Vikan

Tölublað

Vikan - 07.06.1973, Blaðsíða 19

Vikan - 07.06.1973, Blaðsíða 19
hækkað um 30-40 cm. Það leysti um leið vandann, sem fylgir ætið hinum mikla fjölda tengi- og rafmagnssnúra, sem koma þarf fyrir i einu upptökustúdiói. Sandi var ausið um öll gólf og á öll sam- skeyti og i kringum allar stoðir i húsinu, til þess að koma i veg fyrir bergmál. Jafnvel há- talarnir fengu sinn skammt. Skermar voru byggðir i loftið, sem var þakið með trefjaplasti. Og mitt i öllum skarkalanum, flæktist eigandi hússins bónda- grey, boginn i. baki, með instamatic myndavéiina sina næstúm limda fyrir annað augað og eiginhandaráritunarbókina sina upp á vasann, milli þess sem hann leit. eftir kúnum, sem svöluðu forvitni sinni á gluggum hins verðandi upptökustúdiós. Til þess að geta minn'zt á öll þau tæki, sem endanlega fengu sama- staðinnan veggja bóndabæjarins, þyrfti til heila bók. En jafnvel að segja frá þvi öllu saman, þjónaði vafasömum tilgangi, þvi slik frá- sögn myndi aðeins svekkja þá, sem halda að þeir hafi himinninn höndum tekið, þegar þeir hafa komist yfir hálfa tylft Dolby tækja (Dolby eru sérstök tæki, sem draga verulega úr öllu suði, sem ávalt hefur fylgt segulbands- upptökum) Allt var mjög svo fullkomið, gert eins þægilegt og hægt var, takkasystemið i al- gleymingi, eins og einhver myndi liklega segja. Lögin á „Hollandi” eru samin af öllum meðlimum hljóm- sveitarinnar. Þeirra á meðal éru tvö eftir nýjustu meðlimi Beach Boys, þá Blondine Chaplin og Ricky Fataar. Jack Rieley, sá sem áður hefur verið minnst á, á hluta i textanum, ásamt konu A1 Jardin, l.yndu. Jafnvel hundur Jacks Rieley á sinn þátt i heildar- sándinu. (Hann gelti á tveimur stöðum). Textarnir á „Kolland” eru Jerry Lee Lewis Þá gekk mikið á um daginn, þegar Jerry Lee, sá gamli rokk- ari, dvaldist vikutima i London og hljóðritaði tveggja platna albúm með efni sem kallast mætti klass- iskir rokkarar. Þ.a.m. má nefna Proud Mary, Memphis, Down The Line, Whole Lotta Shakin Goin’On, Jokebox, Johnny B. Godde, Bad Moon Rising, listinn var næstum endalaus. Honum til aðstoðar voru ekki verri hljóm- listarmenn en Klaus Woorman, Alvin Lee, Peter Frampton, Rory Gallagher, hljómsveitin Heads, Hands and Feet, Delaney Bramlett og trommuleikari Faces, Kenny Jones. Jerry Lee bjó svo að. segja i Advision stúdióunum þessa 5 daga, sem hann var i London. Kunnugir segja, að það hafi verið likt Fort Knox, enginn fékk að komast inn i stúdióin, án þess að hafa áður farið i gegnum skoðun hjá tveimur öryggisvörðum, sem voru við dyrnar allan timann. Og það var svo sannarlega lif og fjör i tuskunum i kringum Jerry Lee. Hlutirnir gengu fljótt fyrir sig, ein æfing og svo upptaka, og i hæsta lagi voru teknar tvær upptökur. Og það var rétt svo, að hann gaf sér tima til þess að fara inn i stjórnherbergið, til að hlusta á upptökuna, áður en hann var byrjaður á næsta lagi. öllum þötti ægilega gaman, og flestir voru yfir sig hissa á hinum mikla vinnuhraða Jerry Lee. Áður en byrjað var á upptökunum fyrir þessar tvær plötur, var ekki búið að ákveða, hvaða lög átti að taka. Jerry Lee sagði bara áður en þeir bvrjuðu: „Ég skal spila nokkur, sem þið kunnið, nokkur sem þið kunnið ekki, og nokkur sem ég kann ekki. Svo læt- ég fljóta með nokkur, sem mig hefur langað til að spila lengi”. Þá hrópaði einn gitarleikarinn i stúdióinu, „heyrðu, við skulum prufa Whole Lotta Shakin’Goin- ’On” og áður en hann hefði lokið siðasta orðinu, var Jerry Lee hyrjaður á pianóinu, svo komu hinir inn á eftir. Eftir 10 minútur var lagið tilbúið hljóðritað og allir voru inni i sjórnherbergi að hlusta á árangurinn. Og Jerry Lee var yfir sig hrifinn af hjálparmönnunum sinum og lýsti þvi yfir, að þeir gætu bara spilað fjandi vel, jafnvel betur en hann stundum og spilaði hann þó alls ekki illa. Fyrir nákvæmlega 15 árum, upp á dag, var Jerry Lee einnig i London við upptöku á L.P. plötunni sinni Great Balls- Of Fire. Algjör tilviljun, sem einhver ympraði á við upptökurnar um daginn. Þá varð Jerry Lee að orði. „Hvað tfminn flýgur, flestir ykkar voru þá bara smápattar, en helv . . . .hafiði lært fljótt”. yfirgripsmiklir og litið sem ekkert um endurtekningar, sem svo mjög er algengt i nútima textabransa. Þegar sögð er saga Kaliforniu, sem er i þremur þáttum, eru notuð i einum þessara þriggja þátta, rétt Ijóð Robinson Jeffers úr ljóðábálki, sem ber heitið „Jeffers Country”. (Jeffers er frægt ljóðskáld bandariskt, f. 1887, d 1962). Þegar þeir Fjörulallar eru spurðir út i kostnað viðkomandi „Holland”, þá eru engar ákveðnar tölur nefndar og það er ekkert liklegra en að þeir hafi enga hugmynd um það. Þeir segja þó — „nokkur hundruð þúsund dollara”, svona til að segja eitthvað. Það er ekki frá- leitt að ætla, að kostnaðurinn við upptökuna nálgist 50milljónir isl. króna. Búnaðurinn einn, sem notaður var við upptökuna kostaði nálægt 20 milljónum isl. króna, og er hann ekki innifalinn i þessum 5ft milljónum En var þetta þess virði? Um það verður hver og einn að sannfærast sjálfur, með þvi að hlusta á „Holland”. edvard sverrisson 3m músflí með meiru 23. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.