Vikan

Tölublað

Vikan - 18.01.1973, Blaðsíða 21

Vikan - 18.01.1973, Blaðsíða 21
fyrr en það fær meðvitund. — Og þessvegna finnst yður það sjálfsagt að myrða þau þarna a rannsóknarstofunni, hikstalaust. Hún heyrði að Michael skellti gafflinum á diskinn sinn. — Ann, hvað i fjandanum ertu að þvæla? sagði hann hvasst. — Það sem Stahling ásakaði doktor Mentius um, er sann- leikur, Michael. Hann gervi- frjóvgar stúlkur og tekur siðan úr þeim fóstrin, til að myrða þau. Við Hugh komumst inn á rannsóknadeildina i nótt og fundum þar þrjú látin fóstur. Hún leit frá einum á annan, en sjúklingarnir þrir virtust ekki hið minnsta undrandi. Og Michael var náfölur af reiði. — Hvernig dirfistu? Þú hefui engan rétt til að skipta þér af þvi, sem þér kemur ekki við og þú hefur ekki vit á! — Rétt? Hún starði á hann. — Hef ég ekki rétt til að vita hvað þáð er, sem hér er að gerast? Og hefir hann rétt til að drepa mannlegar verur? —• Hann hefur fullgild rök fyrir þvi sem hann er að gera .... — Svo þú hefur þá vitað þetta allan timann? — Já, að sjálfsögðu. Við vitum það öll þrjú, þar sem þar er okkar vegna, sem hann gerir þetta. Og þessi afstaða þin er bæði hlægileg og ákaflega ósamkvæm þvi, sem þú hefur áður látið i ljós. Heima talar þú um það af miklum fjálg- leik, að það eigi að leyfa fóstur- eyðingar, en hér i Sviss talar þú um þetta sem glæp. — Mér er þetta betur ljóst, þegar ég hefi séð það með Mentius virtist ekki svifast neins til að ná settu marki, — eilífri æsku fyrir þessa þrjá sjúklinga sina. Æskuensymið var það sem hann hugsaði fyrst og fremst um. Hann var fær og samvizkusamur visindamaður, — en gat hann verið blindur fyrir því ótrúlega valdi, sem hann bjó yfir og þvi hver átti siðferðilegan rétt? mlnum eigin augum .... Hún þagnaði snöggvast og kyngdi. — Þessutan er þetta ekki sama eðlis. Að hjálpa stúlku, sem I ör- væntingu sinni leitar á náðir lækna, en þetta er gert með köldu blóði .... — Þetta er ekki annað en mis- skilið tilfinningaþvaður, sagði Michael kuldalega. — Látið mig um að skýra málið fyrir frú Brandywine, sagði Mentius. Þegar þér fáið að vita hvernig og I hvaða tilgangi þetta er gert, þá held ég að þér litið öðrum augum á málið. — Aldrei! sagði Ann æst. — Hvernig þér leggið út þennan texta, þá verður þetta aldrei annað en morö í minum augum. — Þarna sérðu, sagði Saliy við manninn sinn. — Ég vissi að þetta færi svona! Og þessvegna skellti ég allri skuldinni á Stahling. — Það var ákaflega óhyggilegt, Sally, en það erum við búin að ræða nóg. Hann sneri sér aftur að Ann. — Ég ætla ekki að leggja út af neinum texta, heldur ætla ég að koma með staðreyndir. Manns- likaminn er mjög flókin véla- samstæða, þar sem allt verður að falla saman, annars verður truflun. Það sem við verðum fyrir hvern mun að forðast, er að jafn- vægi ruglist ekki vegna Mentas- aðgerðanna. Ahættan er að visu litil, en við getum samt ekki litið burt frá henni. Við viðhöfum allar hugsanlegar varúðarráðstafanir til að fyrirbyggja að það komi fyrir og það er þessvegna, sem þau þrjú verða að eyða svo miklum tima i rannsókna- deildinni. Sem betur fer, hefir ekkert komið fyrir fram að þessu. En það er eitt, sem við höfum komizt að hjá tilraunarottunum, sem hafa verið sprautaðar með Mentas, það er jafnvægistruflun i ribonucleinsýrunni i heila- frumunum, sem orsakar minnis- leysi. Það er þessvegna sem við þurfum fóstrin. Hugh kom inn, rétt i þessu og sagði: — Hvað hefir minniö i lafði Kitty með smábörn að gera? — Það er einfalt að skýra það á þann hátt að ef RNA minnkar af einhverjum ástæðum, getur það orsakað minnisleysi. Þegar rotturnar fóru að missa minnið, reyndum við með ólifrænu RNA, en það bar ekki árangur. En þegar við sprautuðum þær með RNA úr heilum rottuunga, fengu þær minnið aftur. Ég verð þvi að hafa lifrænt RNA handbært, ef einhver sjúklinga minna sýnir nokkur merki minnisleysis. Ég neyðist til að fá efnið úr barna- fóstrum. Siðar, þegar ég hefi tilkynnt árangur rannsókna minna, verð ég ekki i neinum vandræðum með það, vegna þess að það er opin leið að fá efnið úr andvana fæddum börnum á öllum fæðingadeildum. En það er ekki timabært ennþá. Lisl og vinkonur hennar gerðu þetta af fúsum vilja. Það var að visu mjög dýrt, en þær gerðu það, án þess að hika. Hann þagnaði andartak, svo bætti hann við: — Lifið er heilagt hverjum lækni, en það eru til svo marg- vislegar lifverur. Virus er, til dæmis, lifvera. RNA er lika lif- vera og stundum verður að fórna lægri lifverum fyrir þær æðri. Að minu áliti er það ekki rangt að fórna mannsfóstri vegna vitundarveru. A þvi sviði hefi ég ekki samvizkubit vegna þess, sem ég hefi gert. Ann stóð upp. — Hvert ertu að fara? spurði Michael. — Upp til að láta niður i töskurnar minar. Það getur meira en verið að þetta hljómi allt mjög sennilega i eyrum visindamanna, doktor Mentius, en mér finnst það ekki rétt. Ég gæti ekki hugsað mér að dvelja hér einn dag i viðbót. Ég fer heim. Michael tók i arm hennar, en hún reif sig lausa og tók til fótanna. Fimm minútum siðar kom Michael æðandi inn i herbergið, þar sem hún var að troða niður i 3. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.