Vikan

Tölublað

Vikan - 18.01.1973, Blaðsíða 16

Vikan - 18.01.1973, Blaðsíða 16
MEÐ GAMLA GULLFOSSI TIL HAFNAR Frásögn, sem Hjálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóri, skrifaði fyrir röskum þrjátiu árum. Iljálmar K. Bárðarson ásamt tveimur farþegum um borö f Gullfossi gamla. Til hægri er Kristfn Natanaelsdóttir, eiginkona Geirs A. Zoega, og til vinstri dönsk stúlka, Ester Bendtsen. Skútuöldin! mun einhverjum hafa komið i hug. Nei! Hér er um að ræða ferð milli Reykjavikur og Kaupmanna- hafnar á þvi herrans isa- og ófriöarári 1940. Ferð þessi er vafalaust einstaklega gott dæmi um, hvernig sameinaðir kraftar óbliðra náttúruafla og ófriðsamra manna geta gert slika ferö mögulega enn þann dag i dag. Frá Reykjavik. Dagurinn hafði verið mildur eins og fleiri dagar þessa vetrar. Trén i skrúðgörðum i Reykjavik voru i þann veginn að opna brum- knappa sina, og i þessum iitla höfuðstað okkar litla lands bar flest vott um frið og ró. Nýjustu erlendar fréttir vekja reyndar alltaf nokkra athygli, en hér I fjarlægðinni er þó hlustað á þær með meiri ró en meðal þeirra, sem nær eru leikvöllum heims- viðburðanna. Menn stunda vinnu sina á daginn, en bióin og böllin á kvöldin, — alveg eins og áður. En sögunni var ekki lokið þennan bliða vetrardag. Nánar tiltekið var það sjötti dagur febrúar- armánaöar. Klukkan nálgaðist 10 að kvöldi. Eitthvað var i aösigi á hafnarbakkanum, þvi að þar var mikill fjöldi fólks saman kominn. Þetta óvænta kom reyndar ek'ki öllum svo mjög á óvart. Það var bara Gullfoss gamli, sem leysti festar i fyrsta skipti til utanfarar á þessu ári Vissulega var þetta ekkert nýtt. Frá fyrstu tið hafði verksvið hans verið að koma og fara, heilsa og kveðja. Hjá farþegum hans var þó ekki alls staðar sama ástand. Hér kvöddu þeir margir ættingja og vini i fyrsta skipti i lengri tima. Gullfoss fjarlægðist nú óðum hafnargarðinn. Svo lengi, sem séð verður, er veifazt á, en brátt þynnist þó hópurinn i landi og farþegarnir dreifast um > ofan þilja. Ljósin i borginni giitra. Þau speglast i sævarfletinum, en yfir höfðinu hvelfist dimmblár, en stjörnubjartur himinn. Alls staðar eru þessir ljósdeplar, hvert sem auganu verður litið. Við hlið mér stendur ung stúlka og horfi til lands. Jafnvel þótt öll þessi ljósadýrð, sem nú er óðum að færast fjær, geymi marga nána ættingja og vini, er við nú höfum kvatt, má njóta þessarar glitrandi fegurðar. Hún bendir mér til ljósanna. — Sérðu ljósið þarna? Nei, ég get ekki greint það. Það eru svo mörg ljós i Reykjavik. — Ég er viss um, heldur hún áfram, — ég er viss um að það er ljósið heima. Þar voru geymdar hennar endur- minningar bernskuáranna. Þetta var i fyrsta skipti, sem hún fór að heiman. Fyrir henni var svo margt gamalt og gott aö færast fjær. Ljósin hurfu og nú var stjörnubjartur himinninn einn um ljósadýrðina. Þessi óumbreytan- legu leiðarljós frá Fróni. Loks gengu farþegar til hvilu, þvi nú var komin nótt. Af þeirri nótt tóku við fleiri nætur með hafi og hættum, sem viö reyndar fengum varla nokkra nasasjón af á leið til brezku eftirlitshafnarinnar Kirkwall. í Kirkwall. Þýzkur farþjófur um borð! Fréttin var fljót að berast um skipið. Hann var aðeins rúmlega tvitugur, einn af skipshöfn „Baia Blanca, sem fórst við Vestfiröi. Hann hafði hugsað sér að komast heim til móður sinnar á þennan hátt. Hún hafði misst mann sinn nýlega, tveir synir hennar voru fallnir i styrjöldinni. Hér var siðasti sonurinn á ferð. Hún hafði ekkert frétt um hann siðan striðið hófst, en honum hafði borizt full seint fréttin um, að Gullfoss ætti að fara til Kirkwall. Ollu þessu tók hann með furðanlegri ró. — Við Færeyjar flaug brezk hernaðarflugvél yfir skipið, skoðaði það, en hvarf siðan. Eftir það er ekki hægt að segja að við yrðum styrjaldar varir fyrr en siglt var inn að höfninni i Kirk- wall. En þá kemur annað til athugunar! Hversu mikið má segja frá þessum leyndardómi skipaeftirlitsins? Ég álykta sem svo: Ef hér eru einhver mikilvæg hernaðarleyndarmál sjáanleg fyrir leikmenn, þá eru þau engin launung lengur. Svo mörg skip sigla hér inn til eftirlits, að hægðarleikur, væri að fá alls staðar þær upplýsingar, sem ég get veitt. Eftir þessar hug- leiðingar held ég áfram siglingunni. Fyrst mætir okkur litill gufubátur. Nokkrir eftirlits- menn koma um borð, mynda- vélar eru teknar af farþegum og innsiglaðar, siðan er haldið áfram milli fjölda skerja og tanga. A undan okkur fer þessi litli gufubátur, sem sennilega er fiskibátur á friðartimum. Við fylgjum honum eftir ótál dular- fullum krókaieiðum, sem ómögulegt er að lýsa. Annað hvort er hér siglt milli tundur- duflabelta eða grynninga. Veðriö er ákaflega fallegt, glaöa sólskin, en nokkuð er farið að kólna i veðri. Farþegar eru flestir komnir úr kojunum. Fæstir vilja missa af að sjá þessa margum- ræddu höfn. Ferðin gengur mjög hægt. Loks er staönæmst um stund fyrir framan smáeyju. Á skeri nokkru sjáum við það sem sem eftir er ofansjávar af einu stærsta tankskipi Dana, sem sökk hér eða var sökkt. Eftir nokkra biö koma fram tveir gufubátar. Þeir hringsnúast kringum okkur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.