Vikan

Tölublað

Vikan - 18.01.1973, Blaðsíða 33

Vikan - 18.01.1973, Blaðsíða 33
edvard sverrisson músik með meiru OSMONDS: Villa slæddist inn i siðasta þætti i greininni um Osmonds. Þar var nýjasta lag Jimmy Osmond nefnt Rockin in Liverpool. Lagið heitir I raun Long haired lover from Liverpool. Einhver gárunginn vildi hafa það Long haired liver from Loverpool, en við skulum hafa það fyrrnefnda. betta leiöréttist hér meö. Myndin er af Jimmy Osmond. PÓSTHÓLF 533 Póstinum barst fyrir nokkru bréf, þar sem réttilega var bent á tvær smávægilegar villur i grein um Hank Marvin i þættinum i 46. tbl. Bréfinu þótti rétt að svara i þættinum sjálfum og var Pósthólf 533 þvi endurvakið. Kæri Póstur. Vegna greinar i 46. tbl. i þættinum 3M, músik með meiru, um Hank Marvin langar mig að leggja orö i belg. Trióið heitir i fyrsta lagi ekki Marvin, Wells og Farrar.heldur Marvin, Welch og Farrar. Og vegna textans Thank Heavens..., þá er hann ekki eftir Hank heldur eftir mann að nafni Best, en lagið sjálft er eftir Hank. Hank er góður lagasmiður, og þrjú frægustu lögin hans i Framhald á bls. 38 Mouth og MacNeal eru nú fyrir löngu orðin heimsfræg fyrir lagið sitt How do you do. Samt sem áður eru ekki margir sem vita hvernig þetta par litur út. Myndirnar hérna á siðunni ættu að gefa fólki hugmynd um það. Mouth og MacNeal eru ekki ,,par” i eiginlegri merkingu þessa orðs, eins og margir halda. Þau búa sitt i hvoru lagi, hann með konu sinni en hún ein. Þau eru þvi aðeins söngpar, ef svo má aö orði komast. Mouth er 35 ára gamall en af skiljanleguro ástæðum er aldur MacNeal ekki gefinn upp. Þau eru bæði hollensk og búa i Amsterdam. Mouth heitir réttu nafni Will Duyn og er mikill aðdáandi Blood, Sweat and Tears. Þau eru mikið á ferðalagi og halda marga hljómleika. bau syngja gjarnan nokkur gömul lög til þess að hita upp mannskapinn, eins og You keep me hanging on, sem er gamalt Supremes lag og With a little help from my friend eftir Lennon/McCartney. En þegar þau syngja How do you do, svo og ný-jasta lagið sitt, Hallo—A, þá ætlar allt vitlaust að verða. Þar sem myndir segja oft meira en orð, læt ég myndirnar um restina. Segið það með myndum, eins og þar stendur. 3. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.