Vikan


Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 12

Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 12
( Smásaga eftir Vladimir Koroienko Nú skal ég segja þér, hvað hérna hefur gerzt, i þessum skógi. Það var einu sinni á þessum stað fyrir langa löngu, ég man það rétt eins og áraum, og þegar dynur skógarins eykst, þá man ég allt. Ef þú vilt, skal ég segja þér það ... Myndskreyting: Sigurþór Jakobsson. Þýðing: Halldór Stefánsson Það fór alltaf jafn og langdreginn dynur um þennan skóg, eins og bergmál af fjarlægum klukknahljómi — hægur óráðinn, blíður söngur án orða, óljós minning fjarlægrar fortiðar. Alltaf. hljómaði þessi dynur, og þetta var gamall ógreiðfær skógur, sem ennþá var ósnortinn af sögum trjávöru- kaupmannanna og öxum. Háu aldagömlu furutrén með gildum rauðbrúnum stofnum stóðu sem dökkur her, samanfléttuð með grænum toppum. Undir greinunum rikti kyrrð og ilmur af viðarkvoöu, uppúr greninálunum, sem þöktu jarðveginn uxu ljósir burknar, sem breiddu gróskumiklir Ur sér i furðulegum þyrpingum og stóðu óhagganlegir án þess aö sproti hreyfðist. t rökum afkimum teygðu græn grösin stilka sina og þungir knúppar hvitsmárans drupu magnvana höföi. En fyrir ofan dunaði án afláts i krónum nálatrjánna og dynurinn lék um þennan gamla skóg. Það var likt og þessi dynur ykist að dýpt og styrkleika. Ég reið eftir skógarstig, og þótt ég sæi ekki til himins, fann ég, eftir þvi sem myrkviðið óx, hvernig þung skýin hronnuöustyfir trjá- toppunum. Það leið á daginn. Milli trjástofnanna blikuðu við og viö’ geislar hnigandi sólar, en i þykkninu rikti rakur sortinn. Það var aö ganga I óveöur. Bezt var að hætta veiöum og koma sér i skjól áður en veðrið skylli á. Hesturinn minn tróö berar rætur undir hófum sér, frisaöi og sperrti eyrun og hlustaði á hvellt bergmál skógarins, og flýtti förinni I átt til skógarvarðarhússins. Hundur gelti. Við leiftur i skóginum komu kalkaðir veggirleirkofans i ljós. Blá reykj- arsúla hvarf i laufþykkniö fyrir ofan, skakkur kofinn með tjásulegu þaki stóð I skjóli rauðra stofna, likt og vaxinn upp úr jörðinni og bein og tiguleg furutrén blöktu yfir þaki hans, I miöju rjóðrinu stóð þyrping ungra eikartrjáa þétt saman. Hérna búa hinir venjulegu leiðsögumenn á veiðiferöum minum - skógarveröirnir Zachar og Maksim. En það litur ekki út fyrir að þeir séu heima, þar eð enginn kemur út úr kofanum þrátt fyrir gelt stóra hjarðhunds- ins. Einungis afinn gamli með gráa skeggið og beran skallann situr á torfgarðinum og fléttar bastskó. Skeggið lafir alla leið niður aö belti, augun blika fjarræn eins og hann sé aö reyna að rif ja upp eitthvað, sem hann man ekki. „Gott kvöld, gamli minn! Er nokkur heima?” ,,Æ — æ! ” Gamlinginn hristi höfuðið. „Hvorki Zaehar eða Maksim eru heima, og Motrja er úti i skógi að leita að kúnni . . . hún hefur hlaupið eitthvað - kannski björninn hafi tætt hana i sig . . . þannig er það nú, nei, það er enginn heima! „Þáð gerir heldur ekkert. Ég ætla að setjast niður hjá þér og biða.” „Já, biddu hérna,” gamlinginn kinkar koili og meðan ég bind hestinn við grein, virðir hann mig fyrir sér með daufum, hálfluktum augum. Sýnin bregzt honum og hendurnar skjálfa. „Hver ert þú, strákur?” spyr hann mig þegar ég sezt hjá honum á torfvegginn. Að þessu spyr hann mig alltaf i hvert sinn sem ég kem. „Oh, já, nú veit ég það,” segir gamlinginn og heldur áfram að flétta bastskóinn. „Mitt gamla höfuð er eins og hrip, það heldur engu lengur. Ég man bara þá, sem eru dauðir - já, þá man ég vel! En ég gleymi alltaf þeim sem siðar komu . . . Ég hef lifaö of lengi hérna i heimi,” „Þú hefur búið alllengi hérna i skóginum, afi?” „Já, mjög lengi, ég er ekkert reifabarn. Ég var meira að segja hérna þegar fransararnir komu og herjuðu á land za rsins. Þá hlýtur margt að hafa borið fyrir þig, sem þú getur sagt frá.” Gamlinginn horfði forviða á mig. „Hvað skyldi hafa borið fyrir mig? Ég hef kynnzt skóginum, Framhald á bls. 34. 12 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.