Vikan

Issue

Vikan - 12.04.1973, Page 33

Vikan - 12.04.1973, Page 33
Kl. S.:!0 á þriftjudögum og föstudögum koma hrl/.tu embættismenn boi'garinnar saman til vifn æöna. liér velta þeir vöngum yfir korti af Breiöholti l*óröur I*. l>orbjarnarson. borgarverkfræftingur, Páll l.iiulal, borgarlöginaður, Birgir isleifur og Jóii (1. Tómasson, skrif- stofustjóri. Fyrir utan lasta viötalstima tekur borgarstjóri iöulega á móti sendi- nefndum og stærri hópum. Seiulinefnd frá foreldra- og kennarafélagi Hliöarskóla ræöir bér viö borgarstjóra ásanit Jónasi B. Jónassyni. fræöslustjóra. * Borgarstjóri hefur fasta viötalstima á miövikudögum og föstudögum. og eru þeir mikiö notaöir. I þetta skipti átti Arnbjörn Kristinsson i Setbergi erindi við borgarstjóra. Borgarstjórinn reynir að fylgjast vel með verklegum framkvæmdum á vegurn borgarinnar, og þennau dag brá lianii sér á vettvang, þar scin iinnið er aö framlengingu Kringliimýrarbrautarinnar. I*eir Björn Kristófersson, verkstjóri hjá gatnadcild, Birgir isleifur og Þórður Þ. Þorbjarnarson, borgarverkfræöingur, viröast binir ánægöustu með framvindu mála. aö ráði, settist bara niður og beið eftir fyrsta kúnnanum, eins og: Tómas forðum. Og þetta gekk bara ágætlega. — Maður heyrir það oft nefnt, að við sitjum uppi með alltof marga lögfræðinga. Hvað heldurðu um það? — Allir lögfræðingar virðast komast i vinnu eiginlega eftir hendinni. Reynsla okkar hér hjá borginni er a m.k. sú, að það sé ákaflega erfitt að fá lögfræðinga til starfa. Þeir eru þotnir um leið og þeir útskrifast. — Og þú varst strax kominn á kaf i stjórnmálin, eftir að skóla- göngu lauk. — Já, ég var kosinn i borgar- stjórn voriö ’62, og það mótaði náttúrlega talsvert lif mitt upp frá þvi. Ég fór t.d. strax i borgar- ráð, og þaö er nú metið sem hálfs dags starf, a.m.k. launalega, þó margir vinni auðvitað fullt starf með þvi, en þurfi þá að vinna meira á kvöldin og um helgar. Þannig var ég eiginlega klofinn milli minnar eigin skrifstofu og borgarmálanna allt þangað til á s.l. hausti. — Oft hefur þvi verið haldið fram, aö sjálfstæðisflokkurinn hafi alið þig upp eins og erfða- prins til að taka við rikidæmi Geirs Hallgrimssonar, þegar hann hætti. — Jú, jú, ég hef fengiö að heyra það. Þaö er ákaflega erfitt fyrir mig að meta þetta, það snertir mig of mikið persónulega. Ég veit ekki, hvað öðrum hefur fundizt, en sjálfur reiknaði ég ekkert frekar með þessu, mér fannst alls ekki sjálfgefið, hver tæki við, ef Geir kysi að hætta. — Er langt siðan þetta kom til?’ — Það var alveg eins við þvi búizt, að Geir myndi gegna þessu starfi út þetta kjörtimabil, og okkar fyrsta samtal um þetta var I miðjum október s.l., þegar hann tók sina ákvörðun um að hætta. Kosning nýs borgarstjóra fór svo fram i byrjun nóvember, þannig að það leið aðeins hálfur mánuður á milli. — Varstu strax tilbúinn, þegar Geir talaði við þig? — Nei, ég tók mér nú svolitinn umhugsunarfrest, ég hugsaði málið i 4 daga. Mér fannst ég verða aö ihuga þetta vandlega og kannski ekki siður ræða þetta við mina nánustu. Þetta starf mæðir eiginlega ekki siður á fjöl- skvldunni. — Hún hefur kannski verið farin að venjast þvi, að þú værir ekki alltaf heima. — Það leiðir óhjákvæmilega af þátttöku i stjórnmálum, og ég býst við, að staöa min sem borgarstjóri hafi haft meiri breytingu i för með sér fyrir konuna mina en mig. Nú er ætlast til þess, að hún standi við hlið mér við margvisleg tækifæri, og það hefur auðvitað i för með sér tals- verða röskun á heimilisháttum, og það getur stundum verið erfitt að fá aðstoð, sem við komumst vitanlega ekki af án vegna yngstu barnanna. 15. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.