Vikan


Vikan - 28.09.1972, Blaðsíða 15

Vikan - 28.09.1972, Blaðsíða 15
Þaö var hér i den tid, þegar aö Bítlarnir voru meö stutt hár, sléttrakaöir og góöir strákar, aö eina hljómsveitin sem eitthvaö ógnaöi veldi þeirra var Kinks. Þaö var áöur en Rollingarnir komu til sögunnar. Þaö er nú töluvert langt siöan Kinks hafa veriö I sviösljósinu. Þvi er ekki úr vegi aö rifja upp sögu þeirra stuttlega. Fyrsta platan þeirra, til að slá I gegn var, You really got me. I dag, átta árum seinna er allt útlit fyrir, aö þeir eigi enn nokkur tromp i pokahorninu. Hljómsveitin hefur aö undanförnu komiö fram á fjöl- mörgum hljómleikum viös vegar um England og gert mikla lukku. Þeir lifa ekki á gömium vinsælum lögum, sem þeir eiga nóg af, heldur eru þeir ávalt með nýtt frumsamiö efni. Sá, sem semur fyrir þá eins og alltaf, er Ray Davies eða Raymond Douglas Davies eins og hann heitir fullu nafni. Þaö hefur fariö i vöxt, aö hann hafi tekiö yrkisefni sin úr daglegu lifi poppstjörnunnar. Hann hefur litiö mjög raunsæjum augum á samtiö sina og eigiö lif, og hefur greinilega komiö fram I textum hans. Nú eru aöeins þrir af hinum ppphaflegu Kinksurum f hljóm- sveitinni, þeir Ray og Dave Davies og trommarinn Mick Avory. Saman hafa þeir sent frá sér plötur, sem hafa setiö í efstu sætum vinsældalista um allan heim, þó nú sé töluvert langt siöan slikt hefur gerzt. Ef á aö nefna þær plötur, sem hæst bar á topp-árum Kinks, þá eru þær: All day and all of the Night, Tired of waiting for You, Till the end of the Day, Dedicated follower of Fashion, Waterloo Sunset og Autumn Almanac. Þetta eru samt aðeins þær beztu. Eftir þaö timabil, sem skapaöi þessi lög, kom rólegur tlmi hvaö vinsældir snertir. En Kinks komu slöan aftur meö miklum látum áriö 1970 meö lagiö Lola. I kjölfar Lolu kom slöan önnur litil plata, Apeman, sem geröi álika mikla lukku og Lola. Sú plata varö þó litiö vinsæl hér- lendis. Um svipað leyti gáfu þeir L.P. plötu, The Kinks Part One, Lola Versus Powerman and the Moneyground, sem var nokkurs konar sjálfsæfisaga Kinks, jafn- framt þvi, aö fjalla um þann Framhald á bls. 34. AMAZING BLONDEL Hljómsveitin Amazing Blondel kemur frá Lincolnshire I Englandi. Þar um slóðir reikuöu áöur fyrr farandsöngvarar meö lútuna sina undir hendinni og skemmtu fyrirfólki meö söng og spili. Lútan er svipaö hljóöfæri og gltar, nema á lútunni eru einnig bassastrengir I viðbót viö hina venjulegu sex strengi. Söngvar, sem þessir menn sungu, eru nú hluti af menningararfleifö Englendinga. Mest af þvl, sem varðveitt er, er frá timum Ellzabetar drottningar, I6du öld. Amazing Blondel hafa end- urvakið þessa söngva og útfært þá I takt viö tlmann. Þeir hafa gefið út þrjár plötur, Amazing Blondel, Evensong og Fantasia Lindum. Sú fjóröa, England, er væntanleg I verzlanir I Englandi þessa dagana. Verkin á þessum plötum eru aö hluta endursamin og aö hluta frumsamin. Fantasia Lindum er óöur til Lincolsshire. Verkiö er nokkurs konar svfta og er hún tileinkuö, eins og áöur sagöi, Lincolnshire og sögu sýslunnar. H 1 j ó m s v e i t i n a skipa þessir menn Þeir eru: John Gladwin (lúta, bassi, söngur), Edward Baird (lúta, söngur) og Terence Wincott (blokkflauta, orgel, söngur). Amazing Blondel á oröiö töluveröum vinsældum aö fagna I Englandi. Hvort viö hérna innan 50mllnanna eigum svo eftir aö dansa eftir strengjum lútunnar veit ég ekkert um, en mögu- leikinn er alla vega fyrir hendi. 39. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.