Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 08.03.1973, Qupperneq 6

Vikan - 08.03.1973, Qupperneq 6
SÍÐAN SÍÐAST ORÐLJÖTA PRINSESSAN Bretar hafa ekki minni áhuga á því, sem konungsfjölskyldan þeirra tekur sér fyrir hendur, en fréttum frá Downing Street 10. Þeim verður tíð- rætt um hinar fjölmörgu utanlands- reisur Filippusar drottningarmanns, en sé hann heima, stráir hann um sig vanhugsuðum athugasemdum. Og sé ekkert fréttnæmt að gerast í Bucking- ham-höll, má ganga að því vísu, að eitthvað spennandi sé á seyði í Kens- ingtonhöll. Litla systir, Margrét, hef- ur ekki beint lifað friðsælu og ham- ingjusömu fjölskyldulífi með Tony sínum. Karl krónprins varð orsök fyrstu gráu háranna á höfði drottningar, þegar hann fór að láta sjá sig í fylgd með hverri ljóskunni á fætur annarri. Og ljósmyndararnir voru óþreytandi að hafa upp á þeim stöðum, sem prins- inn notaði til leynifunda með vinkon- um sínum, móður hans til mikillar skapraunar. Lengi vel var Anna prinsessa yndi og eftirlæti pressunnar og þá ekki síð- ur, þegar hún fyrir nokkrum árum breyttist úr ljóta andarunganum í svan. En nú. er svanurinn orðinn einum of villtur. Hún er eigingjörn, ókurteisleg og stráksleg, segja blöðin. Hún hleypir jafn léttilega yfir hindranir siðvenj- anna eins og hindranirnar á hlaupa- brautinni. Hún hugsar bara um hesta — og hestamenn! En verst finnst þeim að þola henn- ar dónalega talsmáta. Þetta er ekki lengur prenthæft, segja uppnæmir blaðamenn. Og svo vitna þeir í hana! — Til fjandans með ykkur, fnæsti Anna nýlega á ljósmyndarana, sem vildu festa hana á filmu við opinbert tækifæri. — Reynið að ljúka ykkur einhvern tíma af, sauðirnir ykkar, hreytti hún í þá við annað tækifæri. En allt þetta mætti þó afbera ef hún gæti einhvern tíma orðið skotin í réttum karlmanni. Mamma virðist nú loksins vera að gefast upp á þessum ósköpum. A. m. k. var Mark Philips, lautinant og hesta- maður, í helgarheimsókn nýlega hjá konungsfjölskyldunni, þó ættlaus sé og ar.auður af fé eða titlum. Og á myndinni sjáum við, að þrjózk- an í Önnu má sín ekki alltaf mikils hjá þrjózkunni í hestinum hennar. Grace furstafrú í Monaco varð 43 ára fyrir skömmu, og auðvitað var haldið upp á afmælið með pomp og pragt í fjölskyldunni. Elzta dóttirin, hin fagra Caroline, gat þVí miður ekki verið við- stödd, en talaði lengi við móður sína í síma. Caroline er nú í klausturskóla St. Mary's í Ascot í Englandi. Hún kom heim í jólafrí, og illar tungur segja, að hún hafi naumast risið upp frá matarborðinu allan tímann, sem hún var heima. Myndin bendir til, að eitthvað sé hæft í því. ÖNNUR TILRAUN Þessi hamingjusömu hjón eru mikið í fréttunum um þessar mundir. Menn fylgjast spenntir með, hvernig þeirra síðari tilraun í hjónabandinu gangi. Þau slitu samvistum árið 1962 eftir nokkurra ára hjónaband, en fundu hyort annað á ný eftir nokkurt hlé og giftpst aftur á síðastliðnu sumri. Þetta eru þau Natalie Wood og Robert Wagner, bæði frægar kvikmynda- stjörnur, og hér sjáum við Natalie með tveggja ára dóttur sína, Natösju, og kvikmyndaframleiðandans Richards Gregson, sem hún var gift inn á milli hjónabanda sinna með Robert. —- Þær mæðgur heimsóttu Robert, þar sem hann lék í kvikmynd í þýzkalandi.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.