Vikan - 18.01.1973, Blaðsíða 40
^FJÖLBREYTT gg
<VEVAL |
QÆRDINUEFNA^
El
GLUGcnuni
rg Grensdsvegi 12 sími 36625
0
kominn upp á boröstokk. — Nú
tekur vindinn að lægja. Það
bjargar okkur að þessu sinni. Um
morguninn heyrum við i is-
fréttum frá Kaupmannahöfn:
„Rokiö hefir þjappað isnum
saman. Hann er nú á hraðri ferð
noröur og upp að sænsku
ströndinni. Skip, sem eru i syðri
hluta eystri rennunnar eru i mjög
yfirvofandi hættu.” Huggun fyrir
okkur, sem þar erum stödd. Vatn
er nú á þrotum. Lokað hefir verið
fyrir þvottavatn. Vatn má aöeins
nota til drykkjar hér eftir. Menn
gerast þvi óhreinir og skeggjaðir
um borð, en kvenfólkið verður að
fara aö mála yfir óhreinindin!
Næstu daga komast þó margir að
raun um, hve vel má nota hálfan
bolla af drykkjarvatni. úr honum
má bursta tennur, raka sig og þvo
siðan andlit og hendur! Matur fer
lika minnkandi. Nú er farið að
taka mat úr björgunarbátnum og
i farminn i lestunum eru sóttir
nokkrir vænir dilkaskrokkar. Við
sveltum svo sem ekki á næstunni
þrátt fyrir allt. Lifið um borð er
nú fariö að verða mjög svo vana-
samt. Þetta er orðiö einskonar
stórt heimili, þar sem allir þekkja
vel hverir aðra. Menn fara 1
langar skemmtigöngur um Isinn i
nágrenninu.
Hann er allur orðinn marg saman
þjappaöur og vel heldur. Þó má
ekki fara i land I Sviþjóð nema
meö leyfi. Tignarleg sjón er að
sjá Gullfoss þarna innikróaðan af
isborgum, en fögru lofar hún ekki
um áframhald þessarar ferðar.
Hér er ekkert hægt aö gera annaö
en biða eftir stærri Isbrjótum.
Næsti dagur! Hláka! Hún
hjálpar. Bryderen losnar.
Stóribjörn stærsti isbrjótur Dana
kemur okkur til hjálpar. Hann er
minni en Gullfoss, en i skrokki
hans er geymdur fimm þúsund
hestafla kraftur. Hann hefir þrjár
vélar og þrjár skrúfur, eina að
framan og tvær að aftan. Þetta
breiöa ferliki nálgast. Meö
dynkjum miklum mylur það
Isinn, sem leikiö hefir Gullfoss
okkar svo grátt. Þrír ljóskastarar
hans breyta nóttu i dag.
ísjakarnir veltast og molna, en
veita þó töluverða mótstöðu.
Jafnvel „Danmarks Stolthed”,
eins og einn dönsku farþeganna
okkar nefnir Stórabjörn, reynist
isinn torunninn. Hann er oröinn
svo marg saman þjappaður, að
þykktin er orðin á annan metra.
Jafnvel þótt hann sé kominn i
mola, þvælist hann lengi fyrir
stefni okkar. 1 dögun kemur
Isbrjóturinn tsbjörn til aðstoöar
Storebjörn og Bryderen. Enn er
barizt við þessi svellköldu
náttúruöfl. Nú I birtunni er betra
að fylgjast með starfi
Isbrjótanna, enda eru farþegar á
stööugum hlaupum fram og aftur
um þilfarið. Alls staðar er eitt-
hvað að sjá. Við lærum að skilja
flautumerkin. Eitt flaut, áfram,
tvö flaut, stoppum, þrjú flaut,
aftur á bak, — og sex flaut, erum
fastir I Isnum. — Við höldum hægt
áfram. Bryderen rennir meðfram
hliðunum. Hann hefir nú rekizt
tvisvar á okkur og beygt
lunninguna litils háttar. Gárungi
einn hefir þvi nefnt hann
Forbryderen! Annars er auðséð á
útliti þessara skipa, að þeim
bregður ekki viö að rekast á.
Helmingurinn af brúnni á
Bryderen er t.d. beygiaður niður
og yfirbyggingin er öll laus frá
skrokknum. Skansinn á
Storebjörn og lsbjörn á löngu
svæöi beyglaður inn og viðar eru
þau margdælduð. ísbrjótarnir
hafa verið i stöðugri notkun á
annan mánuð, svo að ekki skal
undrast, þótt' einhverntima hafi
verið höggið óblitt. — Þannig
liöur timinn. Hægt gengur ferðin
til Hafnar. Við nálgumst þó
Kullen, en þá eru isbrjótarnir
sendir' annaö, I aðkallandi
erindum. Með Storebjörn fara
fjórir farþeganna til Jótlands.
Þaðan ætla þeir að fljúga til
Hafnar, — en við hinir erum yfir-
gefnir á Gullfossi i þokunni. —
Þannig er beðið, dagarnir Höa.
Ollu er þó tekið með furðanlegri
ró. Timinn liður. Það er lesið,
spilað, teflt, leikið á hljóðfæri,
dansað, drukkið, sofið og boröað,
og áfram liöur tlminn. Flestir eru
löngu hættir að reikna timann til
Hafnar, en á skemmri tima en
þrem vikum þykjast menn sjá, aö
ekki veröi komizt þangað héðan
af. Menn lifa liöandi stuftd.
Þýzkar og sænskar hernaðar-
flugvélar eru við og við að láta sjá
sig, annars skeður ekkert. Menn
lifa llöandi stund, láta hverjum
degi nægja sinar þjáningar, og
þær eru ekki miklar hér um borö.
Nægur matur og nægur svefn.
Sumirgera sér glaðan dag i öli og
vini, en nú er „Fossinn” vist aö
verða þurr. „Koddi minn! Komdu
koddi minn, góöi bezti komdu
nú!” Einhver gengur fram hjá
klefadyrunum og réttir
ræðumanni koddann. „Já, koddi
minn, — ég vissi svo sem, að þú
mundir koma!”
Við erum við Kullen. Kol okkar
eru á þrotum. Það er komin nótt.
t fjarska sést ljósbjarmi, sem
óðum færist nær. tssbrjóturinn
Væderen eða Hrúturinn er að
koma. Hann er sendur
sérstaklega til að sækja okkur,
þvi að tilkynnt hefir verið, að við
séum matar—, vatns— og
kolalitlir. Það fyrsta, sem
skipstjóri isbrjótsins segir, þegar
hann er kominn I kallfæri, er þess
vegna: „Vantar ykkur ekki mat
strax! ’’ Hann heldur, að viö séum
að veröa hungurmorða! Svo
slæmt er ástandiö ekki, en fegnir
erum við komu hans samt. Eftir
þetta gengur ferðin tiltölulega
viðburðalitið. Við siglum inn
sundin i ágætu veöri, en þvi miður
að nóttu, — og þó. Ljósin báðu
megin sundsins er lika á horfandi,
en við höfum séð svo mikiö af
fallegum ljósum á þessari leið að
þau eru engin nýjung lengur. í
myrkrinu mótar fyrir turnum
Krónborgarkastala — en inn á
Hafnar höfn siglum við flestir
farþeganna sofandi.
í Höfn.
A tuttugasta degi, klukkan 3,30
að nóttu, — eða morgni er lagzt að
Toldboden 1 Höfn. Þar með er
feröinni þó ekki lokið. Höfnin er
full af is, og klukkan er oröin
fjögur að degi, þegar Gullfoss er
kominn á sinn venjulega bás
nærri Strandgade! Við Löngullnu
liggja skipin hlið við hlið með
stefnin að hafnarbakkanum. Viða
eru menn að þvo og mála skip.
Þeir þurfa enga vinnupalla. Nú er
hægt að standa á isnum við
vinnuna! —■ Gullfoss er dældaður
milli allra banda. Stórmerkilegt,
hvaðhannhefir þolaö. Jæja, en til
Hafnar erum við þá komin eftir
tuttugu daga ferð frá Reykjavik.
Þetta er mér sagt, að sé lengsta
ferð milli Reykjavikur og Kaup-
mannahafnar, sem Gullfoss
nokkurn tima hefir farið og mesti
is, sem hann hefir lent i. Einn
stýrimannanna sagöi mér, að
hingaö til heföi alltaf ársins 1927
verið minnzt, ef um Is var að
ræða, en þessi is væri langtum
meiri en þá var. „Þetta er ekki
mikið á við Isinn 1927”, hefir verið
sagt, en hversu lengi skyldi nú
verða miðað við isinn 1940?
Leyfum okkur að vona, að það
verði sem lengst. —
EILIF ÆSKA
Frámhald af bls. 21.
þurfi á okkar nærveru að halda til
siðferöilegs stuðnings, þvi að
þetta er talsvert álag fyrir þau
öll. Ert þú ekki upplagður til að
koma i tennjs?
40 VIKAN 3. TBL.