Vikan - 08.03.1973, Page 37
BRAUTRYÐJANDI T •
GETNAÐARVÖRNUM
Framhald af bls. 15.
hennar var komin, lét hún mann
sinn lofa sér þvi aö ganga aö eiga
stjúpsystur sina Christine.
Christine þessi var góð stúlka, og
Elise vildi umfram allt forðast að
sonur hennar, sem hét Jan, hlyti
að alast upp hjá vondri stjúpu,
eins og hún sjálf hafði mátt þola.
Mensinga, sem unni Elise hug-
ástum og bar siður en svo
nokkurn hug til systur hennar,
lofaði þessu nauðugur. En þetta
fór allt vel. Christine var dugleg
og annaðist Jan litla, sem var
veikur til heilsunnar, með prýði.
Hún taldi lika kjark I mann sinn,
sem hafði verið að því kominn að
láta af starfi.sinu sem læknir eftir
dauða fyrri konu sinnar. Þá
skrifaöi hann I örvæntingu:
„Læknisstarfið er hræðileg list,
og þó vanmáttug!” Hann hugsaöi
sér jafnvel að verða prestur og
taka við brauðinu af föður sinum.
Christine taldi hann frá þvi.
Smátt og smátt fór hann að elska
hana og virða einnig, og komst
svo að orði i kvæði til hennar, að
hún hefði borgið lifi þeirra Jans
litla beggja.
Smátt og smátt varð hann
altekinn þeirri hugsjón; að koma i
veg fyrir að veikar og ofþreyttar
konur yrðu enn veikari og
þreyttari og misstu jafnvel lifið
vegna barneigna. En aðstaða
hans til baráttunar var slæm.
Hann var ekki frægur eða
velmetinn kennari i
kvensjúkdómafræði við neinn
háskóla og hafði ekki einu sinni
eigin sjúkrastofu. Aðstoð hafði
hann enga. Þegar hann fram-
kvæmdi rannsóknir á sjúklingum,
urðu eiginmennirnir sjáli'ir að
vera til aðstoðar. „Þarna upplifði
ég,” skrifaði hann, „harmsögur
fjölda kvenna, sem aldrei ná
eyrum prófessoranna ' i
læknadeildum háskólanna. En
þar hugsa menn um sjúkdóma, en
sjaldan um manneskjur.”
Aður en hann kynntist Elise
hafði hann hugsað sér að verða
arkitekt, og sýnt góða hæíileika á
þvi sviði. Hann hannaöi þannig
stúdentagarð fyri'r stúdenta-
félagið „Teutonia”, sem hann var
i meðan hann nam við háskólann i
Kiel. Hann hannaði einnig
vagninn, sem hann fór á i sjúkra-
viljanir. Svo og skóna, sem hann
gekk i daglega. Þeir voru gerðir
með það fyrir augum að sem
fljótlegast væri að fara i þá, en
það gat komið sér vel þegar
læknirinn var kvaddur til
sjúklinga að næturlagi. Þetta
verklega hugvit varð Mensinga til
mikillar hjálpar, þegar hann fór
að brjóta heilann um getnaðar-
verjur fyrir konur. Á slikum
verjum fyrir karlmenn hafði
LOFTLEIBIR -,W, ICELANBIC W
.-8*-^.
||g|
- ^ 'ém
Hratt f Ijúga þotur -
hratt flýr stund
*
Nýtið því naumar stundir.
Notið hraðferðir Loftleiða
heiman og heim.
Njótið hagkvæmra
greiðslukjara Loftleiða.
Flugfar strax-far greitt síðar.
30 þotuferðiríhverri viku
til Evrópu og Ameríku
með DC-8
10. TBL. VIKAN 37