Vikan - 28.09.1972, Blaðsíða 33
FRAMHALDSSAGA
BRUCE GRAEME
SJÖTTI HLUTI
EFTIR
Það kom fram við rannsóknina
að önnur merki voru á
likinu en eftir snöruna, svo
réttarhaldinu var frestað.......
fyrir sjónir frá upphafi.
— Það datt mér lika i hug,
þegar þú komst hér ljóslifandi i
gærkvöldi. Jæja, látum oss nú
heyra, hvað „stjarnan” frá
Scotland Yard segir um málið.
Hanslet hló. — Ég er hræddur
um, að ég þurfi æði miklu fleiri
staðreyndir til þess aö geta
skapaö mér ákveðna skoðun,
sagði hann. Ef við göngum út frá,
að stúlkan hafi verið myrt, liggur
fyrst fyrir að komast að þvi, hver
hafi myrt hana. Að minu áliti má
ganga að þvi meö tvennu móti. 1
fyrsta lagi með þvi að rekja spor
hennar siðasta daginn, sem hún
lifði. Það er ekki annað en vand-
virknisverk og veröur aö hefjast i
London. Hitt er að finna ein-
hvern, sem hafðiástæðu að vilja
hana feiga. Um þaö atriði ætti
ungfrú Carroll að geta gefiö
okkur bendingar.
— Já, þetta er ágætt, það sem
það nær, sagði Everley. — En
gallin er bara sá, að viö höfum
ekkert til að ganga út frá — engar
áþreifanlegar likur.
— Það er ég ekki svo viss um,
sagði Hanslet hugsi. — Þú
heyrðir, hvað Rolsford sagði um
snöruna áðan, þegar þú gekkst á
hann. Hún hafði veriö hert að
hálsinum á stúlkunni, strax eftir
,/aö hún var myrt. Með öðrum
orðum: Morðinginn hefur haft
snöruna við höndina, þegar hann
kyrkti stúlkuna. Hefurðu þessa
snöru hér einhversstaöar, svo aö
við getum litiö a hana?
— Ég var meö hana i vasanum,
ef ég skyldi hafa þurft að leggja
hana fram i réttinum, Geröu svo
vel!
Everley dró snöruna upp úr
vasanum og lagði hana á borðið
fyrir framan þá. — Þú heyröir,
að lögregluþjónninn sagöist hafa
skoriö hana sundur. Þetta er
endinn, sem var á króknum og á
hinum endanum er lykkjan.
Hanslet athugaöi lykkjuna
vandlega. — Þú sérð, aö þetta er
algeng rennilykkja og rennur
hæglega aö. Með öðrum orðum
hefur hún ekki getað hert að
hálsinum nema einhver þungi
héngi neðan i henni, skilurðu. Og
einfaldasta ráðið til að fá þann
þunga, er að hengja likiö upp i
snöruna. Það viröist benda á, að
stúlkan hafi verið hengd upp
jafnskjótt sem hún var dáin. Þar
af leiðir, að hún hefur verið myrt
þarna i eldhúsinu.
— Þetta er strax góð byrjun,
sagði Everley. — Og af þvi mætti
ráða, aö einhver þarna úr
nágrenninu hafi drepið hana?
— Annaðhvort það, eöa þá, að
hún hafi mælt sér mót viö ein-
hvern i húsinu. Ogersámögu-
leiki, að einhver hafi elt hana
hingað út i sveitina. Og hver sem
sá hefur verið, hlýtur hann aö
hafa hugsaö það út fyrirfram og
stungið snörunni I vasa sinn,
nema hann hafi fundið hana i
húsinu.
— Um þaö atriði hef ég spurt
frú Chad, þvf að mér þótti þaö
einkennilegt frá upphafi, sagði
Everley. •— Og hún fullyrðir, að
svona snæri hafi hvergi verið til i
húsinu
— Þá hlýtur morðinginn að hafa
komiö með það með sér. En til
allrar ólukku er hægt að kaupa
svona snæri i hverri búð, og þessi
spotti erekkieinusinni nýr. Hann
er likastur þvi sem tveir gamlir
spottar hafi veriö hnýttir saman.
Ég sé ekki annað en þú veröir aö
lofa mér að taka snöruna með
mér til London, svo að ég geti
látið einhvern útfarinn kaðlara
rannsaka hana, til aö sjá hvort
nokkuð er einkennilegt viö hana,
sem viö höfum ekki tekiö eftir.
— Já, blessaður geröu það, þó
að ég hafi ekki mikla von um
árangur. En annars er eitt, sem
mér finnst einkennilegt, sem sé
það, að handtaskan stúlkunnar
hefur ekki fundizt. Vel getur
Framhald á bls. 34.
39. TBL. VIKAN 33