Vikan

Tölublað

Vikan - 18.01.1973, Blaðsíða 5

Vikan - 18.01.1973, Blaðsíða 5
NOTIÐ FRÍSTUNDIRNAR ast í það, hvað sé að mér, og ég hef aldrei getað talað um svona asnaleg mál við hana. En ef ég fer til læknis, þá er fullt af kellingum á biðstofunni að glápa á mann, og svo sér lækn- irinn, hvernig maður er. Hvað á ég að gera? Hvernig er skrift- in, og hvað lestu úr henni? Mér finnst Vikan oftast fín, nema þessir palladómar og þessi löngu viðtöl við kalla og kell- ingar. Með fyrirfram þakklæti. Ein veik. Ja, sér er nú hver feimnin. HvaS heldurðu eiginlega, að þessir læknar hafi verið aS gera allan sinn námstíma? Læra um kapp- klætt fólk kannski? Nei, væna mín, til þess eru læknarnir aS lækna fólk, og drífðu þig nú strax til einhvers þeirra. Óregla á tíðum er algeng, einkum meS- al ungra stúlkna. Og í öllum bænum, kallaðu ekki svona lag- að „asnaleg mál", þetta er eins eðlilegur kvilli og slæmir háls- kirtlar eSa því líkt. ÞaS er sjálf- sagt fyrir þig að fá bót á þess- um óþægindum sem fyrst. Vertu bara hrein og snyrtileg, og þá þarftu ekki aS skammast þín fyrir líkama þinn. Og „kelling- arnar" á biSstofunni hafa áreiS- anlega um annaS aS hugsa en þig, lestu bara blöS í rólegheit- um, meðan þú bíður. Skriftin er ósköp þokkaleg, og af henni má ráða, aS þú sért skapstór, en raungóð. Um dulræna reynslu Kæri Póstur! Eg vil byrja á því að þakka þér og blaðinu fyrir ágætt efni, og ætla ég ekki að nefna neitt sér- stakt efni, því þegar ég Ift yfir blaðið, þá met ég efni þess frá sjónarhóli allra aldursflokka og finnst yfirleitt alltaf, að þar sé eitthvað fyrir alla. En nóg um það. Ég var að enda við að horfa á „Sjónaukann" í sjón- varpinu, þar á meðal viðtal við Hafstein Björnsson, miðil. Ég hef á engan hátt ástæðu til að ef- ast um sannleiksgildi frásagna um dulræna reynslu, en ekki get ég varizt minningu um það, að fyrir allmörgum árum, er ég var unglingur, þá var vélbáts, sem Kristján hét, saknað í a11- langan tíma og svo langt geng- ið, að áðurnefndur miðill kvaðst hafa haft samband við skipverja, og væru þeir allir látnir. En að mig minnir u. þ b. viku eftir hvarf bátsins birtist hann með allri áhöfn lifandi. Fleiri dæmi um okkar þekktustu miðla gæti ég nefnt, en hvaða skýringu gefa þeir sjálfir á slíkum atvik- um? Ég vona svo, Póstur minn, að þú greiðir að einhverju leyti úr þessu fyrir mig. Með fyrir- fram þökk. Götugvendur. Pósturinn hættir sér ekki út í neinar umræður um dulræna reynslu. ÞaS er þó alls ekki vegna skorts á áhuga, og þess vegna væri gaman a3 heyra frá þeim, sem telja sig eitthvaS hafa aS segja um þetta efni. Halló Færeyjar! Kæri Póstur! Hvert á ég að snúa mér, ef mig langar til að skrifast á við Fær- eying, og eru til einhverjar upp- lýsingar á íslenzku um Færeyj- ar? Og ef ég skrifa til Færeyja, á ég að skrifa á íslenzku eða ensku? Þakka þér fyrir allt gott í Vikunni. Hvernig er skriftin? Einn áhugasamur. Þetta er annaS bréfiS á skömm- um tíma, þar sem sýndur er áhugi á Færeyjum og Færeying- um, og þaS finnst okkur mjög ánægjulegt. Færeyingar eru okk- ar ágætustu nágrannar og hafa sýnt okkur vináttu sína á marg- an hátt, m. a. meS virkum stuðn- ingi í landhelgismálinu. ViS ráS- leggjum þér aS skrifa Dimma- lætting, sem ér útbreitt blaS í Færeyjum, og láttu þá bara vita, aS þú skrifir bæSi á íslenzku og ensku. En geturSu ekki skrifaS dönsku? „Eyjarnar átján" heitir bók um Færeyjar eftir Hannes Pétursson, sem MenningarsjóSur gaf út ekki alls fyrir löngu, og eitthvaS fleira gagnlegt hlýt- urSu aS finna, ef þú spyrzt fyrir í bókabúSum. Skriftin er sæmi- leg, en blessaSur mundu eftir því aS skrifa stóran staf í Fær- eyingur og Færeyjar. Vélritunar- og hraðrítunarskóllnn £ Vélritun — blindskrift, uppsetning og frá- jSn, gangur verzlunarbréfa, samninga o. fl. fsjw Úrvals rafmagnsritvélar. Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar og inn- ritun í síma 21768. Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 27, sími 21768. GullverSlaunahafi — The Business Educators' Assn. of Canada. Ökukennsla - Æfingatímar Helgi K. Sessilíusson - Sími 81349 3. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.