Vikan - 07.06.1973, Blaðsíða 38
það er
áhættuminnst
að kaupa stðl
semer
vandaðrí en
gengur
og
geríst
Það er aldrei að
vita hver þarf að
sitja í honum.
GÆÐIN HAFA SITT AÐ SEGJA
VALHÚSGÖGN Ármúla 4 simi 82275 85375
halda uppi menningarllfi á svona
staö, þar sem fiskurinn og pen-
ingarnir skipta ollu?
— Það er talsvert menningarlif
i Eyjum t.d. blómlegt leiklistar-
og tónlistarflif. Við vorum tiltölu-
lega nýbúin að opna félagsheimili
og höfðum þar opið hús, diskótek
o.fl. fyrir unga fólkið. Menntun-
arskilyrði hafa stöðugt farið
batnandi, við vorum með tónlist-
arskóla, stýrimannaskóla og vél--
skóla, auk skyldunámsskólanna,
VI bekkur gagnfræðaskóla var i
undirbúningi, og við gerðum ráð
fyrir, að innan tiðar yrði hægt að
tak’a stúdentspróf á staðnum. Það
munar um hvert árið, sem börnin
geta verið heima, og það var orð-
iö minna um það siðustu árin, að
unga fólkið færi að heiman. Nú,
og svo má ekki gleyma iþróttalif-
inu, sem alltaf hefur verið með
miklum blóma i Eyjum.
— Hvað gerir þú sjálfur i tóm-
stundum þinum?
— Eg spila golf, þegar ég má
vera að, Við eigum mjög
skemmtilegan golfvöll úti i Eyj-
um, og tslandsmótið átti að fara
fram þar nú i sumar. Það verður
vist ekki af þvi. En þetta á allt
eftir að blómstra aftur.
— Er virkilega ekkert erfitt að
vera svona bjartsýnn, Magnús?
— Það þarf náttúrlega tölu-
veröa bjartsýni yfirleitt til þess
aö lifa á tslandi. Við þurfum að
aðlagast fleiru en eldgosum. En
meirihlutinn af öllu þéttbýli á
íslandi er á hættusvæði gagnvart
eldgosum, og mér finnst við Vest-
mannaeyingar vel hafa efni á að
trúa á forsjónina. Við hefðum get-
aö farið miklu verr út úr þessum
hamförum. Við hefðum t.d. getað
orðið fyrir miklu manntjóni, ef
gosið hefði byrjað sem sprengi-
gos, eða ef fyrsta nóttin hefði ver-
ið eitthvað i likingu við það sem
siðar gerðist, þegar við máttum
horfa upp á húsin brenna tugum
saman sömu nóttina. Auðvitað er
margt ákaflega erfitt viðureignar
eins og er, og þeim erfiðleikum
lýkur ekki um leið og gosið hættir.
En þó að margir telji það kjána-
lega bjartsýni, þá er ég sannfærð-
ur um, að Eyjarnar byggjast
fljótlega aftur upp jafnblómlegar
og fyrr og jafnvel enn blómlegri.
— Nú ég vildi svo gjarna bæta
þvi við, að við erum miklu betur
undir það búin að mæta ýmsum
erfiðleikum heldur en forfeður
okkar. Við þurfum t.d. ekki að
fyllast kviða, þó spáð sé eitthvað
kaldara veðurfari, viö erum orðin
miklu óháðari veðrinu, hvort sem
er I landbúnaði eða sjávarútvegi.
Margir telja kólnandi veöurfar
valda vaxandi fiskigegnd. Og
hvað eldgosum viðkemur, þá
jókst nú bara hreinlega fiskiriið
við Surtsey hérna um árið, bát-
arnir voru alla tið að veiðum þar I
kring. Ég man eftir þvi, að það
voru einu sinni nokkrir bátar að
veiðum rétt við Jólni, litlu eyna,
sem hvarf, og einn þeirra varð
fyrir vélarbilun og rak undireins
svo að segja inn I gýginn, svo að
honum varð með naumindum
bjargað. Og núna i vetur hefur
orðið vart við mikinn fisk alveg
upp við Eyjar, svo það er eins og
fiskurinn dragist að eldsumbrot-
um, af hverju sem það getur svo
sem stafað.
— Eigið þið hjónin hús úti i
Eyjum ofanjarðar?
— Já, við byggðum þar hús,
sem við fluttum I fyrir 6 árum.
Það er i kafi á þrjá vegu, en búið
að grafa frá innganginum, svo að
það má komast inn I það. Það er
tiltölulega óskemmt, að visu eru
gluggar brotnir og dálitið af vikri
inni.
— Ekki eruð þið með alla bú-
slóðina hér I tveim herbergjum?
— Nei, hún er mestöll i
geymslu. En það fer vel um okkur
hérna, betur en marga aðra
Eyjaskeggja. Ég veit t.d. um 18
manns i tveimur herbergjum á
einum stað, og vandræðin eru
mikil viða.
— Það hefur mikið verið rætt
um að byggja. upp nýja höfn og
nýjan útgerðarbæ einhvers stað-
ar við suðurströndina. Hvernig
lizt þér á það?
— Mér finnst sjálfsagt að at-
huga það vel, en ég vona auðvit-
að, að höfnin okkar standi, og þá
er að öllu leyti betra að byggja
upp Vestmannaeyjar að nýju.
— Þú vilt sem sagt helzt ekki
verða bæjarstjóri i Dyrhólaey?
— Ja, ég segi það ekki. Ef Vest-
mannaeyingar byggðu þar nýjan
bæ, þá mundi ég varla neita þvi,
ef þeir vildu hafa mig. En það er
ekki gefið mál, að við værum bet-
ur sett I nábýli við Kötlu gömlu,
sem alltaf má búast við að fari að
gjósa. Mér datt undreins i hug,
þegar ég varð var við jarðhrær-
ingarnar á undan Eyjagosinu.
Mér datt satt að segja ekki i hug,
að það gæti gosið svona rétt hjá
okkur, maður hélt, að surtur hefði
létt nægilega á þrýstingnum. En
það eru harla litil likindi til þess,
að gos verði á þessu svæði aftur
næstu aldirnar, þar sem aftur á
móti sifellt er búizt við þvi, að
Katla fari að rumska.
— Að lokum, Magnús, ætla ég
að gefa þér kost á óskaviðtali.
Hvaöa mann vildirðu helzt lesa
viðtal við i Vikunni?
— Það er ekki erfitt val fyrir
mig. Prófessór Þorbjörn Sigur-
geirsson er maður, sem ég dáist
að og vildi gjarna gefa fleirum
kost á aö kynnast. Hann er mað-
urinn á bak við þann árangur,
sem náðst hefur úti i Eyjum i bar-
áttunni við hraunrennslið. Talaðu
við hann.
Ég hringdi til Eyja, þvi auðvit-
að var Þorbjörn staddur þar.
Hann tók erindinu ljúfmannlega,