Vikan - 18.01.1973, Blaðsíða 47
um hana lengur, sagði hann.
Svo var hann þögull um stund
og datt í hug, hvort hann hefði
sagt of mikið og hlaupið á sig.
Þegar hann hafði lokið úr
Pennavinip
Jóhanna Stígsdóttir, Steig, Mýrdal,
V.-Skaft. vill skrifast á viS 16—17
ára pilta og stúlkur.
SigríSur Sigurjónsdóttir, SuSurgötu
39, SiglufirSi. 23 ára stúlka, sem
óskar eftir 22—29 ára pennavin-
um.
Jóna Bjarnrún Arnadóttir, Hellu-
vaSi, Hellu og Iris Björk SigurSar-
dóttir, Útskálum 7, Hellu, Rang.
eru 12 oh 13 ára og vilja eiga
bréfaskipti viS pilta og stúlkur á
þeirra aldri.
Herrn Friedhelm Loechelt, D—63
Giessen, Rodheimerstrasse 92,
Deutschland. 25 ára ÞjóSverji,
sem leggur stund á dýralækning-
ar, kvæntur. Hann hefur mikinn
áhuga á Islandi og ferSalögum.
Skrifar ensku og frönsku, auk
þýzkunnar.
Miss Marcy Zink, 2917 Glen
Mawr Ave., Pittsburgh, PA 1 5204,
U.S.A. 18 ára stúlka, sem óskar
eftir íslenzkum pennavinum.
Miss Carole Scott, H28—B, 778
McMillan Avenue, Winnipeg,
Manitoba. 22 ára stúlka, sem ósk-
ar eftir bréfaskiptum viS íslenzka
pilta og stúlkur.
bollanum, stóð hann seinlega á
fætur. Hann langaði til að vera
lengur en þorði ekki að fara
fram á það.
Hún kom með frakkann hans.
— Þú hefur fitnað, sagði hún.
Hann flýtti sér að fela sig í
frakkanum. — Eg er farinn að
megra mig aftur. sagði hann.
—■ Og það er enginn roði í
kinnunum á þér, sagði hún. —
Og svo ertu að verða sköllótt-
ur.
Hann veifaði hendi vand-
ræðalega, þegjandi.
I —• Finnst þér ég hafa
breytzt? sagði hún, og röddin
varð eins og ofurlítið hörkuleg.
— Sama sem ekkert! flýtti
hann sér að segia. Hann sá
strax eftir þessari augsýnilegu
lygi hiá sér.
— Það eru liðin þrjú ár,
sagði hún og röddin var kulda-
leg. — Sg var ekki ung þegar
þú hittir mig fyrst, Og nú er
ég orðin miklu eldri.
— Alexandra! Hann fann hjá
sér óstöðvandi löngun til að
hugga hana. — Alexandra!
Hann dró djúpt andann og gat
ekki lengur haft hemil á orð-
unum: — Getur þér þótt svo-
lítið vænt um mig aftur? Get-
urðu lofað mér að elska þig of-
urlít.ið einu sinni enn?
Hún bandaði snöggt frá sér
til þess að þagga niður í hon-
um. Hann hryllti við ofsanum,
sem leiftraði snögglega í aug-
um hennar.
— Þrjú ár er tvö orð, sagði
hún. — Tvö orð, sem hægast
er að segja. En þrjú ár eru þús-
und einmana nætur og búsund
bollar af römmu tei. og þúsund
visnuð blóm.
Pefer Notaerts, P.O. Box 1 B—
Sint-Stevens-Wuluwe, Belgium,
óskar eftir bréfaskiptumd við pilta
og stúlkur.
Fru Birgit Arup Jensen, Grævling-
ens Kvarter 43, 2750 Ballerup,
Danmark. Gift kona, sem á tvö
börn, 6 og 3ja ára. Hún skrifast
á við um 70 pennavini um allan
heim og vill gjarnan eiga bréfa-
skipti við íslendinga líka.
Annabella Hyrkas. 538 Fox Street,
Mukwonago, Wisconsin, U.S.A. —
Fertug kona, sem hefur mikinn
áhuga á íslandi og vill gjarnan
skrifast á við ísl. konur og karla.
Miss Rosina Lung, 44 Man King
Buildings, 8/Fl Jordan Road,
Kowloon, Hong Kong. 17 ára kín-
versk stúlka, sem vill skrifast á
við ísl. pilta og stúlkur.
Hún lyfti hendi og gaf hon-
um rokna löðrung. — Þetta er
fyrir þúsund einmana nætur,
hvæsti hún.— Og þetta er fyr-
ir þúsund bolla af römmu tei!
Og þetta er fyrir þúsund visnuð
blóm. Og hún löðrungaði hann
enn fastar en áður.
Þá sneri hann og lagði á
fiótta. Hann þaut út um dyrn-
ar og niður stigann, út á gang-
stéttina og yfir götuna og inn
í myrkan dyrainngang að búð,
sem þar var.
Þar stóð hann og horfði á
dökkleita spegilmynd sína í
glerinu og honum fannst hjart-
að í sér ætla að springa.
Hann fór að gráta og tárin
runnu niður aumar kinnarnar.
Og á þessari hræðilegu stundu,
vissi hann ekki, hvort hann var
að gráta sín vegna eða vegna
Alexöndru.
☆
Bók með alhliða
upplýsingum
um knattspyrnu
Fæst hjá næsta bóksala
HILMIR HF. SÍÐUMÚLA 12
PÖSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK
3.TBL. VIKAN 47