Vikan - 08.03.1973, Qupperneq 49
m
JIM
MORRISON
Howard Werth heitir hann
og er fv. söngvari hljómsveit-
arinnar Audience. Það má telj-
ast næsta öruggt, að hann hljóti
sess Jim Morrison, sem aðal-
söngvari hljómsveitarinnar
Doors. Hijómsveitin Audience
hætti siörfum í september
mánuði sl. og síðan þá hefur
Howard einbeitt sér að því að
skapa sér feril sem sólósöngv-
ari og gítarleikari. Hann hef-
ur unnið að upptöku L.P. plötu
edvard sverrisson
músik með meiru
í London, en henni er enn ólok-
ið. Stratton Smith, umboðs-
maður Howards lét eftir sér
hafa fyrir nokkru, að meðan
The Doors höfðu Jim innan-
borðs, hefðu þeir þegar vitað
af Howard. Þeir höfðu heyrt
plötur hans og allir verið hrifn-
ir af söng hans og tónsmíðum.
Eftir að Jim Morrison dó, hafa
þeir enn meira velt fyrir sér,
hvort þeir eigi að bjóða Ho-
ward að koma í hljómsveitina.
Það var svo í febrúar sl. að
umboðsmaður Doors hringdi
írá Ameríku til Englands til
þess að spyrjast fyrir um Ho-
ward. Nú er svo komið, að
Doors koma til Englands nú í
marz til að æfa með honum.
Svo það er aldrei að vita hvað
úr því verður, en allt útlit er
fyrir því að Howard Werth
hljóti sess Jim Morrisons • í
hljómsveitinni Door. — Hvort
hann verður nýr Morrison veit
enginn. Kannski er það til of
mikils ætlazt.
☆
legir hlutir sem þeir taka sér
fyrir hendur, fara að fiska,
horfa á sjónvarpið, fara í búð-
arferð fyrir konuna og stunda
íþróttir. Hvað er hægt að hugsa
sér heilnæmara?
Hetjur hversdagsins.
Er raunverulega hægt að
keppa við topphljómsveitir eins
og Slade, Alice Cooper og
Sweet með svona ,,leiðinlegu“
hversdags-hátterni? Biðraðirn-
ar við miðasölur að hljómleik-
um þeirra sanna það. í dag eru
það aðeins tvö nöfn, sem hægt
er að jafna á við Moody Blues
í miðasölu að hljómleikum;
Rolling Stones og Elvis Pres-
ley. Sem dæmi um þá óhemju
aðsókn, sem hér um ræðir, þá
seldust 50.000 miðar að hljóm-
leikum Moody Blues í Madison
Square Garden í New York
fyrir nokkru, upp á fimm tím-
um. Það má minnast á það hér
um leið, að þegar Georg Harri-
son hélt hinn margfræga
Bangla Desh konsert sinn á
sama stað, seldust aðeins 40.000
miðar.
Moody Blues koma nokkuð
öðruvísi fyrir sjónir nú en þeir
gerðu 1964, þegar þeir gáfu út
fyrstu plötuna sem sló í gegn,
Go Now. Þá var Denny Laine
söngvari hljómsveitarinnar, en
hann er nú með hljómsveit
Paul McCartneys, Wings.
Árin 1964 til 1967 voru nokk-
uð jöfn, en hin miklu tímamót
í sögu Moody Blues eru 1967,
þegar þe>r ákváðu að skipta
um stíl. Þá voru í hljómsveit-
inni þeir sömu og skipa hana
nú. Þeir eru: Mike Pinder, Ray
Thomas, John Lodge, Justin
Hayward og Graeme Edge. Þá
hófu þeir að starfa með fram-
leiðandanum Peter Knight. —
Platan sem þeir gerðu þá fyrst,
var Days of Fature Passed.
Hún hlaut þá ekki mjög mikl-
ar vinsældir. Hin vegar vakti
hún mikla athygli meðal popp-
aranna sjálfra. Næsta plata
þeirra vann þeim það orð með-
al almennings, að þeir hafa
síðan verið virtir sem einhverj-
ir fremstu tónsmiðir og flytj-
endur í Englandi og víðar. Ár-
ið 1972 var nokkuð hljótt um
þá félaga en þá gerðist nokk-
uð óvænt. Amerískur plötu-
snúður fór all oft að spila lag
af fyrstu plötunni þeirra, Days
of Fature Passed, Noghts in
whie satin. Afleiðingin var sú,
að1 L.P. platan seldist upp á
skömmum tíma og það varð að
gera fleiri eintök af henni til
að anna eftirspurn. Á tveimur
mánuðum seldist á aðra millj-
ón eintök af plötunni.
Það hefur sannazt, að plötur
Moody Blues eru sívinsælar.
Þær fyrstu eru metnar og selj-
ast á við þá síðustu. Þegar þeir
gera plötur sínar, hugsa þeir,
að eigin sögn, um að gera plöt-
una þannig úr garði, að hún
„tolli í tízkunni". Það hefur
greinilega tekizt, því enn þá
hafa plötur Moody Blues ekki
verið á útsölu.
☆
10. TBL. VIKAN 49