Vikan


Vikan - 28.09.1972, Blaðsíða 18

Vikan - 28.09.1972, Blaðsíða 18
 SHEILA TRUÐI Á ÁSTINA En það geri ég ekki, segir Coral Atkins, sem i sjónvarpsþáttunum um Ashton-fjölskylduna er gift David .... Sheila Ashton - Coral Atkins, skrapp til Noregs, þar sem sjónvarpsþættirnir um Ashton- fjölskylduna, eru mjög vinsælir, eins og annarstaðar á Norðurlöndum. Hún er smávaxin og kvik og við fyrstu sýn virðist hún feimin, þangað til hún litur út undan mikla ljósa hárinu og horfir i augu manns. Augnaráðið er alvarlegt og hún gefur greinagóð svör við öllum spurningum. Hún er i engu frábrugðin þvi sem maður sér hana á sjón- varpsskerminum, þar sem hún er gift svarta sauðnum i Ashton- fjölskyldunni, kvennagullinu David. Þau voru neydd til aö gifta sig. Hann hafði ekki fengiö neina sérstaka menntun, en svo gekk hann i herinn og hækkaði i tign i flughernum. Börnin þeirra tvö voru send út i sveit, vegna flugárásanna á borgina: David stundar ljúfa lifið milli árásar- ferðanna, en Sheila dregur fram lifið i ömurlegri ibúð þeirra hjóna. Henni finnst hún utangarös I fjölskyldunni. Liver- poolmállýzkan hennar bendir lika til að hún komi úr öðru umhverfi. Blaðamaöur hitti Coral Atkins i Sarpsborg. Hún var þar vegna enskrar viku i Sagahuset, þar sem hún var aðalaðdráttaraflið i nokkra klukkutima. Brezki fáninn blakti fyrir utan vöruhúsiö og lifgaði upp á umhverfiö. Blaðamenn, ljósmyndarar og aðdáendur flykkjast i kringum hana. Hún gefur eiginhand- aráritanir og svarar spurningum og er sérstaklega aölaðandi. Hún er i rósóttum músselinskjól, sem liggur þétt að likamanum, litið förðuð og eins og áður var um getið, þá er hún i engu frábrugðin Sheilu Ashton. Sjálfsagt er lika til þess ætlast. Hún segir að þessi kjóll sé reyndar lir kvikmyndinni. Hann 18 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.