók og fletti upp Ihenni. — Hér hef ég nöfn þeirra, sem ég hef látið sýna það. Jú, rétt, ungfrú Bartlett, sem hélt til I „Hafgúunni”. Það var 24. slöasta mánaðar. Og ég man eftir stúlkunni. Hún kom hingað og sagðist vilja lita á hús hérna i nágrenninu. Við sendum hana á nokkra staði en höfum ekkert heyrt frá henni siðan. — Og gerið ekki héðan af, bætti Everley við. — En það var ekki aöalatriðið. Nú skilst mér, að i svona tilvikum ljáið þér hlutað- eiganda lykilinn að hliöar- dyrunum, um leið og þér gefiö honum seðil upp á að skoða húsið. Þeir opna svo sjálfir fyrir sér, og skila yður svo lyklinum þegar þeir hafa lokið þvi. Er þaö ekki rétt? Briggs leit á fulltrúann, tor- trygginn. — Það er eins og þér hafið verið aö tala við heiðurs- konuna, frú Chad, sagði hann. —■ Jú, þessu er þannig variö, og frú Chad gengur þarna um daglega, og úr þvi að ekkert er i húsinu, sem stoliö verði. sé ég ekkert athugavert við að haga þessu svona. En hversvegna eruð þér að spyrja að þessu öllu? — Þaö skal ég segja yður eftir andartak. Ungfrú Bartlett skilaði aftur lyklinum, var ekki svo? — Hún kom nú ekki með hann sjálf, heldur bílstjórinn, sem ók henni þangað. Það er einn, sem vinnur á stöðinni hjá White. — Svo aö lykillinn hefur þá verið hérna I skrifstofunni eftir 24. júni? — Já, ég trúi ekki öðru, sagði Briggs, sem var farinn aö þreytast á þessu. — Þið eruð þráir, þessir lögreglumenn. Ég skal sýna yður lykilinn, ef þér viljið. Hann gekk að snága þar sem hékk mikiö safn af lyklum, og var hver lykill merktur með spjaldi. — Hér á hann einhversstaðar að vera. Ég þekki hann meira að segja — hann er svo stór og luralegur. Það er undarlegt, hvernig þessir lyklar geta stundum falið sig . . . . Hr. Briggs fór aftur yfír merki- seðlana og gremjusvipur kom á andlit hans. — Hver fjandinn hefur orðið af lyklinum? sagöi hann. — Ég g(flt svarið, aö ég hengdi hann hérna, þegar náunginn skilaði honum. Nú hefur einhver-af þessum djöflum hérna á skrifstofunni glopraö honum einhversstaðar . ., . Nei, númanég: Lykillinn hefur veriö léður út, siðan ungfrú Bartlett fékk hann. Það brá fyrir glampa I augum Everleys. — Hafa fleiri fengiö hann? spurði hann meö ákafa. — Það skal ég segja yður á svipstundu. Ég ætla að ná I bókina aftur. Já, hér getiö þér sjálfur séð. Hinn 3. júli hefur hann veriö léður manni, sem heitir Hewlett og heimilisfangið er The Boltons, London SW.10. Ég var alveg búinn að gleyma þvi. Og hann hefur aldrei skilað honum aftur. Ég verö að skrifa honum' undir eins. Heppni.aðþér minntuð mig á það. Það er hálf- kjánalegt að hafa engan lykil ef einhver kemur að lita á kofann. — Vitiö þér ekkert nánar um þennan Hewlett? spurði Everley. — Sama og ekkert. Hann kom 32 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.