Vikan - 28.09.1972, Blaðsíða 5
Verið viðbúin þvi að þurfa að
ieggja dálítið á ykkur til að ást-
in haldist jafn heit og hún er
nú. En ef þið vandið ykkur, eig-
ið þið fyrir höndum hamingju-
rika sambúð. Skriftin gefur til
kynna jákvæða afstöðu til lifs-
ins og hæfileika til að njóta þess
einfalda og smáa, sem það býð-
ur upp á.
Freknótt
Kæri Póstur!
Ég er 15 ára og freknótt, svo
um munar. Geturðu gefið mér
eitthvert óbrigðult ráð til að
losna við þær? — Hvernig er
skriftin, o ghvað lestu úr henni?
Ráðalaus.
Við þekkjum ekkert óbrigðult
ráð til að losna við freknur.
Bezta ráðið, sem við getum gef-
ið þér, er að sætta þig við frekn-
urnar og leggja rækt við annað
i útliti þinu, sem kann að vekja
aðdáun og auka sjálfstraust þitt.
Auk þess líta fæstir á freknur
sem útlitsgalla, þótt freknóttu
fólki sé iðulega strítt á þvi. —
Skriftin er bara skemmtileg, og
við getum ómögulega lesið út
úr henni, að þú sért ráðalaus!
Lítil brjóst
Pussý, Birgitta og fleiri og fleiri
hafa skrifað Póstinum og rekið
upp harmakvein út af litlum
brjóstum og beðið um ráð til að
„láta þau stækka". Heldur fer
lítið fyrir kunnáttu okkar i þeim
efnum, en við vitum til þess, að
læknar reyna eitthvað að hjálpa,
sé ástandið i raun og veru
slæmt. Einnig luma sérfræðingar
í líkamsrækt á æfingum, sér-
staklega gerðum til að þjálfa og
stækka brjóstvöðvana.
Svar til Bjargar
Reyndu að taka aðfinnslum hans
létt, snúðu þeim upp i grin og
reyndu að afvopna hann með
gamansömum athugasemdum,
án þess þó að særa hann. Áreið-
anlega er honum ekki sama um
þig, en hann á greinilega til
nokkra stirfni i umgengni. Kann-
ski hefði hann gott af þvi að
þurfa einu sinni að bíða svolitið
eftir því, að þú komir upp í
fangið á honum. Okkur sýnist
bæði á skriftinni og orðalagi
öllu, að þú sért vönduð og góð
stúlka, sem telur heiðarleika og
samvizkusemi til mestu dyggða.
Steingeitin og Vogin geta átt
prýðilega saman, en til þess að
svo megi verða, þurfa báðir að-
ilar að vanda sig.
Svar til einnar
spurular
Ef þú getur nálgast 46. tbl. 1970
af Vikunni, en þar er grein um
Fóstruskólann, sem m. a. segir
okkur, að umsækjendur þurfi að
vera 18 ára með gagnfræðapróf,
landspróf eða sambærilega
menntun, og þar er ýmislegt
sagt um tilhögun námsins, sem
tekur 3 vetur og eitt sumar. —
Frekari upplýsingar færðu hjá
Fóstruskólanum, Lækjargötu 14
b, síma 21688, og skólastjóri er
Valborg Sigurðardóttir.
Andstæðingar Emils
Hr. ritstjóri Vikunnar!
Eftir að hafa með athygli lesið
ræðu séra Emils Björnssonar í
Vikunni nýlega, langar mig
mjög til að kynnast fleiri við-
horfum í þessum málum, og þá
sérstaklega þeirra, sem teljast
mættu andstæðingar þeirrar
túlkunar, sem séra Emil setti
fram.
Væri því vel þegið, að Vikan
birti ræðu einhvers trúaða prests-
ins, eins og þeir eru kallaðir,
svo að maður geti einnig áttað
sig á skoðunum þeirra, sem eru
á öndverðum meiði.
Væri þetta mögulegt?
Með vinsemd og virðingu og
þökk fyrir fróðleik og skemmt-
un.
Ahugasamur lesandi.
Pósturinn hefur orðið var við,
að ræða séra Emils hefur vakið
athygli. Áhugi á trúmálum er
enn geysimikill, og við skorum
á andstæðinga Emils að láta nú
frá sér heyra.
SKBIFVÉLIN
Box 1232
Suðurlandsbraut 12
Reykjavík, sími 19651
=.Cánon
* M
CANON er mest selda rafeinda-reiknivélin á
íslandi í dag. Sendum myndir og verð, eftir beiðni,
hvert á land sem er.
RAFTORG SÍMi: 26660
RAFIÐJAN SÍMi: 19294
39. TBL. VIKAN 5