Vikan - 28.09.1972, Blaðsíða 39
bréfiö yfir þetta svæði, styrktist
ég enn betur i þeirri trú.
. Hann fletti sundur landabréfinu
og sýndi hinum. — Viljið þið
athuga afstöðu Waldhurst,
Wargrave House og Quarley
Hall? hélt hann áfram. Þessir
þrir staðir liggja svo að segja i
beinni linu. Flugmaður, sem
kemur að myndi að öllum
likindum nota kirkjuturninn i
Waldhurst sem fyrsta lendingar-
merki og svo stefna beint i vestur.
Og þá mundi hann fljUga beint
yfir Wargrave House og vel geta
séð rjóðrið þar sem grasvöllurinn
og matjurtagarðarnir eru. Og
hugsum okkur nU, að flug-
maðurinn vissi fyrirfram af þessu
rjóðri og ætlaði sér að láta ein-
hvern hlut detta. Auðvitað þyrfti
hann að UtbUa hlutinn þannig, að
hann kæmi ekki ofhart niður og
jafnframt gera hann vel
sýnilegan. Einfaldasta ráðiö er
aö kaupa nokkur blöð, vefja þeim
utan um hlutinn og binda svo
seglgarni utan um allt saman.
— Og hvernig fer svo um
hlutinn, þegar hann dettur niöur?
Ef logn er, getum við hugsað
okkur, að hann detti á miðjan
grasvöllinn og velti siðan eftir
honum i áttina, sem flugvélin fer,
en það er i þessu tilviki beint i
vestur. Hann heldur áfram að
velta um stund, en stöðvast siðan,
annaðhvort af þvi að kastið er
fariöaf honum, eða af þvi að hann
rekst á eitthvað. Eftir fót-
sporunum að dæma, sem við
fundum, var böggullinn vestan
við grasvöllinn, rétt hjá þéttum
runni, sem hann hafði rekizt á,
eða að minnsta kosti er ekkert
liklegra, en að hann hafi stöðvazt
á runninum.
— Haldið þér þá, að Vilmaes
hafi látið þennan böggul detta,
þegar hann var að koma heim að
morgni þess 3.? spurði Everley,
tortrygginn.
— Ég vil ekki fullyrða neitt,
sagði dr. Priestley, — en ég bendi
á þetta sem möguleika. Og mér
finnst þér hafa nokkuð góða
sönnun þarna fyrir augunum, þar
sem blöðin eru. Haroldgetur sýnt
yður sporin og staðinn þar sem
blöðin fundust. Ég efast ekki um,
að ef þér viljið fá nánari lýsingu á
bögglinum, muni Hewlett
góðfUslega gefa yður hana. Svo
getið þér dregið yðar ályktanir á
eftir.
Prófessorinn gekk frá hinum,
rétt eins og hann vildi þvo hendur
slnar af öllu málisu, og áleiðis að
hUsinu. Hanslet hvislaði ein-
hverju að Everley og fór siðan á
eftir honum. — Þetta er allt rétt,
prófessor, sagði hann. — Everley
er bara óvanur yður. Við skulum
skilja hann og Merefield eftir
stundarkorn og láta þá athuga
betur. Ég efast ekki um, að þér
hafiö alveg á réttu að standa, að
Vilmaes hafi látiðböggulinn detta
ogætlaðaðhirðahannseinna. En
fyrst hann nU dó, nokkrum
minUtfím siðar, hver haldiö þér
þá, að hafi hirt innihaldið Ur
umbUðunum?
— Þaö má gera sér margar
tilgátur um það, en ég er ekki við
þvi bUinn aö láta neitt uppi um
þaö i bili, svaraði Priestley. —
Helzt gæti mér dottið i hug, að
ungfrú Bartlett hafi átt að taka
við honum, og að hUn hafi vitað
fyrirfram, aö hann yrði látinn
detta á þessum stað, aö morgni
þess 3. Þér munið, að það var
sagt, að hUn hefði verið lengi Uti á
skemmtigöngu, þennan morgun,
og svo fariö til London seinna
sama dag. Mér dettur i hug, að
þessi skemmtiganga hennar hafi
verið farin til þess að ná i
böggulinn, og þegar þvi var lokið,
hafi hUn ekki haft meira aö gera i
Waldhurst, i bili. Ef hægt er að
sanna, aö þessi spor, sem enn eru
greinileg séu eftir hana, styrkist
þéssi tilgáta auðvitað.
— Mér kæmi ekki á óvart þó að
tilgáta yðar reyndist rétt,
prófessor. En það getur orðið.
fjandans erfitt aö sanna það, fyrst
Vilmaes og ungfrU Bartlett eru
bæði dáin. Og að minnsta kosti
geröist þetta allt saman áður en
hUn var myrt — heilli viku áöur.
Svo að sambandið milli atvikanna
er talsvert óljóst.
— Kann að vera. En þér verðið
hinsvegar að játa, aö hvað, sem
getur gefið bendingu um innræti
og llfsvenjur ungfrU Bartlett,
getur orðið að liði við að finna
moröingjann. Ef nU innihald
þessara umbUða hefur verið
ætlaö ungfrU Bartlett, þá upplýsir
það strax atriði, sem hingað til
hafa verið óskiljanleg. Til dæmis
kunningsskap hennar viö
Vilmaes. Þeir sem horfðu á
samdrátt þeirra, gátu ekki annað
skilið en þau væru elskendur, en
svo kemur nánasta
vinkona hennar og fullyrðir, að
sllkt hafi ekki getað átt sér stað.
Er ekki hægt að skýra þessa
mótsögn — sem virðist vera — á
þann hátt, að kunningsskapur
þeirra hafi alls ekki verið
byggður á ást, heldur á ein-
hverjum viðskiptalegri grund-
velli?
— Mér er næst að halda, að þér
séuð hér á alveg réttri leið.
UngfrU Carroll sagði mér, að
skömmu fyrir dauða sinn hafi
vinkona hennar talaö um fyrir-
tæki, sem hUn mundi græða stórfé
á.
— HUn hefur náttUrlega ekkert
talað um, hverskonar fyrirtæki
þetta væri? Auðvitaö er þetta
bending i þá átt, að kunnings-
skapur þeirra Vilmaes hafi
byggzt á einhverju áhugamáli,
sem þau áttu sameiginlegt, og gaf
þeim jafnframt gróðavon. Mér er
illa við tilgátur, sem ekki hafa við
neinar staðreyndir að styðjast.
En af mörgum tilgátum, sem
gætu verið freistandi, er þessi sU
helzta: Vilmaes kann að hafa
vitað af einhverjum hlut i Belgiu,
sem mikiö' væri hægt að græða á,
ef hann væri fluttur til Englands.
39. TBL. VIKAN 39