Vikan - 07.06.1973, Blaðsíða 41
dollarar dragast frá kaupinu hans
á • viku meö sex af hundrahi i
vexti. Já, herra minn, ég lánaði
honum peningana.
— Ég vissi það, sagði herra
Montrose.
Herra Healey varð ekkert
hissa, það sem herra Montrose
vissi ekki, var ekki þess virði að
vita neitt um það.
— Ég talaði svolitið viö hann,
sagöi herra Montrose. — Nei,
hann sagði mér ekki neitt frá
láninu, en ég gaf honum ráö,
vegna þess að mér líkar vel við
þennan unga mann. Ég sagði
honum, að ef maður ætlaði aö
kaupa skuldabréf, þá yrði þaö að
vera i fullu nafni, nafni sem væri
rétt og skráð hjá fógeta, annars
væri hætta á þvi að óheiðarlegir
menn gætu gert sér mat úr þvi.
Hann virtist eitthvað i vand-
ræðum vegna þess, en hann fór til
fógeta sjálfur. Hann treystir
engum nema sjalfum sér og það
er ekki nema lofsvert. Liklega
hefir hann komizt aö þvi aö ég gaf
honum holl ráö.
Herra Healey rétti úr sér. —
Jæja, hvert er svo hið rétta nafri
hans?
— Joseph Francis Xavier
Armagh, sagði herra Montrose.
— Það er tignarnafn I Irlandi.
Armagh hérað. Þaðer ekki Mayo
hérað eða Cork. Nei það er
tignarlegt nafn. Það skyldi þó
ekki vera að ég hefði lávarð með
bláu blóöi i þjónustu minni! Mig
hefir alltaf grunað eitthvað slikt!
Nokkrum dögum eftir þetta
samtal, kallaði herra Healey
Joseph inn á skrifstofu til sin. —
Mig langar til aö biöja þig að gera
nokkuö fyrir mig. Það er nokkuð
hættulegt. Vopnaflutningur til
litlu hafnarinnar i Ole Virginny,
eins og þeir kalla það.
Joe virti hann fyrir sér og
sagöi: — Hvernig ber ég mig til
við það?
Herra Healey opnaði
skrifborðsskúffu og tók upp nýja
skammbyssu og kassa með
skotum og bunka af verð-
tryggðum bankaseðlum,— Þetta
ætti að auðvelda þér leiðina, ef
eitthvað loðið veröur á leið þinni,
sem ég vona samt aö ekki komi
til. Þessa byssu gef ég þér, það
er Barbour og Bouchard, bezta
tegund, sem framleidd er i lýð-
veldinu. Þeir smiðuðu lika þessi
fjögur þúsund af átta skota
rifflum, sem þú átt að koma til
Suðurrikjanna. Það er kominn
timi til fyrir þig að leggja i
nokkra hættu.
Joseph skrifaöi bréf til systur
Elizabeth og stakk inn i það
skuldabréfunum, sem hann haföi
keypt i Coreland. Hann sagöi
henni aö þetta ætti að vera til
tryggiitgar systkinum sinum.
Hann sagði lika að hún myndi fá
ávlsun upp á nokkur hundruð
dollara fyrir uppihaldi þeirra.
.Hann sagði að þetta ætti að
tryggja að nokkru leyti framtið
þeirra, sem hann sagðist leggja i
hennar hendur. Og að lokum gat
hann þess, að hún myndi ekki fá
þetta bréf-, nema að honum
látnum.
Þaö var fyrsta april árið 1963.
Joseph setti meiri kol á eldinn og
settist niður, til að lesa bréf, sem
hann hafði fengið frá systur
Elizabeth. Joseph hafði sent
henni tiu dollara aukalega og
fengiö sendar plötumyndir af
Sean og Reginu, fagurlega
litaðar.
Hann stakk myndunum i veski
sitt og reyndi að hemja heimsku-
legar hugsanir sinar. Svo las
hann aftur lokakaflann úr
bréfinu:
Meöal okkar beztu velgerðar-
mánna er frú Tom Hennessey,
kona þingmannsins okkar. Hún er
óþreytandi i að hjálpa okkur,
dásamieg kona! Stundum kemur
hún með Bernadettu, litlu dóttur
sina, sem er oröin mikil vinkona
Reginu.
Hann reyndi ekki viljandi að
muna eftir Katherine Hennessey,
en hann gat aldrei gleymt
Ijómandi augum hennar.
Stundum reyndi hann ekki að
sporna við þessum minningum,
en gaf sig þeim á vald.
Það gat verið að elskuleg fram-
koma hennar minnti hann svolitiö
á móður hans. Hann hataði
þessar minningar og vann af
ennþá meira kappi, til að gleyma
þeim.
Hann hataði Hennessey þing-
mann af mörgum ástæöum fyrir
utan hóglifi hans og yfir-
drepsskap, græögi og fyrirlitlega
framagirni. Hann hataði hann
ekki sizt vegna þess að hann var
eiginmaöur Katherine Henessey,
og að hann hafði oft og opinber-
lega verið henni ótrúr.
Herra Healey hafði oft sagt
honum kvennafarssögur af þing-
manninum. Hann haföi likaö
notaö peninga konu sinnar, til aö
koma sjálfum sér áfram. Og þó,
sagði herra Healey, fór hann með
hana, eins og hún væri ambátt og
múini máttar, alls ekki verðug
neinnar virðingar.
Samt lét hann hana koma fram
opinberlega og á myndum meö
sér, til aö sýna sig sem tryggan
eiginmann og góðan heimilis-
föður, elskandi fööur dóttur
sinnar. Hún hlýddi honum alltaf.
Hún elskaöi hann.
Frah. i næsta blaöi.
SVARTSTAKKUR
Framhald af bls. 33.
góöur. Wright sagðist sjálfur hafa
veriö alltof önnum kafinn til þess
að fá neitt I gogginn og kvaöst
vona, að þeim Verrell og Georg
yröi almennilega illt I maganum,
og kæmu brátt heim erindi fegnir.
Þegar hann heyrði, að erindinu
hefði heldur litið miöað áleiöis, og
Mathews væri horfinn, sagöist
hann óska, að hann heföi haft vit á
aö senda einhvern, sem væri
verkinu vaxinn, en ekki einhverja
viðvaninga-klaufa. Verrell var
enn að hlæja, þegar Wright
hringdi af.
Georg lét fara vel um sig i
hægindastól, sagði: — Alltaf er
hann sjálfum sér likur. En þaö er
nú ekki von, að hann sé i betra
skapi, ekki betur en okkur gengur
erindreksturinn.
— Finnst þér þaö, Georg?
Sjálfum finnst mér þaö nú fyrst
fara eitthvað að mjakast.
— Það' er iskyggilegt. Hefuröu
nú kannski fundiö upp á einhverri
nýrri vitleysu ....
— Ekki vitleysu, heldur hef ég
fundið upp snjallræði til þess aö
geta náð tali af þessum Schiller,
án þess að franska lögreglan
hlusti á hvert orö, sem okkur fer i
milli.
— Get ég farið i fri, meðan á
þessu stendur?
— Nei, ekki ferðu að svipta
sjálfan þig ánægjunni af þessu,
Georg drap i vindlingnum
sinum. — Anægju, þó, þó. Það er
einkennileg lýsing á þvi að láta
setja sig I Steininn.
— Steinninn hérna var nú rifinn
fyrir þó nokkru.
— Það getur engu breytt fyrir
okkur. Þrátt fyrir alla svartsýni,
sem Georg lét i ljós, var hann nú
engu aö siður spenntur. Að ná I
Schiller, rétt fyrir framan nefið á
frönsku lögreglunni, gæti orðið
erfitt. En svo mikla trú hafði
hann á Verrell, og svo greiðlega
féllst hann á skoðanir hans - að
takast á við vonlaust hlutverk,
þar sem hættan var ú hverju leiti
— að það gerði honum
raunverulega létt i skapi.
Næsti dagúr var drungalegur
og skýin þétt á himni og vindurinn
var of litill til að svala I óþolandi
hitamollunni. t morgunblöðunum
voru tvær stórfréttir: sprengja,
VIÐAR-ÞILJUR
í miklu úrvali(panel-borð og plötur)
Einnig nýkomið IDULUX loft og veggplötur,
50x50 cm.
MADISON-harðpIastplötur
HARÐVIÐARSALAN S/F
Grensásvegi 5 — simar 85005 og 85006
23. TBL. VIKAN 41