Vikan - 28.09.1972, Blaðsíða 29
RENSJÖHOLM
Tramhald af bls. 21.
— Þú sa'gðist ætla að synda,
sagði hann. — Hversvegna gerðir
þú það ekki'?
— Ég geri.það. Það var svo
gaman að tala við frænku þina.
— Mér finnst hundleiðinlegt að
tala við hana.
— Svei, Claes! Gabrielle ýtti
góðlátlega við honum með
fætinum.
— Það eina sem er skemmtilegt
við hana, er að hún er með
stelsýki.
— Claes, sagði húnJákveðin i
bragöi. — Þetta er ekkert fyndið.
Maður talar ekki svona við þá,
sem ekki eru i fjölskyldunni. Og
sem ekki vita hvort þú ert að gera
aö gamni þinu eða talar i alvöru.
— Jæja, heldurðu að'ég sé að
gera að gamni minu?
Hann var gleraugnalaus og
dökku augun voru gljáandi,
sakleysisleg barnsaugu. Hann
stóð upp og stökk i laugina, svo
hún næði ekki til hans. — Það er
margt annað, sem ég gæti lika
sagt um þig, Gabrielle frænka, —
ýmislegt! kallaði hann um
leiö og hann synti i burtu.
Ég hugsaöi til bræðra minna.
sem áttu það til að vera óþolandi
á Claes aldri, þótt þeir heföu ekki
notað annan eins orðaforða og
Claes, svo ég kippti mér ekki upp
við þetta. Ég hristi höfuðið og leit
brosandi á Gabriellu, en mér brá,
þegar ég sá svipinn á henni. Hún
var náföl undir sólbrunanum.
Hún stóö svo snöggt upp, að
hatturinn datt af henni.
— Nú er ég búin að fá nóg af
þessum óþekktarormi, san-
narlega meira en nóg, sagði hún
með hálfkæfðri rödd og fór.
Hattinn skildi húr. eftir og hann lá
á grasinu eins og stórt, hvitt
blóm. Hún varð þess ekki vör að
hún haföi misst hann.
Framh. i næsta blaöi
SHEILA TRCIÐI
A ASTINA
Framhald af bls. 19.
mina fyrrverandi eiginmenn. Já,
Peter, sá siðari, ók mér einmitt á
flugvöllinn i gæri Hann er faðir
Harrys, sem er fimm ára og býr
hjá mér. Ég vona að ég geti búið
drengnum gott heimili og
veitt honum skemmtilega æsku,
að minnsta kosti betri en ég átti.
— En er þá ekki rangt að skilja
þá feðga aö?
— Peter Whitehead er kvik-
myndaleikstjóri. Hann tekur
heimildakvikmyndir út um allan
heim og hann skrifar sjálfur
handritin Hann var allt
siðastliöið ár i Marokkó, en við
Harry bjuggum i Manchester,
Hvorki þér né Ajax
þurfið sjálfvirka þvottavél
til að fá gegnhreinan, hvítan þvott
því Ajax er sjálft sjálfvirkt
Ajax er blandað efnakljúfum og því óháð orku þvottavéla
/•
Með Ajax - efnakljúfum
verður Þvotturinn
gegnhreinn og
blæfallegur.
Ajax er gætt sjálfvirkri
Þvottaorku og hreinsimætti,
sem óhreinindin fá ekki staðizt.
Ajax er kjörefnið í stórÞvottinn - gerir
hverja flik leiftrandi hvíta. Ajax er
lika tilvalið í fínni Þvotta, t. d. orlon og
nælon, sem gulna Þá ekki. Ajax
er rétta efnið, ef leggja
Þarf í bleyti, og við forÞvott. Notið
Þá Ajax og horfið á
óhreinindin hverfa.
39. TBL. VIKAN 29