Vikan

Eksemplar

Vikan - 08.03.1973, Side 9

Vikan - 08.03.1973, Side 9
eins og „ekkjufrúr, sem oft eru borðdömur mínar“ — ætlist til að hann sé alltaf eins góður og göfugur, já og glæsilegur, eins og persónur, sem hann leikur í kvikmyndum. Það er eins og þetta fólk ætlist til að fá eina hálftíma kvikmynd í hvert sinn sem það hitti hann. — Þessu fólki er ekki ljóst að kvikmyndaleikarar verða að leggja sig alla fram fyrir kvik- myndun, þótt ekki sé nema um þriggja mínútna töku að ræða. Eftir að hafa talað við þenn- an mann, þá er manni ljóst hvers vegna hann er svo dáð- ur, en sjálfur vill hann allra sízt gera mikið úr því. Það er líka nokkuð furðulegt að heyra hann halda því fram, að það sem hann hefur mestan áhuga á, sé hvort sá hestur sem hann veðjaði á yrði númer eitt! Glæsilegt heimili. Hús Gregory Pecks í Cali- forniu stendur á nokkrum ekr- um lands, milli Beverley Hills og Kyrrahafsstrandar. Þetta er mjög glæsilegt hús, en alls ekki æpandi skrautlegt, það má frekar segja að það hvísli að þetta sé notalegt heimili. Það er ekki auðvelt að lýsa þessu húsi, en þegar inn er komið, er allt bjart og nota- legt. Gólfábreiðan í anddyrinu er ljós og einhver hafði fleygt 10. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.