Vikan

Tölublað

Vikan - 18.01.1973, Blaðsíða 18

Vikan - 18.01.1973, Blaðsíða 18
MEO GAMLA GULLFOSSI TIL HAFNAR þessara skipa hafi legið hér Iengur en i fjóra daga. Nú er laugardagur. Sunnudagur Englendingsins og liklega hvildardagur lika hér,svo að fyrr en á mánudag getum við varla gert okkur vonir um að sleppa. Hér leggjumst við þá fyrir legu- færum meðal fjölda skipa bræðraþjýða. Höfnin er mjög lit- skrúðug f sólunni. Allir þessir óliku skipsskrokkar með ólfkum fánum og litum. Ný skip og gömul skip, en i baksýn eru vel ræktaðar hæðir og snotrar byggingar. Bærinn Kirkwall er nokkuð langt i burtu en i sjónauka má sjá, að það eru mjög áberandi, litil ibúðarhús, sem standa alveg niður við sjó. Þau hafa gula og græna, en einkum þó brúna liti. Allt er þetta þó fremur óljóst, þvi að kolareykur er mikill yfir bænum. Nokkuð utan við hann eruein sex flugskýli og fleiri eru i smiðum. Flugvellir eru þar miklir og alla daga svifur þar fjöldi flugvéla um loftið. Þær leika ýmsar listir og er það hin bezta skemmtun fyrir farþegana. Með einni af fyrstu ferðum gufu- bátanna var Þjóðverjinn okkar og siðan pósturinn teknir i land. Þjóðverjinn sennilega i fangabúðir, en pósturinn til nokkuð skemmri dvalar, — til eftirlits. — Þannig kemur þessi Kirkwall mér fyrir sjónir fyísta daginn, en nú liður óðum að kvöldi. Stutt hálfmyrkur og þvi næst niðdimm nótt. öll ljós eru byrgð vegna hræðslu við loft- árásir. Margir farþeganna setjast nú inn við spil eða söng, en þess á milli verður þó mörgum á að fara á þilfar og fá sér kvöld- göngu þetta einstaka laugardags- kvöld. Veðurbliðan og myrkrið. Þetta einkennilega umhverfi. Myrkur að kvöldi er nokkuð algengt fyrirbrigði, en að vera i höfn, þar sem eru allt að fimmtiu raflýst skip, og við bæ með um tvö þúsund ibúum, — það er nokkuð, sem ekki fylgir öllu myrkri. Fyrst þegar út er komið hylur dimman allt, en eftir nokkra útiveru koma hæðirnar i ljós allt i kring sem dökkar þústir á ljósari himin- hvelfingunni. Stjörnurnar tindra svo fargurlega til loftsins og á einstaka skipi stelst ljósgeisli út um illa byrgðan skipsglugga. t bænum sést hins vegar ekkert ljós. Allt þetta er eitthvað nýtt fyrir augað, og þó er nokkur hluti þess gamall. Leiðarljósin frá Fróni lýsa lika hér. Frá þeim hvarflar hugurinn aftur heim til kunningjanna, sem kvöddu okkur I Reykjavik fyrir fáum dögum. Laugardagskvöld i Reykjavik! Á bió, eða þá Borg eða íslandið! 0, jæja! Þeir eru eiginlega ekkert öfundsverðir þarna heima á móts við okkur, þrátt fyrir allt! — A likan hátt liður næsti dagur i Kirkwall. Frá þeirri höfn er aðeins stutt leið yfir eiði til hins viðfræga herskipalægis Scapa Flow, en við fáum auðvitað ekki að fara i land. — Mikið er um fluglistir hér! Eina flugvélina sjáum við falla rjúkandi i höfnina rétt hjá okkur. Hún sekkur, en flugmennirnir þrir bjargast i gúmmibát. Loks um kvöldið kemur tilkynning um, að við megum fara næsta dag. Mikill fögnuður um borð. Skoðun er lokið fyrir hádegi. Vegabréf far- þega, farangur, flutningur og skipið sjálft — allt hefir verið metið og mælt og saklaust fundið. Brezka Ijónið hefir sleppt okkur vesælum úr klóm sér, og við siglum aftur út á hafið, út i hætturnar. Haf — hættusvæði. Mesta bliðskapar veður. Bara dálitið kalt. Þaö er vist betra að fara inn að lesa, —- eða eigum við að spila Manna? — Nóttin nálgast. Úthafsnótt. Það er svo margt, sem myrkriö veit. Margra hugur er þungur. Björgunarbeltin til! Skipun frá skipstjóra. Þau eru tekin fram og afhent öllum farþegum. Menn setja þau á sig — og brosa, en undir þvi brosi býr þó nokkur alvara. Fæstir fara úr fötum. Sumirsofa ágætlega, aðrir órólegum svefni. En eftir næturmyrkriö kemur nýr, sólbjartur dagur. Við fljótum vist enn? Jú, það litur út fyrir, að svo sé. Varla hefir Gullfoss fylgt okkur inn i eilifðina. Vissulega erum við um borð i Gullfossi og hvorki á betri eða verri stað. Upp á þilfar! Út i sólina. Dásamlegt veður! Tundurdufl! er hrópað. Nei, það reyndist vara oliutunna. Tundurdufl, er hrópað aftur nokkru seinna. Vantrúaðir lita menn til hliðar. Þetta er ekki oliutunna. t svo sem tveggja skipslengda fjarlægð á bakborða flýtur ein af þessum vitisvélum nýtizku hernaðar. Nógu saklaus að sjá, en lymskulega teygir hún arma sina i allar áttir. Tortima og drepa! Það er hennar verksvið. Aðeins tvær skips- lengdir — og hvað þá? Nú er sem málbeinið komist á hreyfingu i einni svipan. — Draumarnir höfðu verið misjafnir um nóttina og nú var farið að segja frá. Einn farþegann dreymdi þrjá Islenzka fána i hálfa stöng á framhluta Gullfoss. Annar horfði á hann steypast á endann og hverfa i hafið. Þessu likt var efni draumanna, en ekkert virtist ætla að bita á Gullfoss gamla, að minnsta kosti ekki að sinni, þvi að nú er siglt inn fyrir norska skerjagarðinn. Bergen. Innsiglingin og bærinn eru fögur að degi til, en þeir, sem ekki hafa farið þar um að kvöldi og séð ljósadýrðina, þeir hafa mikið misst. Betur og betur sannfærðist ég um þetta meðan Gullfoss sigldi inn. Hér eru snarbrattar, hrikalegar fjallshliðar, prýddar ljósum af öllum gerðum og stærðum, ljós frá sjávarfleti upp á hæstu tinda. Við farþegar erum flestir ofan þilja. Svo mikill er töfrakraftur þessa ævintýra- ljóma, að stúlka ein, sem ekki hefir farið úr koju alla leiðina, stenzt ekki freistinguna lengur. Upp á þilfar! Allir upp! Þetta er lika sannarlega þess viröi. Við siglum inn á höfnina. Fyrir augum okkar glitrar Bergen með milljónum ljósa. Birtuljós, augiýsingaljós, vitaljós, ljós úr gluggum verzlunarhúsa, einka- ibúða og leiguhjalla. Hér loga mörg ljós i mörgum tilgangi. Ég stend við borðstokkinn og horfi til lands. Viö erum i þann veginn að leggjast fyrir legufærum meðal fjölda skipa. 011 hafa þau einhver ljós, en ég horfi 1 land. Ljósin þar hafa vafalaust marga sögu að segja um verksvið sitt. 1 mikilli ljósaþyrpingu vel ég A skemintigöngu um Isinn. Gullfoss I baksýn. 18 VIKAN 3. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.