Vikan - 22.03.1973, Blaðsíða 18
Ég kunni að biðja fyrir framliðnum.
Það hafði ég gert á hverju kvöldi,
frá þvi að ég fyrst
fór að biðja kvöldbænir.
En bænimar minar höfðu aldrei
verið persónulegar i nokkrum skilningi.
Ég hafði ekki misst neinn,
sem mér var nákunnugur
Á KYRRU\
Frásögn eftir Edwin OConnor Siðari hluti
Allt i einu rak faðir minn upp
hljóð: „Aaaggghh.” Þetta var
ekki hróp, ekki kall til móður
minnar, ekkert slikt, aöeins hátt
skelfilegt óp. Og þvi næst snerist
hann á hæli án þess aö lita til min
eöa segja mér aö fylgjast meö
sér, sem ég þó gerði, og hljóp
niöur aö litla bátaskýlinu, sem
var skammt þarna frá. Þar var
lftill róörarbátur og blámálaöur
barkarbátur. Hvorugur haföi
veriö notaöur árum saman. Faöir
minn dró bátinn niöur aö vatninu
og setti hann á flot. An þess aö
hvarfla augunum frá vatninu eöa
lita á mig, sagöi hann: „Komdu
þér um borö. Vertu fljótur.
Heyriröu þaö. Taktu fötuna þá
arna> Báturinn hlýtur aö hafa
gisnað.”
Ég stökk upp I bátinn, en nú var
ég oröinn hræddur. Aldrei haföi
ég heyrt fööur minn tala i þessum
tón og aldrei séö hann slikan, og
nú skildi ég loksins, hvaö skeö
haföi. Faöir minn reri hratt, en
smátt og smátt tók vatn aö seitla
inn á milli boröanna I bátnum,
ekki mikiö aö visu, en ég varö aö
hafa mig allan viö aö ausa.
Okkur bar hratt áfram,
vatnsúöinn af árunum ýröist
framan i mig, og þegar ég fann
þessa Isköldu dropa, skildist mér
hversu kalt vatnið i rauninni var.
Ég hugsaöi um þau móöur mina
og Tom I vatninu, og allt i einu fór
ég aö gráta. f fyrstu veitti faöir
minn þvi enga athygli, en hélt
áfram aö róa og horföi stööugt um
öxl sér I áttina aö dökkgræna
barkarbátnum, en aö honum
stefndum viö þar sem hann enn
flaut og vaggaöist mjúklega i
hægum morgunandvaranum án
þess þó aö hreyfast nema litiö
eitt úr staö. Ég hélt áfram að
ausa og grét eins og áöur, og faöir
minn skeytti þvi enn engu, en þó
kom aö þvi, aö hann leit upp frá
árunum og staröi á mig
undarlegur á svip, svo aö allra
snöggvast varö ég viss um, aö
hann væri mér stórreiður. Samt
var hann þaö ekki. Hann klemmdi
aftur augun, en opnaöi þau svo
aftur og sagöi hljóölega: „Ekki
aö gráta, Jackie. Ekki aö gráta.
Þaö veröur allt i lagi. Sannaöu til.
Viö skulum báöir sanna til. Þaö
verður allt i lagi.” Og svo tók
hann aftur til viö róöurinn og reri
hraöar en áöur. Hann var oröinn
móöur, og enn horföi hann stööugt
um öxl á barkarbátinn, eins og
’nann óttaöist, að báturinn mundi
hverfa, áöur en viö næöum til
hans.
Ég veit ekki hversu langan
tima þaö tók okkur að ná þangaö.
Ef til vill hafa þaö ekki veriö
nema nokkrar minútur, en þaö
virtist óratimi. Vir rerum á hliö
viö barkarbátinn, og faöir minn
krækti I hann og dró hann fast aö
bátshliðinni, og þá sáum viö, hvar
i botni bátsins lá fölblái klúturinn,
sem móðir min haföi bundiö um
höfuö sér, og llka sáum viö
sæskjaldbökuna hans Toms, þar
sem hún mjakaöi sér ofurhægt
eftir veöruöum þóftunum.
Bátnum haföi þá ekki hvolft, svo
mikiö var vist. Faöir minn stóð
upp i bátnum. Eg ætlaöi aö gera
slikt hiö saman, en þá sagöi hann
hastur I máli: „Seztu aftur. Og
sittu kyrr áfram. Þú hreyfir þig
ekki fyrr en ég segi þér.” Ég
hlýddi samstundis og tók aö horfa
út fyrir boröstokkinn skelfdari en
nokkurn tlma fyrr viö
tilhugsunina um það, sem viö
vorum aö leita aö og hvaö ég
kynni aö eiga fyrir höndum aö
sjá. Vatniö var dimmblátt, en
spegiltært, og þótt þaö hlyti aö
taka mér langt upp fyrir höfuö, sá
ég samt til botns en ég gat ekkert
séö þar nema sand, einstök lauf
og sprek og nokkra ávala steina.
Faöir minn kraup á kné I stafni
bátsins, laut út yfir boröstokkinn,
eins og hann reyndi aö horfa niöur
gegnum vatniö. Viö þaö kom hann
svo nærri vatnsboröinu, aö hann
virtist nær allur útbyröis, og
skyndilega greip mig sú skelfi-
lega tilhugsun, aö hann kynni aö
steypast fyrir borö og hverfa eins
og þau móöir mln og Tom, og færi
svo, hvaö yröi þá um mig? Mig
greip ofboö, þegar ég hugsaöi til
þess, en ekki þorði ég aö segja
nokkuö, og eftir fáein andartök
rétti faöir minn sig upp án þess aö
hvarfla augunum af vatnsboröinu
og seildist aftur fyrir sig eftir
annarri árinni. Hann beitti henni
llkt og stýrishjóli, stjakaöi okkur
hratt áfram og þó ekki of hratt,
stakk viö gætilega meö árinni,
svo aö gárur hindruöu ekki , aö
viö gætum séö til botns. Viö
stefndum beint til lands og siöan
til baka, fórum i smákrókum,
tókum stóran hring og rerum
siöan I smærri hringjum aö
sjálfum miödeplinum. Viö rerum
allt um kring, faöir minn kraup i
stafni bátsins en ég sat á þóftu
aftast i honum. Aöeins einu sinni
áræddi ég aö spyrja hann, en
hann virtist ekki hafa heyrt til
min. Hann hélt áfram aö róa,
áralagiö brást honum ekki, og
sem ég sat fyrir aftan hann og sá
ekkert nema bakiö á honum,
liölegt og þó sterklegt, og sem
nýbakaö af sól, þá slokknaði
vonin I brjósti mér. Nú vissi ég
loks, aö.móöir min og Tom voru
okkur horfin aö fullu og öllu, og ég
tók aftur til aö gráta, en nú grét
ég I hljóöi.
Faöir minn var farinn aö róa
hraöar en áöur, skeytti ekki
lengur um, þótt vatnsboröiö
ýföist, en þaö skipti lika minnstu,
þvi aö noröansvali var kominn,
meöan á leit okkar stóö. Þess
konar svalviöri, sem skýflókar
fylgja eftir, þessi ský voru nú
18 VIKAN 12. TBL.