Vikan


Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 48

Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 48
um tilvikum er lífslöngun fyr- ir hendi, segir prófessorinn og heldur svo áfram: — En við skulum ekki skella við skollaeyrum, ef einhver talar um að svipta sig lífi. Margir af þeim, sem fremja sjálfsmorð, hafa látið á sér heyra eitthvað í þá veru áður. Nú fá læknar meiri þjálfun í að skyggnast bak við sjúkdóm- ana, bak við líkamlegar þján- ingar. Margir taugasjúklingar fá bót meina sinna, án lyfja, aðeins með því að tala um vandamál sín við lækninn. Og á því sviði getum við líka hjálpað hvort öðru. Reyndar erum við verr sett en forfeður okkar, sem höfðu tíma til svo margs, nú hefur enginn tíma til neins. Prófessorinn hefur margt að segja um eiturlyfjaneyzlu og hefur áhyggjur af aukinni notkun vanabindandi lyfja. ekki síður en eiturlyfjaneyzlu. Hann er þessum málum kunn- ugur og veit öðrum fremur að pillur og eiturlyf leysa ekki lífsvandamálin. Það eru ýmsar leiðir til að ánetjast. Hipparn- ir halda sig yfirleitt í hópum og ná í eiturlyf á ólöglegan hátt, en góðborgarar, sem ekki bera nein merki eiturlyfja- neyzlu, fá sínar pillur gegn lyf- seðli. Hvorttveggja getur leitt til ofnotkunar og orðið vana- bindandi. Hver á sökina? Enginn einstaklingur, við er- um öll ábyrg! Prófessorinn segir að nú orð- ið séu það fleiri, sem halli sér að pilluglasinu en vínflösk- unni. Efnin og eiturlyfin eru margvísleg og það má skipta þeim í 7 mismunandi hópa, allt frá vægum svefntöflum til morfíns og LSD. HASS ER HÆTTULEGRA EN MARIJUANA — Við getum tekið til athug- unar tvö þessara efna: Annars vegar cannabis, sem dreift er og notað á ólöglegan hátt og á hinn bóginn róandi pillur og létt svefnlyf, sem fást gegn lyf- seðli og nú eru, í æ ríkari mæli, orðin huggun þeim, sem vilja leyna hugarástandi sínu, bak við glaðlegt andlit. — Þegar fólk lætur í ljós ólíkar skoðanir á cannabis, þá er það ekki sízt vegna þess að þar er ekki talað um sama efni, segir prófessorinn. — Nú vitum við miklu meira um þetta, þar sem tekizt hefur að aðgreina efnin og þá sýnir það sig að þau eru ákaflega mismunandi: Amerískt mariju- ana er ekki líkt því eins hættu- legt og það hass. sem flutt er til Norðurlanda frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Marijuana er aðallega safi úr blómum cannabisplöntunnar, en hass er harpix og að minnsta kosti fimm sinnum sterkara. Svo það er ekki lengur hægt að líta á hass sem skaðlaust efni. -—• Cannabisvandamálið kom okkur á óvart, við vorum ekki viðbúnir og vorum lengi að átta okkur, en nýjar rannsókn- ir hafa komið okkur nokkuð til hjálpar. Okkur er líka ljóst að aðalhættan er fólgin í því að þeir sem neyta þessara efna, sem talin eru tiltölulega hættu- laus, fara mjög fljótlega að neyta annarra og margfalt hættulegri efna, eins og hero- ins, morfíns og LSD. „TAUGAPILLUR" í LYFJA- SKÁPUM OG HANDTÖSKUM Það leið líka langur tími þangað til læknum var almennt Ijós sú hætta sem fólgin var í notkun róandi lyfja, sem álitin voru skaðlaus, en reyndust vanabindandi. Fyrst barbituröt- in, sem notuð hafa verið síðan árið 1902. Notkun þeirra e’r orðið vandamál. Svo tók mepro- bamatið við og varð mikið í tízku. Það leið þó nokkur tími þangað til það var Ijóst að sú „huggun“ gat líka haft alvar- legar afleiðingar. En síðan 1965 hefur það verið aðallega bensodiasepinin, sem tíðast finnast í lyfjaskápum og hand- töskum, segir prófessorinn. — Það er fyrst nú, sem ver- ið er að gera ráðstafanir til þess að bensodiasepinlyfin séu tekin af þeim lista sem sjúkra- samlögin greiða niður í Noregi (og víðar). Þessar pillur eru nú seldar á svörtum markaði og eru mjög dýrar. HAFA ÞÁ ÞESSAR LETTU TAUGAPILLUR NOKKUR ÁHRIF ÖNNUR EN AÐ VERKA RÓANDI Á FÓLK? ERU ÞÆR KANNSKI ÞAÐ SVÆFANDI AÐ FÓLK, SEM NEYTIR ÞEIRRA, GETI VER- IÐ HÆTTULEGT f UMFERÐINNI? — Já, en það hefur áfengi líka. Það er eins með pillurnar og áfengið, ef neytt er of stórra skammta og það lengi að það verði vanabindandi. En þótt þessi efni séu vanabindandi, þá er ekki þar með sagt að við ættum ekki að nota þau. Þess- ar róandi pillur hafa sannar- lega rétt á sér, þegar á þarf að halda og sé þess vel gætt að þær séu notaðar á réttan hátt. Og þegar talað er um sterk- ari taugalyf, sem notuð eru handa geðsjúku og taugaveikl- uðu fólki, þá er um að gera að farið sé nákvæmlega eftir fyrir- mælum læknis, sem sagt not- að rétt magn á réttum tíma. Læknar verða oft að láta að- standendur hafa þessi lyf und- ir höndum og gæta þess að þau séu tekin reglulega. Það er fyrst, þegar farið er að taka of stóra skammta, sem hættan vofir yfir, hætta á því að eiturlyfjanautnin nái yfir- tökum. En því miður, þá eru alltof mörg brögð að því að leggja verði inn á sjúkrahús fólk, sem misnotar hinar svo- kölluðu „léttari" taugapillur, fólk sem er orðið háð þeim, bæði andlega og líkamlega. Margir vísindamenn halda því fram að þessi svoköll- uðu léttari taugalyf séu jafn- vel hættulegri en morfín, vegna þess að svo erfitt reynist að hafa upp á þeim, sem eru háð- ir þeim! — Efni, sem leiða til mis- notkunar, hafa ýmislegt sam- eiginlegt: þau auka nautnatil- finningar, notakennd, styrk — eða ró og þægilega slökun. Yf- irleitt er þetta flótti frá dag- legum vandamálum. Ef litið er á ástæður til eitur- lyfjaneyzlu, þá eru þær yfir- leitt þær sömu og þær sem leiða til ofdrykkju. Mismun- urinn er líklega aðallega í því fólginn, hve auðvelt er að ná í þessi efni og að hvaða leyti þau eru viðurkennd af samfé- laginu. Það er þægilegra að bera á sér pilluglas og sígar- ettur en að burðast með flösku af áfengi. Fram að þessu hefur áfengi frekar verið notað við ýmis tækifæri heldur en vanabind- andi lyf og efni, en nú er þetta ekki svo öruggt, þar sem pillu- og eiturlyfjanotkun eykst stór- kostlega. Og spyrji maður hvers vegna eiturlyfjaneyzla sé orðin svo útbreidd meðal ungs fólks, þá verðum við að hafa í huga, að það er ekki eingöngu það að nú er fjárhagslegt öryggi kom- ið í stað tilfinningalegs örygg- is, heldur eru æskuárin sjálf orðin lengri. Um leið og kyn- þroskaskeiðið ber fyrr að, leng- ist námstíminn yfirleitt. Þess vegna lenda margir unglingar L-vandræðum, þeir ráða ekki við viðfangsefnin og ábyrgð- ina, eins og þegar 14—15 ára unglingar urðu að fara að vinna fyrir sér. Ég á ekki við að við eigum að hverfa aftur í gamla horfið, segir Retterstöl prófess- or, —- en ef maður skyggnist dýpra í þessi vandamál, getur verið að hægt verði að finna eitthvað, sem hægt er að laga í skóla- og menningarmálum. ÞAÐ ER ENGINN SÉRSTAK- UR SÖKUDÓLGUR, VH) BERUM ÖLL ÁBYRGÐINA — Orsakir til eiturlyfja- neyzlu eru margar og flóknar og við getum skipað þeirp í þrjár aðalgreinar: Eiginleikar efnisins sjálfs, persónuleikinn og umhverfið. Að öllum líkind- um er það frekast persónuleik- inn, en grundvöllur að honum er lagður á æskuheimilinu. Svo koma auðvitað til ýmsar ástæð- ur; sjúkdómar, erfið lífskjör og fleira, það er ljóst að storma- samt líf hefur meiri hættur í för með sér. — Það er orðið svo algengt að leysa allan vanda með því að gleypa pillur, heldur pró- fessorinn áfram. — Það er eins og til þess sé ætlazt að maður hafi engin vandamál, eigi ekki að vera með áhyggjur, en það er mesti misskilningur. Við leysum heldur ekki nein vanda- mál með pilluáti. Hver á þá sökina? Snyrti- lega konan eða læknirinn, sem fær henni lyfseðilinn? — Það er ekki hægt að koma skuldinni á neinn sérstakan. Það er almennt orðinn viðtek- inn háttur nú til dags að lækna allt með pillum. Það getur ver- ið að konan, sem tekur pillur, sé alin þannig upp, að hún eigi alltaf að vera róleg og hátt- prúð. Hún leitar læknis, þegar hún verður fyrir einhverju áfalli, fær róandi lyf, í stað þess að tala út um vandamál sín og horfast í augu við erf- iðleikana. Læknar eru líka önnum kafnir, þeir mega kann- ski ekki vera að því að tala við sjúklinginn og grafast fyrir um orsakirnar. Já, það geta verið margir, sem eiga sökina . . . Eins er það með æskufólkið, það er ekki hægt að skella allri skuldinni á síðhærðu hippana. Ýmsar orsakir geta legið að baki, skólinn, samfélagið og taugaspennan, sem alls staðar er ríkjandi. — Nei, það er enginn ákveð- inn syndaselur, segir prófessor- inn. — Við erum öll flækt í þetta, ekki eingöngu læknir- inn, fgrúin, hippinn, heldur allt samfélagið, það erum við sjálf! •k 48 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.