Vikan

Tölublað

Vikan - 18.01.1973, Blaðsíða 34

Vikan - 18.01.1973, Blaðsíða 34
Skuggagil Rétt þarna hjá var heill lundur af eitur- sveppum. Undir honum var dimmt sem á nóttu, og mosi óx á jörðinni, þvl að ekkert annað gat þarna þrifizt. Enda þótt jurtirnar væru tilkomumiklar i sjón, gaf barrið á þeim frá sér sterka lykt og það fór hrollur um mig. Hr. Devois tók eftir þessu. - Þér eruö að hugsa um það sem gerðist I gærkvöldi? ■ - Já, svaraði ég. - Ég var gripin óhugnaði af að ganga eftir ak- brautinni og að húsinu, enda þótt ég væri nú annars hrædd fyrir. - Af kviða fyrir þeirri eldraun að hitta foreldra yðar? - Það held ég ekki, sagði ég og hleypti brúnum hugsi. - Áður en ég hitti þau vonaði ég, að þau vildu ekki viðurkenna mig. Ég vildi fara aftur til New York og til Ellenar Randell, konunnar, sem ég hélt vera móður mina. - Vitið þér það, sagði hr. Devois og leit á mig með forvitni, - að með hverri minútunni sem liður, finnst mér þér dularfyllri. - Þó að ég yrði hrædd? - Hugsanlega, játaði hann. - Þvi að hvaö I ósköpunum ættu þér að geta orðið hrædd við? - Ef ég gæti svarað þvi, gæti ég sennilega losnað við þessa hræðslu um leið. - Þér eigið viö, að þér séuð enn hrædd? - Já. Eins og er, þá er þessi hræösla ekki sérlega mögnuð, en samt er hún til staðar. Hann hugsaði sig um andartak. - Kannski hafið þér I gærkvöldi heyrt til mln áður en þér sáuð mig, og þolduð ekki tilhugsunina, að hestur væri að koma, og mundi keyra yður um koll. - Ég var hrædd áður en ég heyrði til hestsins, en svo þegar ég sá yður koma ríðandi var ég gripin skelfingu. - Það þykir mér leitt, sagði hr. Devois. - Þvl að hér um slóðir verður maður að fara riðandi, til þess að komast leiðar sinnar. - Ég efast um, að ég komi nokkurntíma á hestbak. Ég er dauðhrædd við hesta. Ekki þegar þeir eru fyrir vagni, þvi að þá er ég nógu langt frá þeim. En að standa hjá þeim eða sjá þá koma á harðaspretti er meira en ég get þolað. - Kannski gæti ég hjálpað yður til að losna við þetta. Hr. Devois virtist mjög áhyggjufullur. - Ég efast um það, sagði ég. Stundum hef ég martröð og þá er alltaf hestur að elta mig og ég hleyp eins og fætur toga til að sleppa undan honum. -Það er afleitt, sagði hr. Devois hægt. - Og ég skal gera allt sem ég get til að losa yður við þetta. Það hlýtur að vera einhver ástæða til þessa ótta yðar og ef ég get hjálpað yður til að finna hana, þá munuð þér sjálfsagt hafa gaman af að sitja á fjörugum hesti. Eða jafnvel lötum. Þaö er afskaplega gaman. - Ég er hrædd um, að það verði til einskis. En þakka yður samt fyrir þessa hugulsemi. - Ég veit, að nú eruð þér llka hrædd um annað. Ég á við áhyggjur yðar út af Ellen Ran- dell. Gátu blaðamennirnir nokkuð sagt yður frá henni? - Já. Einn blaðamaðurinn sagði mér, að uppskurðurinn hefði heppnazt vel. Hann dró skeyti upp úr vasa sínum. - Ég gerðist svo djarfur að sima til sjúkrahússins i morgun og spyrjast fyrir. Á ég að lesa yður skeytið, sem ég fékk sem svar: - Já en, hr. Devois . . .Ég var svo hrifin, að ég kom varla upp orði. - Já, já, gerið þér það. - Það stendur bara: „Liðan Ellenar Randell eftir vonum, og uppskurðurinn tókst vel.” - Þakka yður fyrir. Ég lokaði augunum, svo mjög létti mér. - Ég er yöur afskaplega þakklát. Vitanlega er hún ekki úr allri hættu, og verður ekki, fyrst um sinn, en að minnsta kosti hefur uppskurðurinn tekizt vel. Hann rétti mér skeytið. - Viljið þér ekki eiga það. Og ég held, að skynsamlegast væri að nefna þetta ekkert við rikisstjórann eða frúna. Ég er hræddur um, að þau séu ekki I neinum fyrirgefningar- hug gagnvart Ellen Randell. Svo getur þeim lika þótt það, að ég skyldi gerast svo djarfur að spyrja um hana, og kannski banna mér að koma hingað fram- vegis, og það gæti ég ekki þolað. - Ég skal steinþegja, fullvissaði ég hann. Ég braut þetta dýrmæta papplrsblað saman og stakk þvl i barm minn. - Þakka yður enn einu sinni, hr. Devois. Þetta var mikil hugsunarsemi af yður. - Tilgangur minn var nú ekki allskostar óeigingjarn, sagði hann. - Eigum við nú ekki heldur að tala um dvergana og svo feröamennina, sem leita um allt hérna, til þess að finna öltunn- urnar þeirra. Ég hló og nú var ég komin I gott skap, I fyrsta sinn siðan ég kom hingað. - Segið mér ekki, að fólk geti verið svona bjánalegt. - Jú, sumir eru það, sagði hann. - Og til þess að sannfærast um það, sting ég uppá, að við förum i göngu upp i Catskillsfjöllinin og fáum móður yðar eða frænkur mlnar með okkur, til þess að gæta þess, að allt fari siðsamlega fram. Ég hló. - Ég skal ekki neita þvi, aö þetta gæti verið freistandi. Og ekki slzt ef maður hefur einhvern vernarengil með sér. Hann skrikti ofurlitið. - Ég get séð, að þér éruð siðsamlega sinnuð. Og talsvert huguð. - Ég er nú ekki sérlega huguð, sagöi ég. 1 nótt sem leið vaknaði ég við einhvern undarlegan hávaða og var þá svo hrædd, að ég lét loga á kertinu minu, þangað til slokknaði á þvi sjálfkrafa. - Golan frá Hudsonfljótinu getur verið dutlungarfull, sagði hann. - Ég get nú samt vel skilið, að þér hafið orðið hrædd. - En það var nú ekki þar með búið. Eftir að slokknaði á kertinu, kom einhver að rúminu, hélt mér niöri og þrýsti kodda fyrir vitin á mér þangað til ég var næstum köfnuð. Hann leit á mig og það var ósvikin undrun og áhyggja i svipnum. - Jane . . . .eruð þér viss um þetta? Ég á við, voruð þér ekki bara þegar orðin hrædd við þetta stóra hús og yður hafi getað dreymt þetta? ... - Það var enginn draumur, svaraði ég einbeitt, - og ég veit meira að segja, hver þetta var. - Þetta er ótrúlegt. Hver gæti hafa tekið upp á þessu? - Kona, sem lyktaði sterkt af ilmvatni - allt öðru en móðir min notar. Hún heitir Polly Theibaut og er frænka móður minnai. Hann kinkaði kolli dræmt. - Já, þaö er aumingja manneskja, sem ég vorkenni innilega. Enginn nefnir hana á nafn. Það er þegjandi samkomulag i húsinu, aö enginn skuli minnast á hana. - Gæti hún haft nokkra ástæðu til að vilja hræða mig? - Já, og meira en það, gæti mér dottið i hug, Jane. - Nei . . .ef þetta hefði verið raunveruleg morðtilraun, væri ég ekki hérna nú. Þetta var gert til þess að hræða mig, afþvi að hún sleppti takinu á koddanum og tók til fótanna. En mér þætti bara gaman að vita ástæðuna. - Polly er óútreiknanleg, en þó hef ég aldrei vitað hana gera annað eins og þetta. En hvernig ætti ég annars að vita það, þar sem ég hef aldrei litið hana augum. - Hvernig vissuð þér þá um hana? - Þjónustufólk er nú lausmált, skiljið þér. Það veit flest leyndar- mál fjölskyldunnar i húsinu. 34 VIKAN 3. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.