Vikan


Vikan - 28.09.1972, Blaðsíða 31

Vikan - 28.09.1972, Blaðsíða 31
hefi fengið áhuga á að hjálpa taugveikluðum börnum. Ef ég fæ og tek að mér hlutverk i fram- tlðinni, þá er þaö fyrst og fremst til að afla fjármuna, svo ég geti rekiö heimili fyrir taugaveikluð börn. Coral Atkins hefir tekið á leigu hús I Berkshire. Þaö er frá sautjándu öld og i þvi eru átján herbergi. Hún hefir leigusamning tii 28 ára. Hún spyr: — Kaupið þið húsin hér i Noregi? 1 Englandi leigjum við þau. Hún hefir fengið leyfi til að reka heimili fyrir 10 taugaveikluð börn og aö sjálfsögðu ætlar hún að búa þar lika með Harry syni sinum. Hún ætlar að ráða kunnáttufólk til að annast börnin og hún veröur að reka heimilið fyrir eigin fé i eitt ár, en þá getur hún fengið rikisstyrk, ef allt gengur vel. Coral Atkins gerir nú allt sem hún getur til að safna peningum fyrir heimilið og hún hefir fengið góða aðstoð frá vinum sinum og starfsfélögum, sem hjálpa henni lika við að koma húsinu i lag, en það hefir staðiö autt i tvö ár. Pópsöngkonan Julie Felix hélt tónleika i Englandi, til ágóða fyrir barnaheimilið og Colin Campell (David Ashton) fór til Danmerkur i þeim tilgangi, en sú för gaf reyndar ekki góöa raun, ef taka skal blaöafréttir trúanlegar. Coral er mjög leiö yfir þvi. Lokaspurningunni svarar hún glaölega: — Á milli okkar Colins Campell er ekkert annað en venjuleg vinátta og hefir aldrei verið. SLYS Framhald áf bls. 17. að komast að nokkru grun- samlegu. En sú er alls ekki raunin. Þegar hún var átján ára, var hún ástfangin af ungum manni, en stjúpfaðir hennar notaði vald sitt til að stia þeim sundur. Hún og stjúpfaðir hennar gengu, eitt kvöldið, eftir hættu- legri klettabrún. Þá skeði slys. Stjúpinn gekk of langt fram á brúnina, sem brast undan fótum hans. Hann féll fram af brúninni og var látinn, þegar komiö var að honum. - Þú heldur þó ekki .... - Það var slys. Slys. Anthony fékk of stóran skammt af ^r- seniki. Það var lfka slys. Henni hefði aldrei verið stefnt fyrir rétt, ef ekki heföi komið upp sá orö- rómur, aö annar maður væri með Ileiknum, en hann hvarf reyndar af sjónarsviðinu. Það var eins og hann hafi ekki verið ánægður með þessi málalok, þótt kviðdómurinn hafi verið þaö. Ég skal segja þér eitt, Haydock, hvað þessari konu viðvikur, þá er ég hræddur um nýtt - slys. -En það eru níu ár, siðan þetta skeði, maldaði Haydock i móinn. - Hversvegna þarf endilega að verða nýtt „slys” nú? - Það þarf ekki endilega að ske núna, svaraði Evans. - En með tið og tima, þegar tækifæri býðst. Haydock yppti öxlum. - Jæja, og hvernig á að koma i veg fyrir það? - Ég veit það ekki, sagði Evans þungbúinn. - Ef ég vissi þaö, þá liði mér töluvert betur. - Væri ég i þinum sporum, skyldi ég ekki leggja heilann i bleyti, sagði Haydock. — Það kann aldrei góðri lukku að stýra. En góðar ráðleggingar vinarins voru ekki að skapi gamla lögregluforingjans. A leiðinni til bæjarins, velti hann þvi fyrir sér, hvernig bezt væri að haga þessu máli. Hann var á leið inn i pósthúsið, til að kaupa frimerki, þegar hann rakst einmitt á manninn, sem samtal þeirra vinanna hafði snúizt um, manninn, sem hann hafði svo miklar áhyggjur af, Merrowdene, fyrrverandi prófessor i efnafræði. Þetta var vingjarnlegur maður, glæsilegur eftir aldri, en oftast svolitið við- utan. En hann þekkti strax lögregluforingjann, heilsaði honum elskulega og beygöi sig um leiö, til að taka upp bréf, sem hann hafði misst á götuna. Evans var fljótari til, bað hann af- sökunar á árekstrinum og rétti honum bréfiö. En honum varö litið á umslagið. Þar stóð nafniö á þekktu tryggingafyrirtæki og þetta var ábyrgöarbréf. Vekjaraklukkan i lögregluheila Evans tók nú aö hringja. Hann tók snögga ákvörðun. George Merrowdene áttaði sig ekki á þvi hvernig þaö atvikaöist að hann var farinn að rölta eftir götunni við hliö Evans lögregluforingja og þvi siöur gat hann skýrt það hversvegna samtal þeirra snerist um liftryggingar. Evans átti ekkert erfitt með að komast að efninu. Merrowdene dró heldur ekki dul á það, aö hann hefði nýverið keypt lif- tryggingu, til öryggis fyrir konu sina. Hann vildi lika heyra álit Evans á liftryggingum yfirleitt og hvert álit hann heföi á þessu á- kveöna tryggingafélagið - Ég hefi undanfarið hætt mér út I vafasöm viðskipti, svo tekjur minar hafa rýrnað, sagöi hann. - Ef eitthvað kæmi fyrir mig, þá væri konan min frekar illa stödd, en þessi trygging veitir henni nokkuð öryggi. - Og hún er ekkert mótfallin þeirri ráðstöfun? sagði Evans I léttum tón. - Þér vitið, sumar konur eru svo óraunsæjar, þegar talað er um tryggingamál. Lika hjátrúarfullar, halda að það boði eitthvað slæmt .... - Nei, nei, Margaret er mjög raunsæ kona, svaraði Merrowdene brosandi. - Hún er alls ekki hjátrúarfull. Ég held jafnvel að hún hafi stungið upp á þessu sjálf. Henni fannst leiðin- legt hve áhyggjufullur ég var. Evans hafði sannarlega fengiö þá vitneskju sem hann vildi. Hann var áhyggjufullur á svip, þegar Merrowdene skildi við hann. Anthony sálugi hafði ein- mitt liftryggt sig, nokkrum vikum fyrir andlátið .... Evans var ekki i nokkrum vafa lengur. Spurningin var aðeins um það, hvaö hann ætti að taka til bragðs.Hann vildi ekki standa glæpamann að verki, hann vildi koma I veg fyrir glæpinn og það var miklu erfiðara hlutverk. Hann gruflaði út i þetta allan daginn. Siödegis þennan dag, hafði Rauða kross deildin i bænum basar 1 trjágaröi, sem heyröi undir herrasetur i nágrenninu. Evans fór þangað, keypti númer á tombólunni, gat upp á þyngd á grls og skaut I mark, en hugur hans var viðsfjarri og hann var mjög hugsandi. Þá kom hann auga á vin sinn Haydock, svolitiö álengdar. Hann var að tala viö einhverja konu, sem yfirgaf hann og kom i áttina' til Evans. Þetta var frú Merrowdene. Hann tók skyndi- lega þá ákvörðun að ávarpa frúna og þessvegna gekk hann i veg fyrir hana. Frú Merrowdene var glæsileg kona. Hún hafði hátt og hvelft enni, mjög falleg, brún augu og var bliðleg á svipinn. Hún leit út eins og itölsk madonnumynd og hún undirstrikaði þaö með þvi að skipta hárinu i miðju og greiða þaö i mjúka lokka við eyrun. Hún talaöi lágt og rödd hennar var þægileg. Hún heilsaöi Evans með hýrlegu brosi. - Mér sýndist að þetta væruð þér, frú Anthony - ég á við frú Merrowdene, sagði hann rólega. Mismælin voru með vilja gerö og hann virti hana fyrir sér i laumi. Hann sá aö hún leit snögglega upp og hann heyrði lika að hún tók andann á lofti, en það var ekkert aö sjá i rólegum augunum. - Ég er aö leita aö manninum minum, sagði hún rólega. - Hafiö þér séð hann? - Hann var i leið i hina áttina, þegar ég sá hann. Þau gengu i þá átt og hún rabbaði rólega viö hann á meðan. En sú kona! hugsaöi hann með aðdáun. Þvilik rósemi! Otrúlegur viröugleiki! Já, hún var merkileg kona og mjög hættuieg. Það var hann viss um, mjög hættuleg kona. En hann var ánægður meö þetta fyrsta skref sitt til fram- kvæmda. Hann hafði látiö hana skilja að hann vissi hver hún væri. Þá myndi hún gæta sin, ekki þora að gera neitt aö óyfirveguðu ráði. En þaö þyrfti á einhvern hátt að vara Merrowdene viö . . . Þau rákust á mann hennar, þar sem hann stóð og virti fyrir sér klnverska brúðu, sem hann hafði unnið á tombólunni. Konan hans stakk upp á þvi að þau færu heim og hann kinkaöi ákaft kolli. Svo sneri frú Merrowdene sér að lögregluforingjanum. - Viljið þér ekki koma með okkur heim og fá tesopa i ró og næði? Var ekki rödd hennar eilitið storkandi? honum fannst það. - Þakka yöur fyrir, það væri mér mikil ánægja. Þegar þau komu heim að nota- lega, gamla húsinu þeirra, hvarf hún frá andartak, kom siðan til að dúka teborðið og setja vatn i silfursamovarinn. (Jr hillu við arininn, tók hún þrjár litlar skálar og diska. - Við drekkum alltaf sérstaka tegund af kinversku te, svo við drekkum það lika úr kinverskum skálum I staö bolla. Hún leit niður I eina skálina, setti hana aftur I hilluna og tók aöra i staðinn. - George, nú hefir þú notað te- skálarnar einu sinni ennþá á rannsóknarstofunni! - Fyrirgeföu, vina min, sagði prófessorinn afsakandi. Þær eru svo hentugar á stærð. Ég var búinn að panta skálar af þessari stærð, en þær eru ekki komnar. -Einhverntima kemur að þvi að þú eitrar fyrir okkur með þessu tiltæki þinu, sagði konan hans og hló stuttlega. - Frú Davis finnur þær á rannsóknastofunni og stingur þeim upp i hillu, án þess að þvo þær nógu vandlega. Þú notaðir eina til að blanda i blásýru um daginn. Þetta er hræðilega hættulegt, George! Merrowdene varö dálitið ergi- legur á svipinn. - Frú Davis á ekkert erindi inn á rannsoknastofuna. Hún á ekki að snerta neitt þar. - En við drekkum oft te þar og skiljum skálarnar eftir. Hvernig á hún þá aö vita hvað er hvaö? Vertu nú sanngjarn, elskan. Merrowdene sagðist ætla aö skreppa frá. - Evans var mjög undrandi. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu var frú Merrowdene að sýna honum I tvo heimana . . .Atti þetta að verða „slys”? Var hún að tryggja sjálfa sig á einhvern hátt með þessu? Svo þegar „slysið” raunverulega yrði, þá gæti hann ekki annaö en borið vitni, henni til hagsbóta? Þetta var heimskulegt af henni, þvi að fyrir þann tima væri honum ábyggilega orðið ljóst hvernig hún framkvæmdi þetta . . . En Svo saup hann hveljur. Hún var búin að hella tei i skálarnar og setti eina fyrir framan hann. Framhald á bls. 34. 39. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.