Vikan - 08.03.1973, Síða 47
GREGORY PECK
Framhald af bls. 10.
unglinga. Þau verða líka að
eiga sín einkamál.
Draumaliúsið.
— Hefur hann einhverja
óskhyggju vegna barna sinna?
— Nei, raunar ekki, þau
verða sjálf að hafna og velja.
Að sjálfsögðu óskum við for-
eldrarnir að þau geti farið að
heiman á traustum fótum og
hafi möguleika á því að njóta
gæða lífsins og líka að þau séu
fær um að taka mótlæti, sem
að höndum getur borið, með
manndómi. Við óskum líka að
þau finni eitthvað við sitt hæfi,
eitthvað sem veitir þeim ham-
ingju.
í Suðu”-Frakklandi, þar sem
f jölskyldan er laus við skyldu-
störf og skóla, geta þau notið
samvistanna.
Ladoma, ,,Doma“, er rúss-
neska og þýðir hús, er einbýl-
ishús' úr brenndum leir í Cap
Ferrat, mitt á milli Nissa og
Monte Carlo. Það er við sömu
pötu og hús Davids Nivén og
rétt hjá húsinu, sem Somerset
Maugham áttL
—• Okkur hjónin dreymdi
um að eignast hús á þessum
stað, og hér er það, sagði Gre-
gorv Peck glaðlega. Hann fór
með okkur, mig og ljósmynd-
arann, um lóðina, sýndi okkur
f’arðinn og þær breytingar, sem
gerðar hafa verið á eigninni,
síðan hann keypti hana árið
1965.
— Við grófum okkur í gegn-
um klettinn þarna, til að búa
til sundlaug, brutum raufir í
háan steinvegg til að planta
trjám og breikkuðum þrepin
frá veröndinni. Við Veronique
höfum mikið yndi af garðin-
um. Þegar við komum hingað
núna, kom ég með maístegund,
nóg í þrjú beð, sem er að
verða þroskuð.
Þau hjónin hafa auðvitað
garðyrkjumann, reyndar þjón-
ustufólk Mka, sem býr þarna
allt árið, enda þarf mikið til
að halda þriggja hæða húsi í
fullkomnu standi. Sjálfur er
Gregory Peck sérstaklega hrif-
inn af flísum, sem þekja öll
gólfin í anddyrinu og stiga-
ganginum.
— Þessar flísar eru frá göml-
um búgarði í Provence og þeg-
ar þeim var steypt af vagni
hérna fyrir framan húsið, voru
þær allar þaktar gamalli stein-
steypu og kúamykju, svo stein-
smiðirnir neituðu að snerta
þennan óþverra. Það var því
ekki um annað að velja fyrir
mig, en að fá mér nóg af stál-
ull og ganga í það sjálfur að
hreinsa flísarnar og þetta eru
nokkuð mörg hundruð stykki
Þótt þau hjón eéu svona
hrifin af Ladoma, þá sjá þau
sér ekki fært að vera þar nema
nokkrar vikur á ári. — líg hef
starfi að sinna og börnin verða
að sækja skóla, en við viljum
helzt hafa þau með okkur,
þegar við dveljum hér. Við er-
um að vona að við getum ver-
ið nokkru lengur en venjulega
þetta árið, segir hann brosandi.
Hvernig er það 'í raun og
veru að eiga hús á Rivierunni?
— Það er undir mörgu kom-
ið. Sumt fólk, sem hér býr, er
alveg frá sér, ef það er ekki í
hádegisverðar- og kvöldboðum
daglega. Sumir halda veizlu
fyrir tuttugu og fimm pör,
sem hér búa, svo þurfa þessi
tuttugu og fimm að borga fyrir
sig og halda veizlu, þá er mán-
uðurinn liðinn . . .
Gregory Peck hlær og það er
greinilegt að hann kann ekki
við þetta fyrirkomulag.
— Við viljum helzt vera
frjáls, bjóða stöku sinnum góð-
um kunningjum að líta inn og
heimsækja þá, þegar vel stend-
ur á. En við viljum vera frjáls,
leika kannski tennis við börn-
in eða skák. Milli klukkan sex
og níu þykir okkur bezt að
ráfa um garðinn og njóta veð-
urblíðunnar.
Gregory Peck er nú orðinn
fimmtíu og sex ára, en hann
lítur ekki út fyrir það. Hann
ber það með sér að hann er
hamingjusamur maður og
margur myndi öfunda hann af
velgengninni.
Gregory Peck hefur sjálfsagt
sína galla, eins og aðrir dauð-
legir menn, en það er ekki
auðvelt að koma auga á þá.
-Eg er ósköp venjulegur
maður, segir hann, —• en ég er
nokkuð lengi að kynnast fólki.
Ég veit ekki hvort þér kærið
yður um að vita að þegar ég
var ungur, hafði ég mest yndi
af kappróðrum, en kappróðrar
eru kallaðir sport þeirra inn-
hverfu . . .
☆
þvi ekki að reyna....
SLENDERTONE
Slendertone þjálfar slöppu vöðvana
með rafbylgjum.
Slendertone grennir.
Slendertone fegrar húðina.
Reynið hið frábæra. grenningar- og
vöðvauppbyggingatæki.
6 eða 10 skipta meðferðir.
Að sjálfsögðu eru okkar rómuðu nudd- og
gufutímar í fullum gangi, jafnt fyrir
konur sem karla.
Allar upplýsingar i síma 23131.
NUDD- OG GUFUBAÐSTOFAN HÓTEL SÖGU.
Drottinn minn, ég veit ekki hvað hefur komið fyrir prófessor-
inn, hann hefur líklega ekki þolað gasið!
10. TBL. VIKAN 47