Vikan


Vikan - 28.09.1972, Blaðsíða 47

Vikan - 28.09.1972, Blaðsíða 47
við yrðum fluttir eins og bú- peningur til einhverra ókunnra landa og þrælkaðir þar í hel. Og hvatningar yfirmannanna hljómuðu stöðugt fyrir eyrum mér: Láttu þig aldrei henda þá skömm að verða tekinn til fanga eða deyja æruhnekkjandi dauða . . . Tvær milljónir og þrjú hundruð þúsund japanskra her- manna féllu í þessari síðustu og mestu styrjöld keisaradæm- isins. Flestir þeirra voru fá- tækir kotungar og verkamenn. Þeim mun lægri sem stétt þeirra var og þeim mun fátæk- ari sem þeir voru — þeim mun trúrri voru þeir guði og keis- ara Japans. Nú á dögum myndu sjálfsagt einhverjir nefna heilaþvott í sambandi við slíkan trúnað. Aðrir tala kannski fremur um dáleiðslu og fjöldasefjun. En fyrir tuttugu og átta árum síð- an kölluðu Japanir þetta „hetjulega föðurlandsást, sem knúði hetjurnar til að fórna líf- inu fyrir ættlandið." Hið molaða, niðurbrotna Jap- an varð fljótt að sjá gegnum blekkingar hernaðarstefnunn- ar. En Jókoj, sem hlýddi regl- um hersins og lét ekki taka sig til fanga, varð að lifandi stein- gervingi í frumskóginum. Heili hans, stútfullur af kennisetningum japansks þjóð- ernisofstækis og stríðsstefnu, var djúpfrystur í tuttugu og átta ár, ef svo mætti að orði komast. Þegar einmanaleikinn sótti harðast að honum, efldi hann sálarstyrkinn með hug- leiðingum um hugsjónir keis- aradæmisins og guðssoninn al- máttuga, Híróhító keisara. Þær hugleiðingar verkuðu alltaf deyfandi á andlegar þjáningar rans. í auglýsingabæklingum fyrir túrista er Gúam lýst sem sann- kallaðri paradísarey með fögr- um pálmum, híbiskusrunnum, kríthvítum lúxusvillum, sund- laugum, breiðum vegum og ný- tízkum verzlunarhverfum. Lýs- ingin gæti alveg eins verið frá Kaliforníu eða Flórída. Síðan heimsstyrjöldinni lauk hafa byltingarkenndar breyt- ingar orðið á flestu á eyjar- korni þessu, sem Magellan sá fyrstur hvítra manna er hann kom þangað 1521 á siglingu sinni umhverfis hnöttinn, þeirri fyrstu sem átti sér stað. Tákn hins nýja tíma fyrir eyna er ekkert geðslegra en sprengju- flugvélarnar af gerðinni B-52, gríðarlegar hlussur sem án af- láts taka sig þar upp fullfermd- ar sprengjum til að grýta nið- ur á Víetnam. Aðalbækistöð Bandaríkjamanna á eynni er Anderson-flugvöllurinn á norð- urodda hennar, og telja þeir hann svo mikilvægan að þeir kalla hann „lykilinn að Kyrra- hafi“. Einnig er á Gúam alþjóðleg- ur völlur fyrir farþegaflug, og á honum lenda næstum ein- göngu japanskar þotur, full- hlaðnar túristum. Á sínum tíma fórnuðu Jap- anir tuttugu þúsund mannslíf- um til að reyna að halda eynni, til einskis þó. Nú má segja að þeir hafi í vissum skilningi unnið Gúam aftur, án þess að leggja fram annað en gjaldeyr- inn, sem japönsku túristarnir eyða þar. Gúam er sem sé orð- in Maljorka Japans. f fyrra komu þangað fjörutíu þúsund japanskir túristar til að slappa af í suðurhafssælunni í hæfi- legri fjarlægð frá menningunni og streitunni heima fyrir, óg eftir þrjú ár er búizt við að talan verði komin upp í hundr- að og fimmtíu þúsund. Gúam er nokkru stærri en Borgundarhólmur, og hinir inn- fæddu íbúar, sem munu vera af stofni Míkrónesa, eru um fimmtíu og fimm þúsund að tölu. Bandarískt herfólk og fjölskyldur þess, sem á eynni dvelur að staðaldri, er álíka margt. Og þar þýddi lítið að stofna til samtaka gegn her í landi, því að eyjan er banda- rísk nýlenda og hefur lengi verið. Bandarískar herstöðvar og hernaðarmannvirki hvers konar eru nú eins og mý á mykjuskán um eyna alla: En Sjóitsji Jókoj, sem orðinn var undirforingi í keisaralega hernum japanska án þess að hafa hugmynd um það sjálfur, hafði ekki minnstu hugmynd um allar þessar breytingar, sem gensu yfir Gúam þau tuttugu og átta ár, sem hann faldist þar í skógunum. Þegar dagur reikningsskil- anna rann upp yfir japanska herinn á Gúam tuttugasta og fyrsta júní 1944, var Jókoj staddur í námunda við Tala- fofo-fliót, og af þeim bletti færði hann sig varla allan út- legðartímann. Fyrstu vikurnar eftir ófarirnar fylgdi sá þrjá- tíu manna hópur, sem Jókoj var í, síðustu skipunum yfir- manna sinna út í yztu æsar. Að næturlagi skemmdu þeir olíu- leiðslur og loftnet Bandaríkja- manna, kveiktu í skotfæra- geymslum og réðust á varð- menn, sem stóðu vörð einir. En smám saman rann af þeim móðurinn, og um síðir hættu þeir árásunum alveg. Skógar- mennirnir áttu fullt í fangi með að afla sér matar og skrimta. Nokkrir dóu af sárum og meiðslum og aðrir skjögruðu út úr skóginum með uppréttar hendur og létu taka sig til fanga. Þeir sem eftir voru urðu máttfarnir af sulti, og þeir áttu erfitt með að aðlagast þeim frumstæðu lífsskilyrðum, sem nú urðu hlutskipti þeirra. Von- in um hjálp að heiman varð sí- fellt veikari, menn gerðust yf- irspenntir á taugum og agabrot tíð, enda þótt svo ætti að heita að liðsforingjar héldu áfram tign sinni og valdi. —- Það kom fyrir að við flugumst á út af sníglum og músum, segir Jókoj. Sterkur grunur leikur á að japönsku skógarmennirnir á Gúam hafi ekki einungis étið nagdýr og þaðan af óæðri kvikvendi, heldur og hver ann- an, og væri það, ef satt reynd- ist, ekkert einsdæmi um jap- anska hermenn í heimsstyrj- öldinni síðari. Á Filippseyjum er vitað til þess að þeir drápu marga særða félaga sína, steiktu þá og átu. Hópurinn sem Jókoj tilheyrði minnkaði jafnt og þétt, og um síðir dreifðist hann. Ófært reyndist að afla öllum mönn- unum fæðu á því litla svæði, sem hópurinn hafðist við á við Talafofo-fljót. Það var því ákveðið að flestir félaganna, sem enn lifðu, skyldu leita sér að nýjum veiðilendum. Aðeins þrír urðu kyrrir við fljótið, Jókoj og vinir hans tveir, Sjitsji og Nakahata. Þeir gerðu sér kofa úr sefi skammt frá fljótsbakkanum, hjálpuðust að við að útvega mat og gera tilveruna bærilega. Fyrstu fjögur árin fundu þeir alltaf annað veifið niðursuðu- dósir, sem Bandaríkjamenn höfðu kastað niður úr flugvél- um. Aðeins þá smökkuðu þeir kryddaðan mat — hvorki salt eða annað til bragðbætis var að fá í frumskóginum. Sjórinn var að sönnu saltur, en enginn þeirra félaga þorði niður að ströndinni. Gúgm er óvenju auðug af ávöxtum, berjum og ætilegum jurtum. Bananar og kókospálm- ar vaxa í nágrenni við Tala- fofo-fljót. Auk jurtafæðu átu þeir félagar rækjur, sem þeir veiddu í ánni, krabba, froska, pöddur, rottur, mýs, snigla, eðl- ur, skjaldbökur, engisprettur og maura. Mánaðarlega eða svo fengu þeir ál í rækjúnetin, og þrívegis veiddu þeir villisvín í fallgryfju. Nóg var þarna af slöngum, engum þó hættulega eitruðum. En þremenningarnir forðuðust þær af ótta við að þeir yrðu veikir af kjötinu af þeim. Þegar eftir fyrsta árið í skóg- inum fóru japönsku útlagarnir þar að þjást af eggjahvítuskorti. Þeim tókst sjaldan að afla sér nægrar fæðu, þeir hríðhoruð- ust, urðu blóðlitlir og ormar settust að í iðrum þeirra. Salt- skorturinn hafði í för með sér að þeir fengu krampaflog. Sem liðþjálfi var Jókoj hæst settur af þremenningunum, hin- ir voru aðeins óbreyttir her- menn. Hann tók því allar ákvarðanir fyrir þá þrjá. Hann kom á strangri skömmtun, og slakaði ekki á þeim reglum jafnvel þegar þeim tókst að afla mikils matar. Aðeins örsjaldan fengu þeir að borða eins og þeir vildu. Hungurvofan vofði stöð- ugt yfir þeim. Sjitsji og Nakahata voru nokkrum árum yngri en Jókoj, og voru að heiman vanir betra atlæti en hann. Þeir voru því kvörtunarsamir. Þeir sögðu Jó- koj ekki alltaf frá, ef þeir fundu eitthvað ætilegt, og átu það á bakvið hann. — Ofaldir kálfar, sem hvorki höfðu skilning né sálarþrek, sagði Jókoj um þá síðar. Eftir tólf ára mannraunir saman ákváðu þeir þrír að skilja félagið. Þeir voru orðnir sammála um að þegar þrír menn væru saman, hefðu þeir tilhneigingu til að tala of hátt, og það fól í sér hættu á að þeir fyndust. Með því að skilja ykj- ust líka möguleikarnir á að afla n'ægrar fæðu. í þeirri svipan gaus upp skæður sinueldur þar á svæð- inu, og kofinn þeirra brann. Þeim tókst með naumindum að hindra að eldurinn breiddist út inn í bambusskóginn. Eldurinn gerði þá alvarlega hrædda. Svo vikum skipti hírðust þeir í þröngum hellisskúta, en komu sér svo saman um að gera sér jarðhús. Jókoj valdi sér bústað í bambuslundi í hallanum niður að fljótinu. Hann notaði við gröftinn múrskeið, sem hann hafði búið til úr hýði utanaf fallbyssukúlu. Moldina bar hann á brott í lófum sér. Hann dreifði henni smámulinni yfir stórt svæði af ótta við að ann- ars vekti hún grun. Eftir mán- uð var holan orðin nógu stór til að hann gæti legið niðri í 39. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.