Vikan

Tölublað

Vikan - 07.06.1973, Blaðsíða 26

Vikan - 07.06.1973, Blaðsíða 26
1. HLUTI SUMAR GETRAUN VIKAN efnir nú til nýrrar sumargetraunar og eru óvenju-margir og glæsilegir vinningar i boði. Við höfum valið þá i sambandi við sumarleyfisferðir, útilegu, veiðiskap og sitthvað fleira. Við bjóðum ferð til Mallorka fyrir tvo með úrvali, veiði i Hrutaf jarðará og uppi- hald i Staðaskála, veiðiáhöld og útileguútbúnaður ýmiss konar. Þá er einnig reiðhjól frá Fálkanum, kvöld fyrir tvo á Hótel Esju og námskeið i afslöppun og snyrtingu hjá Heilsulindinni. — Getraunin verður i fimm blöðum. Þegar öll fimm blöðin eru komin — ekki fyrr — sendið þið lausnirnar til VIKUNNAR, PÓSTHÓLF 533, REYKJAVÍK og merkið umslagið ,,Sumargetraun”. Haldið öllum seðlunum saman, þar til keppninni lýkur. Takið þátt i þessari glæsi- legu og skemmtilegu sumargetraun okkar. VIKUNNAR FERÐ TIL MALLORKA fyrir tvo með ferðaskrifstofunni ÚRVAL er aðalvinningurinn í sumargetraun- inni að þessu sinni. Mallorka er að- einsl/30 hluti íslands að stærð. Þeir, sem þar hafa dvalið hafa það á til- finningunni, að eyjan öll iði af líf i og fegurð. Sagt er, að hver og einn ferðalangur geti fundið sér eitthvað við sitt hæfi. VEIÐI í HRÚTARFJARDARÁ og uppihald fyrir tvo í Staðaskála í Hrútafirði ereinn af aðalvinningun- um í getrauninni. Staðaskála er í rauninni óþarft að kynna. Þar er hægt að fá veitingar allan daginn, góð þjónusta, matur og gisting. Einnig er hægt að fá tjaldstæði á ár- bökkunum fyrir neðan með góðri snyrtiaðstöðu. Bensínafgreiðsla er þar ennfremur og verzlun, DBS-REIÐHJÓL er einn af aðal- vinningunum í getrauninni okkar. Hér er um vandað og nýtízkulegt reiðhjól að ræða. Það er framleitt í Noregi en fæst hér á landi í Fálkan um. Það er með gírskiptingu og er mjög svipað -að útliti og Chopper- hjólin brezku. Stýrið er hátt og sæt- ið langt. Norðmennirnir kalla þetta hiól TOMAHAWK

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.