Vikan

Eksemplar

Vikan - 22.03.1973, Side 35

Vikan - 22.03.1973, Side 35
HANSA-húsgögn HANSA-gluggatjöld HANSA-kappai HANSA-veizlubakkar Vönduð íslenzk framleiðsla. Umboðsmcnn um allt land. HANSA H.F. Grettisgötu 16 . Sími 25252 þóttist vera aö prjóna. Danny klúkti á hinum endanum — eins lan'gt frá henni og hann komst. Vi6 heyróum ekkert orð til þeirra, enda var það ml alveg óþarfi. Fyrst segir hún eitthvað við hann og skælbrosir eyrnanna milli. Danny færir sig um þennan eina þumlung, sem hann átti eftir af sófanum. Þá allt i einu fleygir hún frá sér prjónunum og rennir sér eftir sófanum eins og nýsmurð elding. Danny reynir í örvæntingu sinni að færa sig betur, en kemur fyrir ekki. Svo snýr hún upp á sig eins og gömul önd, sem er að hrista af sér vatnið, og án frekari formála er hún búin að ná taki á honum meö einhverskonar hálf- nelson, eins og I grisk-rómverskri glímu. Hann gripur dauðahaldi i sófabakið eins og maðui;, sem hangir á klettasnös og biður dauða sins. Þá var það, að Sullivan ropaði svo hátt, aö viö duttum allir ofan af boröinu og þutum upp á loft eins og dauöhræddar hænur. Næsta morgun sat Danny og horföi á morgunmatinn sinn, sem voru ýsuflök og tvö spælegg. Og hann hristi höfuðiö. — Er búið aö ákveða daginn, Danny? spuröi ég. — Þaö vantar sosum ekki, sagöi hann þreytulega. Þaö er á laugar- daginn eftir þrjár vikur. Og svo stóö hann upp og gekk út eins og dæmdur maöur. Og sú lýsing á honum lætur nærri. Ég vissi ekki, hvort ég átti aö verða hryggur eða reiður. Gamla skrukkan var búin að klófesta hann og Danny ræfillinn var eins og dáleidd kanina. En hvaö gat ég svo sem gert? Ekkert annaö en éta og það geröum viö lika allir. Eftir þvi sem dagarnir liöu varð Danny daprari, en Baundy- ekkjan virtist blómstra upp — ef maður þá getur hugsaö sér eitur- plöntu blómstra. Ég hef aldrei vitað timann jafnfljótan að liða og sama sagði Danny daglega. Bundy-ekkjan hélt áfram aö malla mat, eins og vitlaus mann- eskja, og virtist meira að segja njóta þess. Þarna komu heljar- miklir rommbúðingar, sem heföu getað drepiö hvern meðalmann, og súpur, sem ilmuöu af öllu hugsanlegu grænmeti á guðs- grænni jörðinni. Eitthvaö þremur dögum fyrir brúðkaupið, eftir máltíð, sem tók öllu fram, sem viö höfðum áður fengiö, þurfti Danny að fara með verkstjóranum sinum til að ná i einhverja varahluti. Þetta var i nokkurra milna fjarlægð og þeir lögðu snemma af stað og ætluöu að vera burtu til morguns. Rétt áður en við hættum aö vinna, kallaöi flokkstjórinn okkar á mig. — Hérna er eitthvað til hans McBride, náungans, sem býr meö ykkur. Taktu við þvi og skilaðu þvl til hans, annars set ég hausinn á þér i hrærivélina. Og haldið þið ekki, að þetta hafi bara verið simskeyti! Þessi slmskeyti eru hálfgerðir viðsjáls- gripir, afþvl að maöur veit aldrei, hvaö er i þeim. Þvl var þaö, að eftir mat um kvöldiö, ráðgaöist ég við félagana — ekki skynsamari en þeir nú voru. — Sjáið þið til, sagði ég, — þetta skeyti er til hans Danny, ekki satt? Og Danny er bezti náungi, sem nokkurntima hefur skriðið á jörðunni, ekki satt? — Já, viö skulum opna það, sagði Brannigan og stal um leið frá mér glæpnum. — Það gerum við. Éngum vildi ég heldur gera smá- greiða en manni eins og honum Danny. — Já, þaö er nú maður, sem .... sagði Brannigan. — Haltu þér saman! sagði ég, — og svo ekki eitt orð um þetta við nokkurn kjaft, skilurðu það? — Ég skal vera þögull eins og gröfin sjálf, Riley, sögðu þeir allir i kór. Ég opnaði skeytiö og las þaö aftur og aftur. Aður en ég áttaði mig, haföi Sullivan það i hendinni og glápti á það. Hamingjan má vita til hvers, þvi að hann gat ekki einusinni lesið dagsetninguna, auk heldur meira. — Segið þið mér, hvað þetta er, sagöi McGinty litli. — Þaö skal ég sannarlega, sagði ég. — Hlustið þið nú á: Danny er svei mér nokkuð glúrinn. Hann á konu og hvorki meira né minna en fimm krakka. Og ekki nóg með þaö, heldur kemur allt kraðakið hingaö frá Irlandi á morgun. — Þú segir þaö ekki! sagði McGinty. — Jú, það segi ég sannarlega. Hlustiö þið nú á: „Elsku Danny. Hversvegna hefurðu engan eyri sent mér I þrjár vikur, fanturinn þinn? Kem til þln á föstudag, ef guð lofar. Frá elsku konunni þinni Bridget og Shamus, Johnnie, Tommy, Michael og Kötu litlu”. — Guö hjálpi okkur! krúnkaði Sullivan, og jafnvel skallinn á honum fölnaöi upp. — Þetta gerir allt ómögulegt fyrir okkur. — Já, þetta veröur verra en það var til aö byrja með, sagði Brannigan. — Ég efast ekki um, að sú gamla reki okkur alla út þegar hún fréttir þetta. — Haltu kjafti! öskraði ég. — Þaö er ekki vlst, að hún frétti þaö nokkurntlma. Skilurðu ekki, aö við verðum aö koma þvl svo fyrir, að hún frétti það aldrei. Við náum i konuna hans Danny áður en hún kemst hingað. Það ætti ekki að veröa nein vandræði aö þekkja hópinn. Viö rekum þau i gisti- húsið hjá Hernum, og segjum svo Danny frá þvi f kyrrþei. Hann veit, hvað til bragðs skal taka vona ég að minnsta kosti. Og hugsa sér, að annaö eins skuli koma fyrir okkur, þegar viö höfum sex mánaða vinnu framundan og bezta fæöi, sem hægt er að hugsa sér. Svona var ráðageröin hjá okkur og virtist álika auðveld og að éta matinn hennar frú Bundy. En vitlaus gat ég verið, þar sem kona Dannys hafði allan daginn til um- ráöa, en við losnuðum ekki fyrr en klukkan sex. Þegar við komum fyrir hornið næsta kvöld vorum við nákvæm- lega nógu fljótir til þess aö sjá heljarmikið kvenmannsflykki strika inn I húsið meö heila hala- rófu krakka á eftir sér. — Sjáið þiö til! æpti ég. — Viö höfum misst af henni! Og svo þaut ég inn i húsið eins og leigu- rukkari. — Þar stóðu tvær konur, heldur betur ófriðlegar á svipinn. Krakkarnir skriðu um allt gólfið, eins og engisprettur, og Kata iitla á eftir, sem hafði náö i köttinn og virtist helzt ætla að tæta hann I sundur. — Hæ, írúr minar! sagöi ég hressilega. — Guð gefi ykkur báöum gott kvöld. Frú min! sagði ég við þá stóru, — vilduð þér koma hérna út fyrir andartak og tala við mig nokkur orð. — Nei, það vil ég ekki! sagöi hún og mældi mig meö augunum, en hárin risu á henni eins og á broddgelti. — Ég vil ekkert nema manninn minn, hann Danny, og ég skal lika ná I hann þó að það ætti að kosta mig lifiö. Bundy-ekkjan reikaði aftur á bak, rétt eins og hún hefði fengiö hnefahögg i andlitið. — Hann Danny þinn? — Já, sannarlega hann Danny minn. Hann er mesti bölvaöur fantur, sem nokkurntima hefur dregiö andann á þessari jöröu, en hann er þó ab minnsta kosti faðir barnanna minna fimm. Og hvar er hann? — O, hann skilar sér, sagði McGinty hressilega. — Haltu þér saman, McGinty sagöi ég, — og þér skuluð ekki taka neitt mark á honum, frú. McGinty hefur aldrei getað sagt satt orð, og okkar á milli sagt, þá hefur Drottinn aldrei Iþyngt honum neitt verulega með heila eða þessháttar. Ef þér viljið nú bara....... 1 sama bili var huröinni hrundið upp og inn gekk Danny. Nú féilust mér alveg hendur, en . . . .heiöur þeim, sem heiður ber. Frú Bundy varð fljót til svars: — Jæja, Danny, þú kemur mátulega. Þú sérö hver hér er komin og við skulum afgreiða málið strax. Ég skal fyrirgefa þér þó að þú þegðir yfir þessu, en nú veröurðu að svara mér skyrt og skorinort. Hvor okkar á þaö að vera — hún eða ég? Og svo eru 12.TBL VIKAN 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.