Vikan

Eksemplar

Vikan - 08.03.1973, Side 8

Vikan - 08.03.1973, Side 8
ER GREGORY PECK EINS FULLKOMINN OG OANN VIRDIST VERA? Þetta virSist of mikiS! MaSurinn hefur allt til aS bera, - útlitiS, hæfileikana og svo býr hann í hamingjusömu hjónabandi. Brezkur blaSamaSur fékk þá hugmynd aS skoSa þetta niSur í kjölinn, svo hann tók sér ferS á hendur og flaug fyrst til Hollywood og síSan til SuSur-Frakklands, til þess aS finna svar viS spurningunni ... Gregory Peck var að segja mér hvernig hann hitti konuna sína og varð strax ástfanginn af henni. Þegar hann talaði, með þessari rödd, sem hefur snortið hjörtu milljóna kvenna, þá var Ijóst að minningin var bæði ljúf og tær, eins og þetta hefði skeð í gær. — Eg var í mikilli þörf fyr- ir persónulega vináttu; hafði rétt lokið við að leika í „Prins- essan skemmtir sér“, og tíu ára hjónabandi mínu var ný- lega lokið. Ég varð að dvelja í Frakk- landi, vegna þess að ég átti eftir að leika í tveimur kvik- myndum í Evrópu. Þetta var mjög erfitt tíma- bil. I nokkrar vikur ráfaði ég um götur Parísar á kvöldin, en hélt mig mest á hótelherberg- inu á daginn og drakk alltof mikið koníak. Það er reyndar táknrænt fyrir marga karlmenn að drekka of mikið, þegar sjálfsmeðaumkunin verður yf- irþyrmandi. Ég var eiginlega alveg í öng- um mínum og ég þráði ein- hvern til að tala við, en þeir fáu sem ég þekkti í París voru vinnufélagar og mig langaði ekkert til að tala við þá. Þá datt mér allt í einu í hug að hringja til stúlku, sem hafði tekið viðtal við mig fyrir franskt dagblað. Mér hafði lit- izt vel á hana, sagði hann bros- andi. — Hún hafði líka verið svo elskuleg við mig, að hún hafði eftir mér nokkrar greind- arlegar setningar, en sleppt allri vitleysunni, sem ég hafði látið mér um munn fara. — Þegar spurt var hver það væri sem vildi tala við Made- moiselle Passani, fann ég að ég var búin að róta mér inn í eitthvað. Ég sagði: „Monsieur Gregory Peck, il parle“. Þá heyrði ég einhvern þys og læti! 'Ég bauð henni á kappreiðar. — Þegar Veronique kom í símann, varð mér ljóst að það gæti verið óþægilegt fyrir hana að tala við mig innan um allt fólkið á ritstjórninni. En ég mátti ekki guggna. Þegar ég hafði stunið upp erindi mínu, varð löng þögn. Ég spurði hvort hún væri þarna ennþá. Hún svaraði ját- andi. Þá ítrekaði ég boðið: „Há- degisverð og skreppa svo á kappreiðarnar og svo myndi ég aka henni heim“. Og aftur varð löng þögn, þangað til ég sagði: „Siðustu forvöð!“x Og hún játaði boðinu. — Við skemmtum okkur al- veg stórkostlega og ég fann Gregory Peck leggur mikið upp úr því að fjölskyldan sé saman við máltíðir og rabbi þá saman um áhugamálin. aftur gleði mína. Svo fórum við að fara út saman . . . og já, af- leiðingarnar vitið þér. En eitt var það sem ég fékk ekki að vita fyrr en löngu seinna og það var hvers vegna hún lét mig bíða svo lengi eftir svari í fyrsta sinn, þegar ég talaði við hana í síma. Það var vegna þess að hún átti að taka við- tal við mjög mikilvæga pers- ónu, svo það var erfitt fyrir hana að gera það upp við sig hvort hún ætti að sleppa því. Og nú, tuttugu árum síðar, eru Gregory og Veronique jafn hamingjusöm. Þau eiga tvö myndarleg börn; Anthony, sem er fimmtán ára og Cecilia, sem er fjórtán. Þau eiga tvö falleg heimili, annað í Californiu og hitt, sem þau kalla drauma- húsið sitt og fara þangað alltaf þegar þau geta, í Cap Ferrat, milli Monte Carlo og Nissa. Þau buðu mér að koma til beggja staðanna og ég ákvað að taka fyrstu myndirnar, sem hafa verið teknar af fjölskyld- unni allri saman, á heimili þeirra í Suður-Frakklandi. En áður en af því gat orðið, átti ég viðtal við Gregory Peck á skrifstofu hans í Hollywood. Honum þykir ákaflega skemmti legt að vera kvikmyndafram- leiðandi, sérstaklega hefur hann áhuga á kvikmyndinni, sem hann vinnur að um þessar mundir. Myndin heitir „Dove“ og er sönn saga af sextán ára pilti, sem sigldi einn á báti kringum hnöttinn, og segir líka frá stúlkunni sem hann hitti og varð ástfanginn af og kvænt ist. Peck er fimmtíu og sex ára, en manni finnst það ótrúlegt, þegar maður talar við mann- inn. Meðan ég beið eftir hon- um á skrifstofunni, gerði ég mér í hugarlund að hann hlyti að vera farinn að láta á sjá, væri búinn að missa eitthvað af sínum fyrri töfrum. En það var síður en svo, það heyrði ég strax, þegar hann talaði við skrifstofustúlkuna á leiðinni inn og spurði hvort nokkur skilaboð væru til sín. Þegar hann kom inn, fannst mér sem hann fyllti út herbergið, fannst herbergið smækka. Reisnin var sú sama og í „Captain Horn- blower" og brosið var frá „Prinsessan skemmtir sér“. Hann var kannski örlítið þrekn- ari, en það var ekki mikið. Hárið var reyndar orðið hæru- skotið, en svo þykkt að ennþá þarf hann að strjúka það frá enninu. Hann var ennþá jafn aðlaðandi. Hann sagði mér að fólk — 8 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.