Vikan - 18.01.1973, Blaðsíða 31
sl&ar kom mikil grjótskriða i
Toscana. Og fyrir nokkrum
mánuðum kom þessi drengur
aftur og reyndi hann að halda á
báðum steinunum samtimis. Þá
um kvöldið varð þó nokkur jarð-
skjálfti við Ancona.
Ég get ekkert sannað, en ég vil
ekki taka þá áhættu að láta
nokkurn mann taka upp þessa
steina samtimis.
— Ég verð að viðurkenna að
mér finnst þetta næsU ótrúlegt,
sagði ég.
— Ég fann þessa steina hjá
beinagrind af einum æðsta-
prestinum i ilöngu herbergi við
„aðalgötuna”, svarar Signorelli.
— Þegar ég hélt þeim i hönd mér i
fyrsta sinn, var eins og ég fylltist
bæði ótta og óljósum æsingi.
Kawa, æðstiprestur, sagði mér
að steinarnir væru tólf. Hann
kallaði þá „steina geimaflsins”.
Þegar við finnum tólfta steininn
og leggjum hann hjá hinum, þá er
ekki að vita hvaða dyr geta lokizt
upp. Sjálfur hefi ég horfið aftur i
timann, með minni elskuðu
Ursenu, ég veit að það eru mögu-
leikar á svo mörgu.
Er Mario Signorelli þá eitthvað
skritinn sérvitringur? ítalzkir
sögu- og fornleifafræðingar draga
það ekki i efa, þrátt fyrir að þeir
viðurkenni að hann hafi grafið
upp fornleifar, sem eru mjög
mikils virði fyrir visindi nú-
timans.
En eitt er vist og verður ekki
hrakið og það er að Signorelii
prófessor'veit ótrúlega mikið um
hina fornu menningu Etrúska,
hvaðan sem hann nú hefur það.
Hann hefir skrifað svo margt um
sögu þeirra i bókum sinum,
furðulega helgisiði, tungu þeirra
og skáidskap. Hann hefir lýst ná-
kvæmlega þeim stöðum, þar sem
fornleifar er að finna, neðan-
jarðarborgir og grafhýsi. Hann
hefir teiknað grunnflöt af
gömlum virkjum og lýst frum-
stæðri höggmyndalist frá fyrstu
árum Etrúska, timabili, sem
fram að þessu hefir verið alveg
óþekkt meðal visindamanna.
Aðrir fornleifafræðingar, sem
unnið hafa að uppgrefti á
þessum slóðum, hafa staðfest það
sem hann hefir sagt á flestum
sviðum.
Mario Signorelli sýndi mér
flugmynd af héraðinu. Hann hefir
teiknað inn á þá mynd tvo bæi,
sem þar eiga að liggja undir
jörðinni, en þar er ekki ennþá
hafinn uppgröftur.
Signcrelli benti á þann stað,
sem Gustaf konungur Svia hefir
fengist við uppgröft siðustu
fimmtán árin. En konungurinn
hefir ekki komið nálægt þeim
stöðurn, sem Signorelli hef*ir bent
á.
—- Það getur verið að
konungurinn hafi ekki öðlast þá
andlegu handleiðslu, sem ég hefi
orðiö aðnjótg.ndi, segir Signorelli
hljóðlátlega.
Þótt samstarfsmenn Signorellis
hafi hæðnislega haldið þvi fram
að hann sé ekki heill af geðs-
munum, þá hafa bækur hans og
uppgröftur fengið italska rikið til
að rumska og i fyrra réðist hið
opinbera á hann og bannaði
honum að grafa meira upp, nema
eftir sérstöku leyfi, en það leyfi
var honum alls ekki veitt.
Gamli fornleifafræðingurinn
segir með sorgarsvip:
— Hugsið yður að ég skyldi
þurfa að grafa þetta allt upp,
bókstaflega með minum eigin
höndum, áður en þessir miklu
menn i Róm trúðu mér. Og nú eru
bundnar hendur minar af öllu
þessu skrifstofubákni og öfund-
sýki. En á hinn bóginn viðurkenni
ég, aðég get ekkert gert að gagni,
nema að hafa meira fé milli
handa, en ég hefi nú þegar fórnað
öllum minum eigum.
En það sem ég hefi fundið nægir
til þess að sýna fornleifa-
fræðingum framtiðarinnar, að
þeir verða að halda áfram verki
minu. Það verður að finna
leyndardóma Etrúskanna og
koma þeim i dagsins ljós, þvi að
nútimafólk getur lært meira af
þessum fornu þjóðum en nokkurn
mann grunar........
Mario Signorelli fylgir mér
djúpt niður i fjallið, gegnum graf-
hýsi og dimm jarðgöng og hann
sýnir mér allt sem hann hefir
fundið þar. Það er bæði kalt og
rakt þarna neðanjarðar.
— Ég sé ekkert i dag, segir
Mario Signorelli. — En ég hitti
þessa vini mina hér við og við. Að
sumu leiti er ég ánægður yfir þvi
að tvö þúsund ár eru milli okkar
Ursenu og ástar okkar.
— Hversvegna? spyr ég.
Signorelli nemur staðar og
bendir á tvö mjó sæti úr steini,
sem eru höggin i klöpp á annarri.
hæð neðanjarðarbæjarins.
— Það er sagt að fyrir þrjú
þúsund árum hafi setið þarna
fangar, hlekkjaðir við steininn.
Þaö voru maður og kona, prestur
og hofgyðja. Þau höfðu drýgt
þann ófyrirgefanlega glæp að
veröa ástfangin hvort af öðru og
gefið sig ástinni á vald. Þau dóu
þarna af sulti. Þangað til fyrir
þrem árum, leitaöi sál mannsins
að þessum stað.
Þegar ég kom að þessum stað
við uppgröftinn, sá ég fyrir mér
elskendurna og einhver innri rödd
náði til min: — Faðir, frelsaðu
mig ....
Ég lyfti höndum minum, sneri
lófunum að unga prestinum og
sagði: — Þú ert laus nú.
Mér var gefið vald til þess,
vegna þess að einu sinni hafði ég
sjálfur verið Metul, æðstiprestur.
Signorelli prófessor þagnar. Og
mér er ljóst hversvegna hann er
feginn að það er tvöþúsund ára bil
á milli hans og hinnar ungu
hofgyðju Ursenu.
Þvi að hefðu þau getað notið
hvors annars, eins og holdi
klæddar verur, þá hefðu þau þurft
að gjalda fyrir ást sina, með þvi
að svelta i hel, hlekkjuð við
steininn.......
STÍFLAN
Framhald af bls. 13.
„Svo? Nú, það er svo sem mjög
fallegt hérna.”
Meöan þau töluðust þannig við
á mjög svo formlegan og fremur
ópersónulegan hátt, varð hann æ
hrifnari og meira hissa á þvi, sem
hann sá hana vera að teikna. Hún
var ekki að teikna landslag með
rjómalitum itölskum villum,
svörtum kýpressum og nokkrum
seglskútum með hvitum og
skarlatsrauðum seglum á
vatninu, heldur hliðarmynd af
stúlku. Sú mynd var einnig mjög
stif i formi. Hún hefði sem bezt
getað verið af konu þessari
sjálfri, þegar hún var tuttugu og
fimm árum yngri.
„Gerið svo vel að horfa ekki of
mikið á þetta. Ég er ekkert góður
teiknari. Þetta er fyrst og fremst
til að drepa timann.”
„Ég er hrifinn,” sagði hann.
„Ég á við, mér finnst sniðugt að
þér skuluð teikna eitthvað, sem
ekki er hérna.”
„Ég er léleg við að teikna
landslag, skal ég segja yður. Mér
finnst það heldur leiðinlegt.”
„Má ég spyrja hver stúlkan
er?”
„Dóttir min.”
„Auðvitað veit ég ekki hvort
myndin er lik fyrirmyndinni, en
hún litur út fyrir að vera að-
laöandi.”
Hún stakk vinberi upp i sig, át
það hægt og nautnalega að vanda
en virti hann jafnframt fyrir sér
augum, sem voru gersneydd
hlýju.
„Yður finnst það?”
„Ég ætlaði að fara að bæta þvi
við að hún likist yður verulega.”
„Þeir gullhamrar gætu verið
beggja blands.”
„Ég fullvissa yður um að sú var
ekki min tilætlun.”
Allt I einu dró fyrir sólu. Og
vindurinn varð enn kaldari. Hún
leit á armbandsúr sitt.
„Það er ekki lengur mjög
notalegt hér, finnst mér.”
„Nei. A degi sem slikum er
maður feginn þvi að hafa bil.
Komuð þér á bil?”
„Nei. Ég kom fljúgandi.”
„Ég held ég aki eitthvert núna
siðdegis. Hafið þér séð nýju stóru
stifluna, sem búið er að byggja
uppi i dalnum? Hún er i sannleika
stórkostleg.”
„Nei. Hana hef ég ekki séð.”
„Það ættuð þér að gera.
Kannski þér hefðuð ekkert á móti
þvi aö sjá hana ásamt mér núna i
dag?”
Hún stakk upp i sig öðru
vinberi, tuggði það enn sem fyrr á
sinn nautnalega, undarlega
espandi hátt, og svaraði eilitið
hikandi, að honum fannst: „Þetta
er mjög fallega boðið af yður.”
„Þýöir það að þér hefðuð
gaman af að verða mér sam-
ferða?”
„Já, ég kem.”
„Það var og. En ég spurði hvort
þér hefðuð gaman af að koma?”
Vöndur af sólarljósi brauzt i
gegnum skýin og lýsti upp vatnið,
rjómalitu villurnar og féll i andlit
henni gegnum mjótt bil á milli
vinviðarteinunga. Rétt sem
snöggvast hefði hann getað svarið
að hann hefði séð roða bregða
fyrir i vöngum hennar.
„Já,” sagði hún. „Ég hefði
gaman af að koma . . . .”
„Vatnsrennslið þar er ekki
mikið um þetta leyti árs,” sagði
George Graham. „Eiginlega
ekkert, svo heitið geti.”
Hann hafði lagt bilnum þar sem
vel sást yfir stifluskálina, sem nú
var tóm, og náði yfir dalinn milli
tveggja kalksteinskletta, er
minntu á kreppta tröllshnefa.
Næstum lóðréttar hliðarnar voru
þéttvaxnar teinréttum, bærri
svörtum furum, og innan um þær
voru spænsk kastaniutré, sem nú
voru farin að brúnka á laufið.
Stifluskálin minnti á stórt
hringleikasvið, áhrifamikið
ásýndum en yfirgefið, likt og það
biði eftir mikilfenglegum
sýningarþætti.
Það hafði lygnt þegar á daginn
leið. Siðdeginu fylgdi kyrrö, sem
var á einhvern hátt iskyggileg. 1
þessari kyrrð urðu raddir þeirra
Georges Grahams og þýzku
konunnar furðusterkar.
„Eigum við að halda áfram?”
spurði hún skyndilega. „Ég þori
varla að lita niður.”
„Já. Ég er nú raunar ekki alveg
laus við lofthræðslu heldur.”
„Og samt fóruð þér að skoöa
stifiuna.”
„Hún hrifur mig.”
Þau gengu aftur til bilsins. Þau
settust inn og þýzka konan
spurði: „Hvert liggur þessi
vegur?”
„Ekkert. Það er þorp nokkrum
milum ofar i dalnum og skammt
handan þess endar vegurinn. Ég
er feginn að þér höfðuð með yður
kápu. Það verður stundum mjög
kalt hér efst i dalnum.”
Hann ræsti bilvélina og ók
áfram uppeftir veginum, sem var
nýlagður, sléttur og vel gerður aö
öllu leyti. „Ef það kólnar, getum
við alltaf brugðið okkur inn i þetta
þarna trattoria og fengið okkur
heitt kaffi,” sagði hann.
„Osturinn þeirra hérna i
fjöllunum er lika mjög góður. Og
Framhald á bls. 36.
3. TBL. VIKAN 31