Vikan

Útgáva

Vikan - 08.03.1973, Síða 22

Vikan - 08.03.1973, Síða 22
« LEíT AB SPARt* ¥■ Gegnum gluggann mátti greina ljósadýröina i Los Angeles. Fæturna, i glæsilegum, gljáfægðum skóm, hafði hann lagt upp á borð. Stúlkan við hlið hans fylgdi dæmi hans. Fætur hennar i grænum samkvæmis- skóm, voru bæði fagurlagaöir og smágeröir. Þau voru bæði með glös i höndunum, en virtust hvorki hafa löngun eöa þörf fyrir aö drekka það sem i þeim var. Það var lika stutt stund siðan hún hafði beint skrefum sinum i áttina til hans i kokkteilboöinu hjá Winters. Það var auðvelt fyrir hana að fá hann til að bjóöa henni út að borða, það ætluöu þau að gera siðar. Hún var mjög fögur stúlka, á að gizka tuttugu og fimm ára (það hélthann að minnsta kosti) örugg i fasi, eiginlega nokkuö hrokafull, en það var eiginleiki, sem Harry dáðist nokkuð að. Hún sagöi letilega: — Segöu mér hvað þú gerir, Harry. Og hann svaraði á sinn sérstaka hátt: — Faðir minn er fyrrverandi oliumilljónari. Elzti bróðir minn ep, rikisstjóri i einu rikinu okkar, sá næstelzti er þekktur skurðlæknir. Fjölskylda min hefir mörgu duglegu fólki á að skipa og til þess að halda jafnvæginu, þá hefi ég tekið þann kostinn að gera ekki neitt. — Ég hefi nú ekki beinllnis trú á að þaö sé satt, haföi Dorinda sagt. Bros hennar var sérstaklega elskulegt og aðlaðandi. Harry, kunni einkar vel við sig I nærveru hennar. Hann talaði um eitt og annað, en athugaði vel i laumi þessa stúlku, sem reyndist heita Dorinda Bowie, en sem hann vissi engin deili á, önnur en þau að hún þekkti einhvern af Winters fjölskyldunni og að hún var bæði lagleg og glæsilega búin og að öllum likindum vel greind. Bonzer, þjónninn hans, tók simann I næsta herbergi. Harry stóð upp, bað stúlkuna afsökunnar og fór til að svara i simann. — Harry? Þetta er Bernie ■B . . . — Bernie. Það er sannarlega gaman að heyra I þér........ — Haltu kjafti og hlustaöu. — Hvað á svona munnsöfnuður að þýða ....... — Haltu þér saman, Harry, I þetta eina sinn...... Harry þagnaöi. — Ég hefi verið að vinna að ákveönu verkefni fyrir föður þinn, sagði Bernie. — Ég hefi hér það sem hann þarf á að halda, en ég get ekki komið þvi til hans. Þeir þjörmuöu aö mér I Honolulu...... — Hvað? Hverjir? — Einhver svin. Bernie var mjög æstur. — Og eitt svinið er hér við hlið mér og reynir að heyra það sem ég segi. Segðu ekkert, hlustaöu, þvi nú ætla ég að gefa þér upp orðið og þú verður að skilja það. — Hver fjandinn . . . .Harry skildi hvorki upp né niður. — Haltu þér saman. Ég er á flugvellinum, Pan — Am vellinum og það blæðir úr mér ég er eins og stunginn gris. — Þú verður aö ná i lækni, hrökk óvart út úr Harry. — Ég vildi óska að ég væri hjá gamla McGee lækni. Það var éins og rödd hans væri aö fjara út. En Harry hlustaöi. — Þú manst vonandi eftir Doc MacGee? Ég vildi óska að ég væri að hringja frá sima gamla Docs núna..........Harry? Röddin varð nú svolitið skýrari. — Þú veröur að tala viö föður þinn og engan annan, vegna þess að það er njósnari 1 húsi hans, það hlýtur að vera og mér finnst það fjandi ergilegt að deyja til einskis. Harry þrýsti heyrnartólinu að eyranu, hann heyrði. andvarp og svo varð allt hljótt. Oti á flugvellinum hné maöurinn i simaklefanum niður á gólfið. Andartaki siöar heyrði Harry karlmannsrödd, sem hrópaöi: — Halló, Halló. Hvern tala ég við? Harry þagið, svo lagði hann simann hægt frá sér. — Hvað er að? spurði Dorinda. — Fjandinn hafi að ég veit það, svaraði Harry og strauk dökkt háriö frá enninu. — Ég skildi ekki haus eða sporð af þvi sem sagt var. En ég ... .hmm . . . .ég verð vist aö yfirgefa þig. — Veröuröu það? Hún stóð upp og hreyfingar hennar voru fullar yndisþokka. — Ég skal láta Bonzer ná I leigubil handa þér. Er það ekjd i lagi? Og svo hringi ég til þin einhvern daginn. Harry, sem var snarari I snúningum heldur en flestir héldu, var kominn fram að dyrum og svo var hann horfinn. Hann tók lyftuna niður i kjallara, settist inn i bilinn sinn og ók honum úr. Þar varð hann að biða eftir tækifæri til að komast inn i umferöina, en á meðan hann beið, kom Dorinda og smeygöi sér upp 1 bilinn til hans. — Ég hélt ég gæti kannske verið þér til hjálpar, sagöi hún, alvarlega I bragði. — Jæja? sagði Harry. — Það gæti verið. Svo sá hann sér færi að komast út á götuna. — Hvert erum við að fara? spurði Dorinda nokkru siðar. — Og hversvegna. Segðu Dorindu það. Hún mjakaði sér upp að honum. — Við förum til flugvallarins. Og ég gæti llka þegið að vita til hvers. Hann var kurteis við hana en þurr á manninn. Bernie hafði gefið þonum upp eitt orð, Bernie Beckenhauer, sem var góður vinur hans frá háskólaárunum og sem hafði valið sér alveg furöulegt lifsstarf, hann geröist nefnilega einkaleynilögreglumaður. Harry sagði við Dorindu. — Haltu fast i hattinn þinn, stúlka min. Og svo sté hann bensinið I botnog þaut eftir hraðbrautinni I átt til flugvallarins. t biðsalnum stóö fólkið i hálfhring og horföi forvitnislega i áttina að simaklefanum. Jean Cunliffe stóð innzt i hringnum, þegar ungi öryggisvöröurinn ruddi sér braut gegnum þvöguna. Dyrnar að simaklefanum höfðu opnazt og maöurinn lá hálfur fram á gólfiö i biösalnum. Hann var meðvitundarlaus. Digri maðurinn úr hinum simaklefanum, sem ennþá var með blómsveiginn um hálsinn, kraup við hliðina á hreyfingar- lausum manninum. Það leit helzt út fyrir að hann væri að rannsaka vasa mannsins, sem lá á gólfinu. Afsakiö,sagði öryggisvöröurinn. - Heyrið mig nú . Þér hafiö ekki leyfi til aö snerta neitt hér, herra minn. * Sjúkrabillinn kemur eftir augnablik. . — Afsakið sjálfur, sagði digri maöurinn, — ég hélt að nauðsynlegt væri aö leita að skilrikjum hans. Vesalings maöurinn. Hann stóð upp. — Eg skal taka við hér, sagöi öryggisvöröurinn.'— Vikið frá, viljiö þið gjöra svo vel að vikja frá. Mannfjöldinn hörfaöi aftur á bak og svo leystist áhorfenda- skarinn upp. Jean hörfaði með fólkinu, hún hafði gert það sem á hennar veldi stóö. Það var eins gott fyrir hana aö flýta sér til búðarinnar. En svo kom gráklæddur mað- ur, liklega óeikennisklæddur lögregluþjónn, fram aö með- vitundarlausa manninum, kraup við hlið hans og sagði eitthvaö við öryggisvörðinn. Svo kallaði hann til fólksins: — Ég vil gjarnan tala við þau ykkar, sem eitthvaö getið frætt mig um ferðir þessa manns. Hann leit fast á Jean, svo hún stóö kyrr og beiö. Þá heyröi hún lága rödd að baki sér: — 0, ungfrú? Ungfrú frá gjafabúðinni? Hún sneri sér við og $á þá lang- leitu, mögru konuna, standa við glerhurðina að kaffistofunni. Hún veifaöi Jean til sin. Nú stóö hún I miöjum barnahópnum. Jean þekkti aftur austurlenzku telpuna og þá litlu rauðhærðu. Magra, gráklædda konan skagaði upp fyrir barnahópinn. — Hvernig liður vesalings manninum? spurði hún með grátklökkri rödd og leit'á Jean sorgbitnum augum. — Ég veit það ekki, frú, sagöi Jean alvarlega. — Hann hefir vist misst meðvitund. Ég held aö hann sé ekki . . . . Ég á við að hann er vist ekki látinn. Og sjúkrabillinn ,ér á leiðinni. Jean sá litlu, feitu konuna, sem sat rétt hjá þeim. Hún var með litla ljóshærða drenginn á hnjánum. Gráu augun hans voru svefnþrungin. Jean ætlaði að afsaka sig og fara frá þeim, þegar digri maöurinn meö blómsveiginn stóö fyrir framan hana. — Andartak, ungfrú. Hann pirði litlum augunum út á milli húð- fellinganna. — Þér vitiö liklega ekki hvað kom fyrir vesalings vin minn frá flugvélinni? Hann talaði viö yður i gjafabúðinni, er þaö ekki rétt? — Jú — ú . . . . það gerði hann. — En hann spurði mig aðeins hvað símaklefarnir væru. Hún var svolitið vandræöaleg. — Ég skil, sagöi digri maöurinn. Hann virtist missa allan áhuga á Jean. — Þér voruö sem sagt i búöinni, sagði hann hratt og þaö var engu likara en ásökun. — Talaði hann viö yður, frú? Andlit mögru konunnar var sviplaust. — Alls ekki, sagði hún. Nú var lögreglumaöurinn i gráu fötunum á leið til þeirra. — Má ég segja við yður nokkur orö, sagöi hann við digra manninn. Svo sneri hann sér að Jean. — Og við yður lika. — Ég afgreiði I gjafabúöinni, sagöi Jean. — Má ég ekki fara þangað á meðan þér taliö við þennan herra? Hann kinkaði kolli til samþykkis og mennirnir tveir gengu i burtu. En magra konan hvislaði ákaft I eyra Jean: — Þessi maður er að ljúga. Hann er ekki vinur vesalings mannsins. Hann lýgur. Jean horföi á reiðilegt andlit hennar. — Menn segja ekki alltaf sannleikann, sagði hún hógværlega og gekk i áttina að gjafabúðinni. Nú þutu börninn allt i einu til einkennilegs manns, sem þau hópuðust i kringum. Hann var Framhald á bls. 31. 22 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.