Vikan

Tölublað

Vikan - 18.01.1973, Blaðsíða 15

Vikan - 18.01.1973, Blaðsíða 15
af þeirri gerð, sem Etrúskar notuðu. — Hún var fallegasta stúlka, sem ég hefi augum litið, segir Mario Signorelli. Ég vissi strax hver hún var. Hún hét Ursena, nitján ára gömul og var hofgyðja af aðalsættum. Ég varð samstundis ást- fanginn af henni. Og það sama var að segja um hana. En það var vonlaus ást, þvi að Ursena min var látin fyrir tvöþúsund áruih .... Er Signorelli prófessor eitt- hvað ruglaður? Það getur verið. En það er staðreynd að hann hefir verið vel þekktur visinda- maður, fornleifafræðingur i áratugi. Hann hefir skrifað margar bækur um Viterbo og Etrúskana. Nú er von á bók frá honum um þetta fólk, sem er svo hulið i móðu timans og þar verður að finna ýmsar stað- reyndir, sem fornleifafræðingar i þjónustu italska rikisins, eiga liklega erfitt með að hrekja. Og það er lika staðreynd að kynni Signorellis prófessors af þessari dularfullu stúlku hafa leitt til þess að fundist hafa mjög merkilegar fornleifar. Forn- leifar, sem sérfræðingar i Róm hafa reynt að gera litið úr og jafnvel draga i efa gildi þeirra, en sem nú eru kunnar al- menningi. Sjálfur er Signorelli prófessor merkilegt sambland af visinda- manni og dulspeking. En það getur verið að meira samband sé milli þessara öfga, en við gerum okkur ljóst. Maria, eiginkona Signorellis, tekur þessari ást hans á Ursenu rólega. — Hvernig ætti ég að verða afbrýðisöm út i konu, sem hefir verið látin svona lengi? segir hún. Og Mario Signorelli segir nánar frá þvi hvernig fundum hans og dularfullu stúlkunnar bar saman og hvernig hún visaði honum á hina fornlegu manna- bústaði, sem liklega eru það áhugaverðasta, sem fundizt hefur af fornleifum á þessari öld. — Ursena tók i hönd mér og leiddi mig að innganginum að Riellohellunum. Þessir hellar eru i brattri brekku i dalnum, sem heyrir til landareign minni. Hellarnir höfðu aldrei verið neitt rannsakaðir, vegna þess að ibúar héraðsins hafa alltaf haldið þvi fram, að það kynni ekki góðri lukku að stýra, þar sem illir andar ættu þar heim- kynni. Það getur jafnvel verið að þessi hjátru stafi allt frá þeim timum, sem Rómverjar sigruðu Etrúska. Þegar við komum að hellis- munnanum, setti Ursena frá sér krukkuna. Hún tók svo aftur i hönd mina og leiddi mig inn i myrkrið. Ég varð mjög óttasleginn. Ég var kominn til ára minna og ég var hræddur um að hrasa i myrkrinu og beinbrjóta mig. Það myndi enginn finna mig þarna, þar sem héraðsbúar snið- gengu þennan stað af fremsta megni. Það myndi enginn heyra þótt ég hrópaði á hjálp. Framhald á bls. 30. 3.TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.