Vikan - 18.01.1973, Blaðsíða 42
starði á hana. — Hvað i
andsk ......
— Þetta eru laun þin fyrir að
ætla aö nota mig á þennan hátt,
sviniö þitt.
Hann horfði i blóðuga lófa sina
og náði i vasaklút.
— Ég skal ekki segja Michael
frá þessu, vegna þess að ég vil
ekki að hann viti að ég hefi verið
að daðra við þig. Komdu þér út
héðan.
— En hvað er um að vera?
stamaði hann. — betta er góö
hugmynd og það fannst þér
sjálfri.
— Og þú heldur að ég hafi ekki
vitað þetta fyrr en þú sagðir það.
Ég skal segja þér eitt, ég er sjálf
ein af hluthöfunum i Société
Gérontólogique i Lausanne. bú
átt margt eftir ólært, áður en þú
getur leikið þér við stórar stelpur
og stráka.
— bú ert djöfulsins norn.
Hún hló. — bað er liklega það
sannasta sem þú hefir sagt um
dagana.
Framh. i næsta blaði.
SKUGGAGIL
Framhald af bls. 35.
Aftur bauð hann mér arminn og
ég lagði höndina létt á hann, og
við gengum út úr turninum. A
heimleiðinni fórum viö fram hjá
eitursvepparunnunum og Lance
leiddi mig eftir stig þangað til við
komun i rjóður, en handan við það
var stórt rauðmálað hús.
- barna eru hestarnir hans
föður yðar geymdir. bessi, sem
stendur úti við hestslána, er minn
reiðhestur.
Hesturinn heilsaði Lance með
háu hneggi og hann greip fast i
handlegginn á mér, svo að ég
skyldi ekki koma ofnærri honum.
- bér eigin enn eftir aö læra að
riða, sagði hann, en ef yður
langar raunverulega til að
kynnast hestum, þá skuluð þér
vera sem mest nærri þeim. 1
giröingunni, i hlöðunni . . .ég veit
alveg að þaö ber árangur.
- bað fær maöur að sjá með tið
og tima, sagði ég brosandi. Ég tel
þetta vera fyrsta kennslutimann
minn. Og veriö þér nú sælir,
Lance.
- Haldið þér mér ekki oflengi
frá yöur, baö hann og aftur kom
þetta töfrandi bros.
- bað skal ég ekki gera, sagði
ég, - en þvi lengur sem þér tefjið
mig núna, þvi lengra verður
þangaö til við sjáumst aftur. Nú
verð ég að fara aö máta nýjan
kjól.
Hann hló eins og strákur og
gekk að hestinum sinum. Hann
losaði hann, steig á bak og reiö
hægt burt, en horfði alltaf á mig
þangað til hann hvarf fyrir
runnana. Ég vissi, að undir eins
og hann væri kominn I hvarf,
mundi hann hleypa hestinum á
harða sprett, þvi að þannig vildi
hann helzt riða. En ég var þakklát
fyrir þessa hugulsemi hans að
láta mig ekki sjá þaö.
Úr þvi að ég varð ekkert hrædd
við að horfa á Lance riða af stað,
ákvað ég að fara að ráðum hans
og ganga hægt fram hjá hest-
húsunum. bað gæti orðið góð
byrjun á þvi að sigrast á þessum
veikleika.
Hæruskotinn, þrekinn maður, I
brúnni peysu, sem sat úti fyrir
hesthúsinu, stóð upp og bar hönd
að húfunni i kveðju skyni. - Ég er
Hawkins, stallmeistarinn,
ungfrú, og mikið gleður það mig
að fá yður heim aftur.
- bakka yður fyrir, Hawkins,
sagði ég. - Ég var nú á gangi
hérna kring til þess að kynnast
landareigninni.
- baö er ekki gert á einum degi,
ungfrú. Hún er stór. bér
þyrftuö að hafa hest til þess að
geta kannaö hana almennilega.
- betta var hann hr. Devois lika
að segja, sagði ég. - En ég er bara
svo dauðhrædd við hesta,
Hawkins. Ég veit ekki, hvers-
vegna, en svona er það bara.
- bað er nú kvilli, sem hægt er
að lækna. Ekkert annað er vera
einhversstaðar nærri hestunum,
þangað til maður venst þeim.
Við höfum nú ekki neina
prakkara hérna, nema ef vera
skyldi hann Blakk, sem er
hreinasti fantur þegar hann vill
það við hafa og erfiður að sitja á
honum, enda þótt hann faöir yðar
ráði vel við hann.
- Ég kann að þurfa að biðja yður
að hjálpa mér til aðvvenjast
þeim, sagði ég. - Ég veit alveg
hve erfitt það er að vera hérna án
þess að koma á hestbak. Viö
tölum um það seinna, Hawkins.
- Hvenær sem yöur sýnist, skal
það vera méránægja, sagöi hann.
Hann fór svo inn i hesthúsin og
ég gekk að girðingunni, sem var
úr svo þéttum stólpum, að jafnvel
folinn, sem þarna var að glápa á
mig, hefði ekki getað troðið sér út
á milli þeirra. Folinn lyfti höföi og
ég sá, aö þetta var gullfallegur
hestur, svartur eins og nóttin
sjálf, meö gljáandi háls og stolt
höfuð. Ég hallaði mér upp að
girðingarsláinni og horföi á hann.
Eins og allir folar var hann
kvikur og allar hreyfingar hjá
honum snöggar. En allt i einu tók
hann á sprett og stefndi beint á
mig.
Snögglega fannst mér sem
giröingin yrði hjúpuð myrkri, og
það var enginn foli, sem kom
hlaupandi til min, heldur
heljarstórt dýr, froöufellandi,
sem lamdi jörðina með hófunum.
Ég rak upp neyðaróp og flýtti
mér að hörfa frá girðingunni.
Folinn virtist eitthvað
vonsvikinn, að ég skyldi ekki
koma á móti honum, rétt úr hönd
og snerta hann, en það var mér
gjörsamlega ómögulegt, og af
einhverjum óskiljanlegum
ástæðum, fannst mér ég vera allt
eins hrædd við girðinguna eins og
folann. Ég hélt áfram að hopa á
hæl. Ég kreppti hnefana fast og
ég fann, að ég svitnaði I lófunum.
Ég var meö ákafan hjartslátt. Ég
skalf frá hvirfli til ilja, og ég vissi
alveg, að ég var náföl i framan.
Ég hefði ekki orðið hræddari þó
að heil folahjörð hefði komið
hlaupandi á mig.
bað var ekki fyrr en folinn sneri
við og hljóp að girðingunni
hinumegin, að ég hafði nægilegt
hugrekki til að snúa mér frá
honum. Enda þótt fæturnir á mér
skylfu hélt ég áfram eftir mjúku
grasinu, þangað til ég komst i
skjól við aðra girðingu, sem var
nógu há til þess að ég sæi ekki
hestagirðinguna. bá fyrst jafnaði
ég mig af hræðslunni. bað sýndist
lika heldur bjánalegt að verða
svona hrædd um hábjartan
daginn. Ég hallaöi mér upp að
trjástofni i nokkrar minútur,
þangað til hjartaö i mér hætti að
hamast og ég var orðin alveg
róleg. bá gekk ég niöur á
akbrautina og svo hratt upp að
húsinu.
10. kafli.
Bridey hafði verið skipað að
bfða eftir mér og hún tók á móti
mér með brosi þegar ég kom inn i
forsalinn. Kæti hennar var svo
smitandi, aö ég brosti á móti og
samstundis var öll hræðslan min
gleymd og grafin.
- Frúin segir mér að fara með
yður i gula herbergið- það er
saumastofan og þar eru þær með
tvær saumavélar. Kjóla-
meistarinn og saumakonurnar
eru þar, og þær komu með nóg
efni til þess að klæða drottningu.
- Mikið er ég heppinn, sagði ég
og hugsaöi um, hve indælt það
yrði að eiga búnig fyrir hvaða
tækifæri sem vera vildi.
- bað eruö þér, ungfrú, svaraði
Bridey og gekk svo á undan mér
upp. begar upp kom, sneri hún til
vinstri og gekk eftir löngum
gangi. Ég stanzaði og benti á
litinn gang, sem svaraði alveg til
hins, sem lá að vinnustofu föður
mins, og langaöi aö vita, hvert sá
gangur lægi.
- Er það þarna, sem ungfrú
Polly á heima? spurði ég.
- Nei, nei, ungfrú, flýtti Bridey
sér að segja. - Og ef hún ætti það,
yrði ég ekki hérna deginum
lengur. Stundum dettur mér i hug
að fara, hvort sem er, þvi að það
fer um mig hrollur hvenær sem
mér dettur I hug þetta flakk
hennará nóttunni. Mér finnst eins
og draugagangur sé i húsinu, og
ég er ekkert hrifin af draugum.
- Ég er ekkert hrædd við hana,
Bridey, sagði ég. - Ég er einmitt
forvitin og hefði bara gaman af að
hitta hana.
Bridey bað fyrir sér og leit til
himna. - Megi góður guð vernda
yöur, ef þér komið nokkurntima
inn til hennar. bað er þessi álma,
sem hún býr i, sem gerir mig svo
hrædda, að mig langar akkert til
að vera hérna áfram.
- Ekki feröu að fara, Bridey,
sagöi ég, þvi að ég kveið fyrir þvi
ef ég hætti að sjá káta andlitið á
henni einhversstaðar nærri mér.
- Jú, vist færi ég, sagði hún með
áherzlu. Ég á frænku i New York,
sem skrifaði mér og sagði, að ég
gæti búiö hjá henni þangaö til ég
fengi vinnu hjá einhverri finni
fjölskyldu. En ég kann nú samt
vel við sveitina hérna. Hún
minnir mig á blessað gamla
Irland.
- bú mátt ekki fara, Bridey,
sagði ég. - Ég finn, að ég á vin þar
sem. þú ert, sem ég get
treyst . . .og haft fyrir trúnaðar-
mann.
Hún glennti upp augun af
undrun og horfði siðan fast á mig
andartak. - Eruö þér svona hrædd
hérna, ungfrú?
- Já, Bridey. bað er ég, en ég
veit bara ekki viö hvað.
- Kannski hafið þér orðið hrædd
þegar þér voruö hérna áður. Börn
verða oft hrædd við eitthvað og
losna svo ekki við þá hræðslu
aftur.
Ég brosti. - bú ert nærfærin,
ekki eldri en þú ert.
- Ég er tvitug. Hef verið I vist
siöan ég var þrettán ára. Séð
margt og lært margt. bað er
næstum eins gott og að ganga i
skóla.
- Ég veit, hvað þú átt við, sagði
ég. - En það eina, sem ég er
hrædd við, eru hestar. Og þar sem
ég get ekki munað að hafa
nokkurntima komið á hestbak, þá
skil ég ekki, að ég skuli vera
svona hrædd við þá.
- bað er virkilega dularfullt,
samþykkti Bridey. En nú skulum
við flýta okkur til hennar móður
yöar. bér ættuð bara að sjá þessi
fallegu efni, sem þér getið valið
úr og eru eins og sniðin á yður.
bér gleymið fljótt hræðslunni af
spenningnum við að velja úr
þessu öllu og verða fin dama, sem
þér reyndar eruð i hæsta máta.
- bakka þér fyrir, Bridey, sagði
ég og gekk svo á eftir henni. Hún
sneri sér við og við vorum
komnar að dyrum.
- barna er gula herbergið, sagði
hún. - Og móðir yðar blður eftir
yður.
Ég kinkaöi kolli en myndaði
mig ekkert til að ganga inn. -
Bridey, sagði ég áhyggjufull. - Er
þér alvara að fara burt frá
Skuggagili?
- Já það er mér.
- Æ, gerðu það ekki. bað eru
engir draugar til.
Framhald. í næsta blaði.
42 VIKAN 3. TBL.