Vikan - 07.06.1973, Blaðsíða 18
The Beach Boys eru af mörgum
álitnir einhverjir raunveru-
legustu rokkarar 20. aldarinnar.
Þeir hafa samt sem áður ekki
hlotið heiðursnafnbótina
„Súperstar”, en sú nafnbótin
fellur mörgum á herðar i dag, allt
of auðveldlega. Ef slikt kæmi
fyrir Beach Boys nú, eftir öll
þessi ár, yrði það að teljast
vanmat á hljómsveitinní. Beach
Boys hafa, siðan á miðjum 6. ára-
tugnum, staðið nokkuð sér á parti
i sögu ameriskra hljómsveita.
Þeir hafa haldið höfði, sem
einstaklingar og sem hljómsveit,
og það nokkuð hærra en aðrir
atvinnumenn i músikbransanum.
Þeir, sem að muna gömlu lögin
þeirra, I Get Around og Barbara
Ann, munu seint gleyma þvi, sem
hljómsveitin hefur nú gert, L.P.
hljómplötu, hljóðritaða i Hollandi
og berandi nafn landsins
„Holland”.
Þó þessi hljómplata hafi verið
þúsundum kilómetra i burtu frá
mestu ahrifavöldum hljóm-
sveitarinnar, Kaliforniu og alls
þess, sem i þeirri sveit finnst, þá
fjallar aðallag plötunnar einmitt
um Kaliforniu og sögu hennar. En
liklega verður það ekki hin
frábæra hljómlist, sem lifa mun i
en d u r m i n n i n g u n u m um
„Holland”, heldur á hvern máta
hljóðritunin var gerð.
Það byrjaði allt s.l. sumar.
Einn góðan veðurdag eru Beach
Boys flognir til Hollands með um
4 tonn af hljóðritunargræjum og
hljóðfærum. Menn voru almennt
ekki-með á nótunum, — hvað var
ihe
Beach Boys
eyða deginum þar. Við komum á
Heathrow flugvöll klukkan ellefu
um morguninn, en gátum okkur
hvergi hreyft vegna þoku
Klukkan sex, þá um kvöldið
höfðum við næstum gefið upp alla
von, en að lokum lagaðist þetta og
við vorum komnir til Brussels.
eiginlega að gerast. Jú, Beach
Boys ætluðu bara að hljóðrita
eina og eina L.P. plötu i Hollandi.
En afhverju i hélv .... i
Hollandi? Jack Rieley, umboðs-
maður þeirra og jafnframt einn
meðlima hljómsveitarinnar
skýrði málið á þennan veg:
„Okkur datt þetta i hug i
desember 1970. Við áttum að
halda hljómleika i Amsterdam og
morguninn fyrir hljómleikana,
sem áttu að hefjast á miönætti, á-
kváðum við að fljúga strax frá
Lendon yfir til Amsterdam og
klukkan 10 um kvöldið. Það biðu
12 leigubilar eftir okkur og strax
eftir ökuferðina frá Brusséls til
Amsterdam, fórum við beint á
sviðið, um klukkan hálf sex um
morguninn, rúmum fimm
klukkutimum eftir að hljóm-
leikarnir áttu að byrja, og það var
hvert einasta sæti skipað i húsinu,
allt fullt, Það var stórkostlegt, og
okkur kom saman um það, þar og
þá, að það væri eitthvað
furðulegt, eítthvað stórkostlegt
við staðinn og landið.”
Svo hrifnir voru Beach Boys af
landinu og öllum móttökum, að
þeir ákváðu að kanna landið
betur við fyrsta tækifæri. Það
gafst fljótlega. Þeim var boðið til
upptöku á hollenzkum sjón-
varpsþætti, Grand Gala du
Disque. Það gerði svo að verkum,
að Beach Boys dvöldu i Hollandi i
rúma u-o mánuði. 1 þeirri ferð
var einum hjálparkokki hljóm-
sveitarinnar falið að áthuga hús-
næði þeirra Hollendinga,
upþtökustúdió og annað slikt.
Astandið reyndist vera ákaflega
bagalegt, allt var upptekið ár
fyrirfram. En þeir höfðu þegar
bitið það i sig, að hljóðrita i
Höllandi, svo einhvern veginn
varð áð bjarga málunum.
Akveðið var að flytja heilt stúdió
til Hollands. Timinn til þess arna
var naumur og aumingjí
maðurinn, sem það verkefnið
fékk, var ekki öfundsverður. Það
varð m.a. að smiða nýtt upptöku-
borð, sem hæfði kringumstæðum.
Stúdióið var svo i heild sinni sett
’ saman i Los Angeles, tekið siðan i
sundur og flutt til Hollands, nánar
tiltekið til Baambrugge, á
bóndabæ þar. Þar var það sett.
upp aftur með mikilli fyrirhöfn.
það sem gleymst hafði Þannig
stóð þetta i rúmar 3 vikur. Meðan
allir þessir flutningar stóðu yfir,
var allt á ferð og flugi á gamla
bóndabænum. Það uppgötvaðist
fljótlega, að hljómburður i gamla
húsinu var ekki sem skildi. Var
þvi hafist handa I snatri og gólfið
Það; að koma öllum tækjum til
Baambrugge, að meðtöldum
Beach Boys sjálfum, þótti mikið
afrek. Þegar byrjað var að flytja
tækin til Hollands, voru allar
flugferðir frá Los Angeles til
Amsterdam, sem voru fjórar á
dag, uppteknar fyrir Beach Boys
og tækin. Allar flugferðir til baka,
sem voru þrjár á dag, voru einnig
uppteknar fyrir Béach Boys, fyrir
18 VIKAN 23. TBL.