Vikan - 18.01.1973, Blaðsíða 38
vatnsins, var röðin komin að
honum að auðsýna hlédrægni
samfara þungbúnum þver-
girðingi.
„bú ert mjög þögull í dag,”
sagði hún.
„Fyrir kemur að ég kýs
þögnina.”
Frú Hauptmann hló stuttlega
og ögrandi. „Hvað hefur þessi
dóttir min verið að segja þér? Ég
hefði átt að láta þig vita fyrirfram
að hún er hraðlýgin.”
„Þú hefðir einnig mátt láta mig
vita að hún er mjög aðlaðandi.”
„Þú þurftir nú alls engan tima
til að uppgötva það.”
„Þó það nú væri.”
„Hún er forfallinn manna-
veiðari. Hún er búin að vera ást-
fangin af fimmtiu karlmönnum —
ef ást skyldi kalla.”
Rödd hennar var hvöss og beisk
af andstyggð.
„Myndirðu vilja stanza ein-
hversstaðar og fá tesopa?” spurði
hann.
Nei, hún sagðist ekki hafa
áhuga á þvi. En það var annað
stöðuvatn minna dálitið lengra
meðfram þessum vegi. Hún hafði
séð það einu sinni og hefði nú ekki
á móti þvi að lita það augum
aftur.
Þau voru tuttugu minútur á
leiöinni til vatns þessa. Það var
umlukt smáhæðum, sem vaxnar
voru dökkum kýpressum á
strjálingi. Það var svo blátært að
það minnti á gler I hlýrri sið-
degissólinni.
Þegar hann hafði stöðvað bflinn
við vatnið, lét frú Hauptmann
verða sitt fyrsta verk að fara úr
hvitu jakkapeysunni, sem hún
hafði verið I. Undir var hún i
blússu úr flfilgulu silki, lágri I
háls. Áreiðanlega var það með
ráðum gert af hennar hálfu að
hafa einmitt klæðst þessari flik
fyrir þessa bílferð.
„Já, hún skilur eftir sig röst af
sprungnum hjörtum hvert sem
hún fer, stúlkan sú.”
„Ég hafði nú ekki hugsaö mér
að gerast ástfanginn af_henni, ef
þú ert að höfða að þvi.”
„Astfanginn? Hún skilur ekki
merkingu þess orðs”.
Hún hvildi höfuðið upp við
sætisbakið og horfði á hann rúma
minútu, mjög alvöruþrungin á
svip. „bú hefur ekki ennþá kysst
mig I dag.”
Hann tók þegar til við að kyssa
hana. En hann gerði það af
engum innileika, og hún var fljót
að finna það og sneri andlitinu frá
honum.
„Þú ert allt annar maður i
dag,” sagði hún.
„Maður getur ekki alltaf verið
eins.”
Hún lét sígast lltið eitt dýpra i
sætið, svo að vel sást ofan á brjóst
henni.
„Þú fórst höndum um brjóstin
á mér I gær. Þegar kona lætur
sllkt viðgangast, þýðir það
auðvitað að hún.....”
Hún þagnaði I miðri setningu og
hann varð skyndilega gripinn
kynlegri tilfinningu. Þar kom
saman reiði og sterk löngun til að
særa hana. Hann kyssti hana
aftur, næstum á ofsafenginn hátt,
og hneppti um leið frá henni
blússunni.
Þegar hendur hans snurtu
likama hennar nakinn varð hann
enn fyrir nýjum kynjum. Hann
fann ekki betur en hann væri
kominn á strönd annars vatns,
væri þar með stúlkunni, og að það
væri hún, sem hann væri að kyssa
en ekki móðir hennar....
prTönáhQfur ~
Framhald af bls. 27.
svona ræmur, leggið saman
ræmuna tvöfalda og saumið
saman langhliðarnar og festið
slðan einni við hvort band. Á
bandið I kollinn þarf að sauma 2
og 2 ræmur saman, leggja þær
svo tvöfaldar og festa við endana.
Ef vill, má fóðra húfuna með
vindþéttu fóðri.
Skammstafanir:
1= lykkja
umf = umferð
11= loftlykkja
fl = fastalykkja
kl = keðjulykkja
3M
Framhald af bls. 33.
Englandi eru, The day I met
Mary, The dreams I dream og
London ’ s not too far, sem er eitt
krúsulegasta lag, sem ég hef
heyrt. Sennilegast eru lögin
Throw down a line og Joy of living
einna þekktust hér á landi.
Hank er sérstakur á sinn hátt,
hann hugsar ekki um, hvað aðrir
halda og nýlega lýsti hann þvi
yfir, að hann væri að hugsa um að
hætta I bransanum og fylgja
fordæmi eins fyrrverandi
bassaleikara The Sha-
dows, Licorie Locking og
gerast trúboði hjá votta Jehova.
með fyrirfram þökk,
einlægur aðdáandi allra 17 th
Saville Row Artists.
p.s. Ég efast stórlega um, að
islenzku danslagatextarnir
komist með hælana, þar seir
lögin hans Hank hafa tærnar.
Marla Rós Leifsdóttir.
Jæja, þar sat ég loksins I þvi.
Ég viðurkenni fúslega, aö Wells
blessaður heitir ekki Wells heldur
Welch. Prentvillupúkinn hefur
togað all illilega I fingur mér,
þegar ég skrifaði þessa grein, en
ég vona að ekki hafi farið á milli
mála, við hvern var átt.
Hvað varðar textann, þá hef ég
hvergi séð skriflegt, hver hafi
samið texta og hver hafi samið
lag. Þeir eru hinsvegar báðir
skrifaðir fyrir lagi og texta. Það
er hins vegar skarplega ályktað
hjá þér, úr þvi að Hank hefur
oftast verið orðaður við laga-
smiðar, en ekki textasmiðar, að
einhver annar hafi samið textann
við lagið. Nafnið Best fór hins
vegar alveg hjá mér þegar ég var
að skrifa greinina, en I heimildum
minum stóð svart á hvitu, við
nánari athugun, að lagið væri
eftir Hank og einhvern Best, sem
enginn virðist vita hver er. Mér
láðist að geta þessa og þvi fór sem
fór, að Hank Marvin var liklega
hafður fyrir rangri sök. Það má
hins vegar álykta, að hafi Hank
talið sig vera betri textahöfund
en Best, hafi hann samið texta
sjálfur við lagið, I það minnsta
breytt einhverri ambögu i honum.
En þetta var i paun svo smá-
vægilegt og athugasemdin aðeins
gerð til gamans. Ég vona að þú og
fleiri aðdáendur Hank Marvin
hafi ekki misst álit á honum við
þetta og úr þvi þú minnist á það,
vonandi gerist hann ekki trúboði.
P.s. Um pjé essið skaltu ekki
efast. Ég þakka bréfið.
3M
Framhald af bls. 32.
öðru og þriðja sæti komu Hold
Your Head Up með Argent og
Maggie May með Rod Stewart.
Vinsælasta litla platan yfir
heiminn var kosinn American Pie
með Don McLean. í öðru og
þriðja sæti komu Heart Of Gold
með Neil Young og Vicent með
Don McLean. Það er nokkuð
sjaldgæft að sami söngvarinn eigi
tvær plötur I fyrstu þremur
sætunum og þetta verður þvi að
teljast vel af sér vikið hjá Don
McLean.
í þessum kosningum er alltaf
kosið um „stærstu vonina” svo
kölluð. 1 Englandi varð hljóm-
sveitin Roxy Music fyrir valinu.
Um þá hljómsveit var all ýtarleg
grein I 36. tbl. þann 7. sept. s.l.
„Stærsta vonin” yfir heiminn var
kosin hollenska hljómsveitin
Focus.
Það verður að hafa i huga,
pegar litið er á úrslit þessara
kosninga, að þær eru gerðar
nokkru áður en árið er á enda.
Hljómsveitir, sem koma lögum i
efstu sætin nú siöast á árinu, eru
þvi ekki reiknaðar með. Hins
vegar koma þær með I næstu
kosningum fyrir árið 73.
MEÐ GAMLA GULL-
FOSSI TIL HAFNAR
Framhald af bls. 19.
heiman. þar sem Norðmenn hafa
verið. Aðeins hefir grá'nað á
jörðu, svo að dökkgrænn litur
trjánna, umhverfi þessara
bústaða, kemur enn skýrar i ljós.
Himinninn blár með dreifðum
gráleitum skýjum, hafflöturinn
bláleitur, nema hvitur á öldu-
toppunum i hæglátu brotinu við
klettótta skerjaströndina. Blátt,
hvitt, rautt, norsku fánalitirnir, —
og hvltt og grænt. Þetta er mjög
fögur litasamsetning, ^geðfelld og
friðsamleg I þessu/ umhverfi.
Mikil sæld hlýtur annars að vera
að búa hér i öllum þessum friði —
friði! — Jú, það er annars þrátt
fyrir aflt einhver friður eftir i
heiminum. Að minnsta kosti rikir
hér friður þennan kalda en bjarta
vetrardag. Dagsbirtan nægir
okkur nokkuð áleiðis suður undir
Haugasund. Þá kveður þessi
dýrðlegi dagur með „kvöldsins
roðaglóð” á skýjum loftsins. Enn
eykst litamergðin. Ég held ég sé
kominnheim, þegar ég horfi á allt
þetta litaskrúð hnigandi sólar.
Loks tekur myrkrið við og við
horfum á öll þessi óteljandi ljós
frá mannabústöðum i landi og á
skerjunum liða fram hjá i nætur-
kyrrðinni. Þetta er unaðslegur
dagur. Við leggjumst til hvildar,
auðugri af fögrum endur-
minningum en við vorum siðustu
nótt. Norski skerjagarðurinn! Við
munum lengi minnast hans meðal
þess fegursta af öllu fögru.
Porsgrunn.
tshrönglið jókst. Gefizt hafði
verið upp við að komast til
Fredrikssund eins og ráð var
fyrir gert. Nú var siglt inn
ölafsfjörð til Porsgrunn.
Þeir eru sennilega ekki
margir, sem hafa heyrt hans
getið. Þetta er smábær.
Verksmiðjubær i nánd við kalk-
saltpétursverksmiðjurnar i
Heröja. Við gengum þangað frá
Heröja hafnargarðinum á nálægt
tuttugu minútum. Bærinn hefir
um tiu þúsund íbúa, en húsin
standa mjög dreift með miklum
trjágróðri umhverfis. Trén vekja
óblandaða virðingu okkar
íslendinganna. Bara að við
hefðum nokkur þeirra heima!
Þau mundu vekja athygli þar, en
hér þykja þau sjálfsögð. Fólk
litur ekki vitund upp til þeirra.
Snjór er nokkur I bænum og alls
staðar sjáum við sportklædda
æsku á skiðum eða skautum. Það
fer ekki fjarri, að telja
Norðmanninn fæddan með skiði á
fótunum. Smástrákar sýna
jafnvel ótrúlegustu leikni i að
ganga létt og hratt á þeim. Ekki
aö furða þótt I Noregi séu margir
góðir skiðamenn. Frá blautu
38 VIKAN 3. TBL.