Vikan - 18.01.1973, Blaðsíða 44
— Ég er búinn að fá nóg af
þessu kerlingarausi.
ENGIN MISKUNN
FYRIR HVÍTU RISANA
Framhald af bls. 9.
þau komin í bæinn eða á
ruslahauga hans samdægurs.
Yfirvöld bæjarins eru farin
að þreytast á þessu og þegar 1
fyrra vildu þau taka það ráð
að skjóta dýrin. En á síðasta
andartaki tókst dýravinum að
verða hvítabjörnunum úti um
gálgafrest. Fyrir því stóð Brian
nokkur Davies, umsjónarmaður
frá svokallaðri Alþjóðlegri
dýraverndunarstofnun. Hann
skipulagði líka björgunarað-
gerðir. Þær voru á þann hátt,
að dýrin voru skotin deyfi-
skotum, þannig að þau féllu í
öngvit, en biðu ekkert varan-
legt tjón. Síðan voru þau sett
í búr og flogið með þau í
tveggja hreyfla flugvél fjögur
hundruð kílómetra austur fyr-
ir borgina, þar sem þeim var
sleppt lausum út á túndruna.
Þessi aðgerð reyndist óhemju
fyrirhafnar- og kostnaðarsöm,
og þar að auki haldlítil, þegar
á reyndi. Bjarndýrin reyndust
hafa áttaskyn í bezta lagi og
auk þess vera meiri göngu-
garpar en nokkurn hafði órað
fyrir. Að fjórtán dögum liðn-
um voru þau aftur komin á
haugana við Churchill. Það var
ekki fyrr en ísinn á flóanum
var orðinn nægilega þykkur,
að bæjarbúar losnuðu við þau.
Og að þessu sinni bendir allt
til þess, að þolinmæði yfirvald-
anna í bænum sé þrotin í eitt
skipti fyrir öll. Brian Davies
hefur haft fleiri bjargráð fyrir
birnina í hyggju, þar á meðal
annars að fljúga með þá alla
leið til Grænlands. En þar eð
Grænland tilheyrir öðru ríki,
það er að segja Danmörku,
myndu milliríkjasamningar
Dana og Kanadamanna þurfa
að koma til áður en hægt yrði
að hrinda þeim flutningum í
framkvæmd. Þar að auki ligg-
ur ekkert fyrir um að Danir
kæri sig um fleiri ísbirni til
Grænlands, og þótt svo væri,
þá yrði loftbrú af því tagi
óheyrilega kostnaðarsöm. Og
dýraverndunarfélögin eiga ekki
aðgang að gildum sjóðum.
Davies hefur aukheldur
stungið upp á því að bærinn
Churchill komi sér upp nýtízku
brennsluofnum til að eyða
ruslinu, sem er hvítu risunum
utan af hafísnum slík freisting.
En auðvitað myndu ofnarnir
og rekstur þeirra kosta sitt, og
forsvarsmenn bæjarins eru á
einu máli um að nokkrar
byssukúlur séu miklu einfald-
ari og ódýrari lausn.
ÍVIÐJUM
Framhald af bls. 11.
súkkulaði, að það hefði getað
dugað honum í marga mánuði.
Hann lét öll ljós loga og reyndi
að hamast sem mest við vinn-
una. Um dögun, þegar þreytan
bar hann loks ofurliði, hneig
hann niður á stól, lagði höfuð-
ið fram á borðið og andaði að
sér súkkulaðilyktinni. Á þess-
ari stundu öfundaði hann föð-
ur sinn af því að vera dauður.
Næstum þrjú ár liðu án þess
að Harry sæi Alexöndru. Ein-
hver kunningi sagði honum, að
hún ynni enn í bókasafninu.
Oft freistaðist hann til að ganga
þar framhjá, ef ske kynni. að
henni brygði fyrir. En hann
óttaðist, að hún kæmi auga á
hann og lét það því ógert. Oft
sá hann hana í draumum sín-
um, með þunnleita andlitið
sorgbitna og svarta hárið um
fölar kinnarnar og mjóu fing-
urna í kjöltunni. Um morgun-
inn vaknaði hann óhvíldur og
horfði fram á daginn, í þungu
skapi.
Móðir hans hresstist dálítið.
Nú þegar hún hafði hann út af
fyrir sig gerði hún ekki eins
miklar kröfur til hans og lét
hann nokkurn veginn í friði.
Aldrei minntust þau á Alex-
öndru.
Hann hafði jafnan verið var-
kár viðvíkjandi mataræði sínu,
en eftir því sem stundir liðu
fram, tók hann að eta allt sem
hann langaði í og fór að fitna.
Þegar hann rakaði sig á morgn-
ana hnykkti honum við að sjá,
hversu mjög hann hafði elzt.
Hann var ekki orðinn fimm-
tugur en sjálfum fannst hon-
um hann miklu eldri.
Eftir því sem tíminn leið tók
lífið að líkjast æ meir þvi sem
verið hafði síðustu árin sem
faðir hans lifði. Hann fór
snemma á fætur og í búðina.
Svo vann hann aljan daginn og
fór síðan heim að kvöldi og át
kvöldmatinn, sem móðir hans
bjó til. Síðan sat hann og las í
blaði, en hún ruggaði sér þegj-
andi í gamla ruggustólnum.
Þegar hún svo var komin í
rúmið stalst hann til að kveikja
sér í vindli, alveg eins og faðir
hans hafði gert, því að hún
hafði alltaf kvartað yfir reykj-
arlyktinni. Hann átti bágt með
svefn og brátt tók hann að
nota svefntöflurnar, sem lækn-
irinn ráðlagði honum.
Á öndverðu fjórða ári eftir
skilnað þeirra Alexöndru dó
móðir hans. Hún hafði þjáðzt
af kvefi nokkrar vikur. Hún
hafði háan hita og það varð að
flytja hana á sjúkrahús. Hit-
inn þaut ýmist upp eða niður
og gamla konan streittist við að
lifa. Presturinn kom til að þjón-
usta hana. Svo dó hún í svefni
eina nóttina.
Eftir jarðarförina fór Harry
heim, einn síns liðs. Hann gekk
hægt um svefnherbergið henn-
ar. Honum fannst hver smá-
hlutur þarna inni tilheyra ein-
hverjum, sem hann gat varla
munað. Honum fannst allt í
einú rétt eins og hún væri bú-
in að vera dauð einhvern óra-
tíma.
Hann fór út að ganga. Áður
en hann gæti áttað sig á því,
hvert hann var að fara, var
hann kominn í götuna þar sem
bókasafnið var.
Hann var dauðhræddur um,
að Alexandra kynni að sjá
hann — í fyrsta sinn í rúm
þrjú ár, og einmitt á greftrun-
ardegi móður hans, svo að hann
tók til fótanna og flýtti sér
heim.
Næstu dagana var hann allt-
af að hugsa um Alexöndru.
Hann sárlangaði til að fara til
hennar, en óframfærnin hélt
aftur af honum. Hann skoðaði
sjálfan sig í speglinum og harm-
aði hvað hann var orðinn fyr-
irgenginn. Hann ákvað í ör-
væntingu sinni að megra sig og
svo burstaði hann hárið þann-
ig, að það huldi að mestu vax-
andi skallann á honum.
Þegar hann hafði lokað búð-
inni um kvöldið, tók hann á
sig krók á heimleiðinni, til þess
að fara framhjá bókasafninu.
Þar leyndist hann svo i litlum
garði handan við götuna. Þeg-
ar hún kom út og lagði af stað
heimleiðis, vissi hann, að hann
elskaði hana og hafði alltaf
elskað hana.
Eitt kvöldið þegar hann stóð
svona undir trjánum, varð löng-
unin að sjá hana feimninni og
hræðslunni yfirsterkari. Þegar
hún kom út úr bókasafninu,
gekk hann yfir götuna og kail-
aði í hana.
Þetta var einkennileg stund.
Hún virtist ekkert hissa á að
hitta hann þarna, en honum
hnykkti við breytingunni, sem
á henni var orðin á þessum
þremur árum. Hún sýndist
miklu eldri en hann mundi
hana og allur æskusvipur gjör-
samlega horfinn. Hann fór að
skjálfa, því að hann vissi mæta-
vel, að sjálfum hafði honum
mikið farið aftur og nú gæti
hún séð spegilmynd af sinni
eigin afturför í andlitinu á hon-
um.
Þau gengu svo áleiðis heim
saman, eins og þau höfðu svo
ótal sinnum gert hér áður fyrr.
Hann gætíi þess vel að ganga
ekki of þétt upp að henni. Fyrst
þögðu þau alveg, en svo fóru
þau að tala ofurlítið saman.
Hún var orðin yfirbókavörður.
Og hann minntist eitthvað á
hljómleika, sem hann hafði sótt
nokkru áður.
Þau staðnæmdust við húsið
þar sem hún bjó. Hann var í
þann veginn að kveðja hana og
stynja því upp, hvort þau ættu
að hittast aftur.
— Viltu fá þér tesopa?
spurði hún lágt.
Sem snöggvast kom hann
uop engu orði — það var rétt
eins og hann yrði máttlaus af
eintómri þakklátsemi. Þau
gengu hægt upp-stigann. Hann
settist í litlu stofunni hennar
meðan hún hitaði á katlinum.
Allt virtist óbreytt. Bækurnar
í skápnum og plöturnar úti í
horni, myndirnar af látnum for-
eldrum hennar og litla gips-
myndin af Beethoven á arin-
hillunni. Meira að segja var
þarna þessi þægilegi ilmur af
púðrinu hennar, og hann hall-
aði sér aftur á bak og lagði
aftur augun. Á þessu hrifning-
araugnabliki fannst honum
hann vera kominn þangað sem
hann ætti heima og hefði allt-
af átt.
Hún kom inn með tekönnu
og setti tvo bolla á litla borðið.
Hún hellti varlega í bollana og
fyllti disk með möndlukexi.
Það hafði hann ekki smakkað
árum saman.
— Þykir þér enn góð græn-
metiskássa? spurði hann hóg-
lega.
Hún hristi höfuðið. — Nei,
ekki lengur, sagði hún.
Hendur hennar, hvítar og
fingramjóar fitluðu við teboll-
ann.
— Ég kæri mig heldur ekki
44 VIKAN 3.TBL.