Vikan - 07.06.1973, Blaðsíða 50
BIBLIAN
RIT HENNAR I MYNDUM OG TEXTA
FALLEG MYNDABOK I ALÞJÓÐAÚTGAFU
FÆST HJA NÆSTA BÖKSALA
HILMIR HF.
Síðumúla 12 - Sími 35320
endur sína og falsvitni þeirra
koma fram eins og þeir væru
fávitar.
Heimspressan vitnaði óspart
í snilldarleg svör Dimitrovs
eins og til dæmis þegar hann
hrópaði upp með augljósri fyr-
irlitningu á heimsku van der
Lubbe: Sjáið þennan vesalings
Faust! Hvar er hans Mefisto-
feles?
Einu sinni svaraði hann vitn-
isburði Hermanns Görings
þannig, að nasistinn, sem ann-
ars var snjall sækjandi og mjög
hvassyrtur, eldroðnaði og missti
gjörsamlega málið.
Hve dómstóllinn var í raun-
inni réttsýnn má sjá af úr-
skurði hans: Marinus van der
Lubbe fékk dauðadóm, sem
fullnægt var með því að hann
var hálshöggvinn.
Hinir voru sýknaðir! Nasist-
arnir voru frávita af gremju,
en þeir gátu ekki gert mikið.
Að vísu var Torgler haldið í
,,gæzluvarðhaldi“ í tvö ár, en
var svo sleppt lausum.
Búlgararnir leituðu hælis í
Moskvu og Dimitrov kvaddi
Þjóðverja með skaðabótakröfu
á hendur ríkinu fyrir að hafa
að nauðsynjalausu rænt vinnu-
tíma hans. Auðvitað var kröfu
hans ekki sinnt, en hún var
áhrifamikil.
Staðreyndin er sú, að enn er
ekki á hreinu hvernig bruninn
var undirbúinn. þó að talið sé
fullvíst að nasistar hafi stað-
ið á bak við hann — það með-
gekk Göring síðar í einkasam-
tali.
Talið er að bruninn hafi ver-
ið framkvæmdur nokkurn veg-
inn á eftirfarandi hátt:
Marinus van der Lubbe var
ákveðinn í að reyna að kveikja
í þinghúsinu og gortaði stöð-
ugt af fyrirætlunum sínum við
hvern sem heyra vildi. Nokkr-
ir nasistar komust að þessu og
ákváðu að nota hann. Honum
var sagt að hann kæmist inn
í bygginguna á auðveldan hátt
oa hann þyrfti aðeins svolít-
inn pappír til þess að kveikja
þar í.
Honum hlýtur að hafa orðið
illa við sjálfum, þegar hálft
húsið stóð allt í einu í liósum
logum! Það er talið fullvíst, að
b’’ennuvargar nasista hafi far-
ið inn í húsið eftir leynilegum
iarðgöngum og beitt eldfimum
efnum!
Talið er óvefengjanlegt að
þrír menn úr SA-baráttusam-
tökum nasista hafi st.aðið að
hpwiim aðgerðum, þeir Karl
Ernst. Fiedler og von Mohren-
schild. Athyglisvert er að þeir
voru allir teknir af lífi í júní
1934 þegar skarst í odda milli
fylkinga innan SA-hreyfingar-
innar. SS-mennirnir, sem skutu
þá þrjá hlýddu aðeins fyrirskip
un ■— þeir höfðu ekki minnstu
hugmynd um ástæðuna fyrir
aftökunni. Það virðist afar lík-
legt, að Hitler hafi viljað losna
við hættulegustu vitnin gegn
sér, ef ske kynni að þinghús-
brunamálið yrði tekið upp aft-
ur. ☆
— Já, ég veit ég hef mína
galla, eins og aðrar konur, en
þetta er nú samt einum of
mikið!
— Ég sver að við erum aðeins
að brenna skrælnuðu laufi!
— Það er nú ekki eingöngu til
þess að þér verði ekki kalt,
heldur líka til að þú haldir þér
saman!
— Láttu ekki svona, Berti!
50 VIKAN 23. TBL.