Vikan - 08.03.1973, Page 27
Kalda borftið var glæsilcgt og bar kennara og nemendum gott vitni,
bæði að sjá og reyna. l>að ætti aðgeta orðið spennandi að heimsækja
þau Guðbjörgu og Eyjólf Pétur i lramtiðinni.
norðan munu með slnu námi hafa
verið að búa sig undir störf á
veitingahúsum eða hugsanlega
stytta námstima við Hótel- og
veitingaskólann. En við fréttum
nýlega af fyrsta herranum i Hús-
mæröaskóla Reykjavikur, sem
tók þátt i matreiðslunámskeiði i
þeim tilgangi einum að verða
færari um að annast matseldina á
eigin heimili, ef þörf kreföi. Við
biðum ekki boðanná, en brugðum
okkur á vettvang.
Eyjólfur Pétur Hafstein heitir
þessi ungi maður, og hann var að
ljúka þátttöku i 5 vikna kvöld-
námskeiði viö góðan orðstir. Og
ekki nóg meö það, heldur var von
á öðrum karlmanni á næsta
námskeið. Friða Asbjörnsdóttir,
matreiðslukennari, er ánægð með
þessa þróun mála.
— Þessi fyrsti herra okkar
reyndist mjög góður nemandi, og
ég er ánægð með að eiga von á
fleiri karlmönnum. Það er
einmitt ágætt að hafa þetta
blandað, karlmennirnir eru svo
sterkir i höndunum, og þeir eru
mjög nákvæmir, fara eftir upp-
skriftum og fyrirmælum út i yztu
æsar, sagði Friða.
Það var miðvikudagskvöld,
næstsiðasta kvöldið á nám-
skeiöinu og i eldhúsinu gat að lita
hlaðið borð af dýrindis réttum,
sem nemendurnir höfðu veriö að
útbúa á tveimur kvöldum, og
verður ekki annaö sagt, en boröið
hafi borið kennara og nemendum
gott vitni, ekki bara að sjá, heldur
einnig að reyna.
Þarna var boðið upp á fisk i
hlaupi, humar og rækjur i tómat-
hring, frönsk egg, hangikjöt,
steik, kjúklingalæri, kótilettur,
grisasneiðar, Waldorfsalat,
hirðdessert og — nei, þaö er bezt
að hafa þessa upptalningu ekki
lengri, einhvern gæti fariö að
muna óþægilega i góögætið.
Meöan við gæddum okkur á
krásunum, spjölluöum viö við
Eyjólf Pétur og stúlkurnar þrjár,
sem hann vann með á nám-
skeiöinu. Þær heita Sigriður Olöf
Ingvarsdóttir, Hallbjörg
Thorarensen og Guöbjörg
Armannsdóttir, en sú siðast-
nefnda er reyndar unnusta
Eyjólfs Péturs, og þau hafa
haldiö heimili um eins árs skeið.
— Hvernig datt þér I hug að
fara á matreiðslunámskeið,
Eyjólfur?
— Ég hef alltaf haft svolitið
gaman af svona stússi, og mér
datt i hug, að það væri gott að
kunna eitthvað fyrir sér, ef ég
þyrfti af einhverjum ástæðum að
sjá um matseld á okkar heimili.
Karlmenn eru alltaf i vandræðum
með hlutina, þegar konan verður
veik eða þarf að fara að heiman,
sem alltaf getur komið fyrir.
— Eiginlega er þetta mér að
kenna, segir Guðbjörg. Mig
langaði á þetta námskeið, eftir að
systir min hafði verið á einu sliku,
og mér fannst upplagt að drifa
kærastann með. Þegar ég hringdi
og sótti um fyrir mig, spurði ég
skólastjórann, hvort karlmenn
væru teknir á námskeiðið, og hún
sagði, að þaö hefði reyndar aldrei
veriö gert, en kannske væri
gaman að prófa það. Og þar með
, var það ráðið.
— Og hvernig hefur þetta
gengið? Varð kvenfólkiö ekkert
furöulegt á svipinn, þegar það sá
karlmann i hópnum?
— Við höfum tekið þetta eins og
sjálfsagðan hlut frá byrjun,
skýtur Sigriður Ólöf inn i. Við
hefðum vist gjarna sjálfar viljað
hafa makana með.
— Þær voru ekkert skrýtnar á
svipinn, segir Eyjólfur Pétur, og
samvinnan hefur verið eðlileg og
frjálsleg. Við erum 16 á nám-
skeiðinu og skiptumst i fjóra
hópa, númer eins og kallað er,
og númerin skiptast á um
verkefni-
Eitt kvöldið sjáum við um
súpuna, næsta kvöld er það aöal-
rétturinn, þá eftirrétturinn,
baksturinn o.s.frv. Svo borðum
við þennan góða mat og göngum
frá eftir okkur.
— Hvað fellur þér svo bezt?
— Mér finnst eiginlega allt jafn
skemmtilegt. Liklega hef ég þó
mest gaman af að fást við finan
matartilbúning. En ég verð að
játa,aðégerlitiðfyrirað þrifa og
ganga frá.
— Teljiö þið svona námskeiö
gefa góða undirstöðu i þessum
störfum?
— Mér finnst það, segir
Guðbjörg. Og það er sérstaklega
ódýrt. Þetta 5 vikna námskeið
kostar 3 þúsund krónur, ög við
erum hér fjögur kvöld i viku, 2-3
tima I hvert sinn. Við lærum
margt gagnlegt, t.d. um sam-
setningu fæðunnar og geymslu og
frystingu matvæla og svo lærum
við að matreiða alls konar dýra
og fina rétti, hamborgarhryggi,
kjúklinga og mikið af grilluðum
mat. Eitthvað kostar nú allt þetta
fina hráefni.
— Já, þetta var ódýrt fæði fyrir
okkur Guðbjörgu, segir Eyjólfur
Pétur. Þá daga, sem námskeiðið
var, lét ég mér oft nægja könnu af
kakói i hádeginu, það dugði alveg,
þegar maður fékk svona finan
mat á kvöldin.
— Þab er ansi fitandi að vera á
svona námskeiði, skýtur ein
daman inn i, en við segjum ekki,
hver það var.
— Þekkirðu herrann, sem
verður á næsta námskeiði?
— Nei,_ég ber enga ábyrgð á þvi
uppátæki. Ég óska honum bara
góðs gengis. Annars held ég, að
það væri betra, ef tveir karlmenn
væru saman á námskeiði, þeir
gætu þá svona stutt hvor annan.
— Eruð þið annars i skóla eða
starfi?
— Guðbjörg afgreiðir i búð, en
ég er i Kennaraskólanum.
— Og ætlarðu að kenna i
framtiðinni?
— Ekki er ég nú viss um það.
Ég er búinn að taka almennt
kennarapróf, en les núna til
stúdentsprófs. Ég býst við að fara
i Háskólann.
— Og þá getur Guðbjörg unnið
fyrir ykkur, meðan þú stúdérar
og býrð til matinn.
— Við skulum segja það. En ég
er hræddur um, að hún fái ekki
svona finan mat á hverjum degi,
segir Eyjólfur Pétur og gefur
kalda borðinu hornauga, þar sem
varla sést högg á vatni, þótt allir
hafi tekið vel til sin.
En nú kemur Friöa kennari og
spyr, hvort allir séu búnir að
seðja sig, þvi timi sé til kominn að
ganga frá og þvo upp.
Eyjólfur Pétur setur upp
mæöusvip og hvislar að unnustu
sinni: — Æ, vilt þú ekki þvo upp
fyrir mig?
10. TBL. VIKAN 27