Vikan

Tölublað

Vikan - 07.06.1973, Blaðsíða 5

Vikan - 07.06.1973, Blaðsíða 5
mark á öllum, sem hafa áhuga á efni blaðsins, og ekki er ólík- legt, aS þið fáið að kynnast fleiri „heimilisvinum". Skriftin er þokkaleg, en stafsetningar- villur eru óþarflega margar. — Skrift S. gefur til kynna félags- lyndi og fljótfærni, skrift K. bendir til einbeitingarhæfileika og þolinmæði, skrift Þ. lætur í Ijós hreinskilni og örlæti. Virkilega engin mappa? Kæri Póstur! Mig langar til að biðja þig að svara nokkrum spurningum. 1. Hefur virkilega ekki verið framleidd nein sérstök mappa utan um Vikuna? 2. Hvað eru stjórnendur ,,Laga unga fólksins" gömul, og eru þau gift? 3. Er öllum bréfum svarað, sem berast Póstinum? 4. Hvernig eiga steingeitin (stelpa) og hrúturinn (strókur) saman? 5. Hvað lestu úr skriftinni, og hvað heldurðu, að ég sé göm- ul? Með fyrirfram þakklæti. Jónsa M. 1. Það hafa aldrei verið fram- leiddar sérstakar möppur utan um Vikuna til sölu fyrir al- menning. 2. Við höfum ekki hugmynd um aldur þeirra Drífu og Sig- urðar, en hjón eru þau ekki. 3. Nei, því miður komumst við ekki yfir að svara einu sinni heimingnum af þeim bréfum, sem berast. 4. Það er spurning, hvort stein- geitarstelpa rís undir þeim kröf- um, sem karlmaður í hrútsmerk- inu gerir til hennar. 5. Úr skriftinni mó lesa reglu- semi og dugnað, og við gizkum ó, að þú sért 18 ára. Svar til „Addýar" Lóttu strókinn sigla sinn sjó, það borgar sig aldrei að eltast við svona lagað. Og að sjólf- sögðu áttu að fara til læknis og það sem allra fyrst, svona mikil útferð er alls ekki eðlileg. 18 ára aldurslógmark gildir til inn- göngu í Hjúkrunarskóla fslands, og annað hvort þarftu að hafa landspróf eða tveggja vetra undirbúningsnóm í framhalds- deildum gagnfræðaskólanna. — Hjúkrunarnám tekur 3 ór. Skrift- in lýsir vilja til að gera vel, en þú átt erfitt með að taka ókvarðanir. Og útgefendur þakka kveðjuna og segja þig ekki þurfa að kvíða dauða Vik- unnar í bráð. Loðin á fótum Kæri Póstur! Ég (og margar aðrar) á í ógur- lega miklum vanda. Ég er með svo óskaplega mikið hár á fót- unum, og það er ekki neitt sér- staklega fallegt. Hvað á ég að gera? Mér er sagt, að ef maður noti háreyði, komi bara broddar eins og skeggbroddar. Einnig hefur mér verið bent á að setja vax á lappirnar og láta það storkna og rífa það síðan af. Hvað er til í þessu, og getur þú ekki bent mér á eitthvað? Hvern- ig passa tvíburi (kk) og vatns- beri (kvk) saman? Hvað lestu úr skriftinni, og hvernig er hún? Takk fyrir, ef þetta verður birt. Mrs. Jarlíra. Háreyðandi krem er bezt til að fjarlægja óæskilegt hór. Notaðu það samt í hófi. Við mælum alls ekki með vaxi og þaðan af síð- ur rakstri. Tviburi og vatnsberi eiga ágætiega saman. Skriftin er ekki falleg og litt læsileg og bendir til hirðuleysis. Og við er- um satt að segja alls ekki viss um að hafa getað lesið rétt út úr dulnefni þínu. — Anna er ekki dóttir mín, hún er konan mín! Winther bríbiíl vinsælust og bezt — varahlutaþjónusta Spltalastig 8 — Sfmi 14661 — Pósthólf 671 — Já, víst er vatnið hreint. Hélduð þér kannske að þetta væri háreyðandi vökvi! 23. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.